Funaborg og skólastarf í anda Reggio Emilia

c_documents_and_settings_kristin_my_documents_my_pictures_opin_visindasmidja_vis2.jpg

Rannsókn við ljósaborðið

Fékk boð frá leikskólanum Funaborg um opið hús næsta fimmtudag. Leikskólinn Funaborg er í Grafarvogi, rekinn af Reykjavíkurborg. Hann var opnaður 1994, einn af kosningarskólum þess árs. Fyrir þá sem ekki muna þá er þetta árið sem Reykjavíkurlistinn komst til valda. Funaborg var byggð á þeim tíma þegar það var enn í tísku að byggja smátt – en þetta er tveggja deilda leikskóli. Í dag er varla tekin skófla fyrir minna en 6 deilda skóla. Jafnvel í litlum bæjarfélögum. Ég sé það reyndar sem kost, bæði vegna þess að ég hef trú á stórum skólum og svo hitt að þegar fram líða stundir á börnum eftir að fækka á Íslandi og þá verða fleiri fermetrar til fyrir næstu kynslóðir leikskólabarna. Á Funaborg hefur verið nokkur áhugi á starfi í anda Reggio Emilia og starfsfólkið verið að tileinka sér ýmis verkfæri ættuð frá Reggio. Í borginni Reggio Emilia í Romagna héraði á Ítalíu hefur í nokkra áratugi verið að þróast leikskólastarf sem leikskólafólk víða í heiminum lítur til. Þar er litið á börn sem getumikil og hæfileikarík. Þar er litið á möguleika barna en ekki einblínt á vanmátt og getuleysi. Margir leikskólar á Íslandi hafa verið að feta sömu leið og skólarnir í Reggio. Vel að merkja er lögð áhersla á það í Reggio að þar sé lögð til aðferðafræði, jafnvel heimspeki en hvert land og hver skóli verði að þróa sig. Þróa starfið út frá því umhverfi sem hann er í. Malaguzzi einn hugmyndafræðingur starfsins í Reggio lét einhvertíma þau orð falla (eða svona nokkur veginn) að ef það ætti að efla gæði leikskólastarfsins þyrfti að tryggja að kennarar gætu þróað sig. Reggio skólarnir vinna flestir eftir því sem kalla má fljótandi námskrá. Þar sem unnið er út frá hugmyndum barna og starfsfólks. Það verður gaman að sjá hvernig Funaborg þróar sitt starf.

 

Þeir sem vilja vita meira um Reggio

http://zerosei.comune.re.it/inter/index.htm

og þeir sem vilja vita meira um Funaborg

http://gamli.leikskolar.is/leikskolar/default.asp?cat_id=56

 

Umhverfistefna í Reggio byggir m.a. á því að leikskólarnir eru í samstarfi við foreldra og samfélagið í heild. Bæjarfélagið hefur t.d. sett á stofn móttökustöð sem nefnist Re-media, þangað koma litlu verksmiðjurnar sem eru meðal annars einkenni héraðsins með allt mögulegt sem er afgangs í framleiðslunni og leikskólarnir geta nálgast efnivið til að vinna með.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin í bloggheima. Takk fyrir að deila þessum vísdómi frá Reggio Emilia með okkur. Mér finnst þessi hugmyndafræði afskaplega heillandi og ef ég ætti börn á leikskólaaldri vildi ég gjarnan geta valið að senda börnin mín í leikskóla sem byggir á hugmyndafræði í anda Reggio. En kannski koma barnabörn síðar sem ég heimsæki í slíkan skóla - hver veit 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband