Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Sjálfbær þróun - Glocal – slowfood- citta slow – endurnýtanlegur efniviður – lýðræði

Í mínum huga allt náskyld hugtök, af sama meið. Þeim meið, að við, hvert og eitt, verðum að tileinka okkur nýja hugsun. Hugsun sem byggir á að fara vel með landsins gæði, nýta þau af skynsemi og endurnýta eftir kostum. Framtíð lýðræðisins er undir því komin að við náum að tileinka okkur ný viðhorf. Ekki viðhorf gegndarlausrar hlutadýrkunnar og sóunar. Að hvert og eitt verðum að eyða og henda og henda. Heldur lærum að vera ábyrgir neytendur og gera kröfur til þeirra sem við eigum í viðskiptum við. Kröfur um sanngjarnan viðskiptahætti, kröfur um sanngjörn laun til þeirra sem vinna vöruna, kröfu um að við séum ekki að flytja efnivið og vörur fram og til baka hnöttinn þveran og endilangan, að við pökkum ekki því sem við erum annars búin að leggja árherslu á sanngjarna framleiðsluhætti í umbúðir sóunar. Og að við temjum okkur endurnýtingu – endurhönnun. Ef ekki er hætt við að lýðræði eigi undir högg að sækja, að ófriður geisi um veröldina, þar sem tekist verður á um þær auðlindir mannsins og hvar stendur lýðræðið þá? 
 

Var sem sagt á fyrirlestri Karls Aspelunds á þingi Heimilisiðnaðarfélagsins áðan og var að hugsa um þetta á leiðinni heim. Held líka að heimspeki leikskólastarfs (reggio) eins og ég aðhyllist styðji við glocal hugsunina. Að við verðum bæði að pæla í og tengja saman næsta umhverfi og menningu við það sem er að gerast út í hinum stóra heimi. Að við erum líka alþjóðasamfélagið.


Pollýönnuheilkennið

Fannst þessi fyrirlestur um margt mjög áhugaverður, stofan var alveg stútfull og þurfti að bæta inn töluvert af stólum. Allir sem áhuga hafa á jafnréttismálum hljóta að fagna þessum mikla áhuga. Nokkrir karlar voru í hópnum en því miður alltof fáir. 

 

Það kom mér ekki á óvart að fram kom að konur hafa tilhneigingu til þess að afsaka slæmar aðstæður sínar og mikla ábyrgð á börnum og vinnu með því að þetta væri nú ekki svo slæmt, aðrir hefðu það miklu verr. Pollýönnuheilkennið eins og Gyða Margrét kallar það, mér fannst líka athyglisvert að á vinnustöðum þar sem pollýönnuheilkennið ræður ríkjum, og allir eiga að vera svo jákvæðir og elskulegir, er hætta á að ekki megi ræða allt, þar sem það getur ruggað bátnum og valdið einhverjum óþægindum. Þar með er slegið á eðlileg skoðanaskipti.

 

Fyrir nokkrum árum var ræddi ég við slóvenska vinkonu mína, sálfræðing, um Pollýönnu og hvernig heimspeki hennar hefur haft áhrif á okkur konur -einmitt með þetta að finna alltaf eitthvað jákvætt við erfiðustu aðstæður, sem leið kvenna til að lifa af. Þá komst ég að því að Pollýanna hafði ekki sloppið yfir járntjaldið, vinkona mín hafði aldrei séð þessa bók eða heyrt af henni.


mbl.is Ég þarf aðeins að skreppa...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vakandi skoða ég heiminn

skoða heiminn 

 Athugull ungur maður

næstum hlæjandiÞegar þú hlærð framan í heiminn, hlær heimurinn framan í þig.

 

 


Skemmtileg vísindavaka - ég á meðal vindmestu kvenna

Ég fór áðan ásamt Guðrúnu Öldu á vísindavökuna í listasafni Reykjavíkur, mikið fjölmenni var á staðnum og við hittum marga. Við hittum nokkuð af starfsfélögum við Háskólann á Akureyri. Frá auðlindadeild voru bæði kennarar og nemendur en frá RHA voru starfsmenn. Geir var þarna að kynna Asíuverið,var settur á milli tveggja stórvelda, Kínverja og Japana. Sagðist vera svona mínimalískur við hlið ofgnóttanna. En á stórveldabásunum var mikið lagt upp úr að leyfa fólki að prófa. Ég fékk að smakka kínverska mánaköku sem bragðaðist vel. Börn voru sérstaklega upptekin af að fá að skrifa nafnið sitt með japönsku letri. Hjá Veðurstofunni fékk ég að blása í vindmæli og náði að blása 9,5 metra á sekúndu, var þegar ég fór, vindmest kvenna, einhverjir karlar höfðu þó náð að slá í hviðum upp í 13,5 metra á sekúndu.

 

Kennaraháskólinn var með lítinn vísir af vísindasmiðju sem ég skoðaði af áhuga og svo var Fjölskyldu og húsdýragarðurinn með himingeimatjald. Annars var KHÍ mjög áberandi í safninu og var básum þeirra dreift víða. Það fannst mér vel til fundið og gera skólann mjög sýnilegan.

Sérstakir gestir vísindadaganna voru frá borginni Perugia á Ítalíu, þeir sýndu myndband af dögum helguðum vísindum og listum í borginni 6 til 22. september sl. Ég rabbaði heilmikið við Ítalina og ákváðum við að reyna að vera í sambandi.  
mbl.is Fróðleikur á hverjum fermetra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndið okkar yngsta og besta

litli mann og afi hans vef 

afi og litli mann

Nú er ég búin að fá úthlutað skemmtilegasta hlutverki lífsins held ég. Ég er komin í mafíuna, orðin löggilt amma. Búin að fá opinbert leyfi til að spilla og dekra. Við Lilló erum búin að eignast nýtt yndi. Yndið yngsta og besta. Þessi litli maður sem fæddist rétt fyrir miðnætti þann 25. september, er undraverk. Hann er strax persóna. Verður reiður ef hann fær ekki að drekka og hefur ágætis raddbönd. Reigir höfðinu og ýtir sér næstum upp á fjóra þegar hann er lagður á magann í vöggunni.  Horfir svo dökkum augum á okkur, veltir fyrir sér hvað allt þetta fólk sé að vilja. Svo segir afi að hann hafi gítarputta. Held að ég gæti setið allan daginn og dáðst af honum. Hann er dásamlegur.  

 

lilti mann vef
litli mann ekki sólarhringsgamall


Skreppur og Pollýanna - áhugaverður fyrirlestur á morgun

Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur og doktorsnemi í Háskóla Íslands heldur fyrirlesturinn:  

Skreppur og Pollýanna:

Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu

í hádegisfyrirlestrarröð Rannsóknastofu í vinnuvernd.

 

Fyrirlesturinn verður föstudaginn 28. september kl. 12.15 - 13.15

 

Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á árangur Reykjavíkurborgar í málaflokknum og hvort og þá hvernig fjölskyldustefnan er útfærð innan ólíkra vinnustaða. Helstu niðurstöður sýna áhugavert samspil kynjabreytunnar og eðli starfanna. Möguleikar þeirra sem eru sérfræðimenntaðir á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu eru að jafnaði meiri en hinna. Það stafar af því að störf þeirra eru sjaldnar háð ákveðinni viðveru. Nýting möguleikanna er þó minni en ella vegna krafna í starfi. Vinna þeirra sem ekki hafa sérfræðimenntun er oft á tíðum staðlaðri, hún er ekki bundin við ákveðin verk heldur viðveru í tiltekinn tíma. Þarna er þó augljós kynjamunur. Karlar njóta almennt meira sjálfræðis í starfi, meiri hreyfanleika og sveigjanleika en konur.

 

Ráðstefna um mat og matarmenningu - tungumál fæðunnar

International Seminar

 “THE LANGUAGES OF FOOD”

 Education, health, pleasure Education and Nutrition in Dialogue

February 21-23, 2008

 International Center Loris Malaguzzi - Reggio Emilia, Italy 

The Reggio Emilia Municipal infant-toddler centres and preschools with their experience, promote a culture of food that links tradition, innovation, research, taste, welcoming and conviviality, trying to create deep relations between the nutritional education promoted b y the early childhood services and the city community.

 

The International Seminar “The languages of food” would like to offer an  occasion of professional development on different topics related to nutritional, pedagogical and sociological aspects. It aims at providing an encounter among different fields of knowledge in order to share, to exchange, to go deeper into reflections about choices and experiences that are part of our life.

 

The context of the Seminar would also like to create opportunities to share, analyze and discuss questions and answers based on processes of learning related to education and health.

 

The awareness that education towards health and taste, at school, in our families and in the environment that surrounds us, from our point of view is an important investment for the growth and the future of young generations and is guiding us in the organization of this International Seminar.

 

The Seminar has also the aim to provide an encounter among the languages of food and aspects of education, health and the pleasure of eating and socializing. The Seminar has the goal to give a contribution from the Reggio Emilia experience to national and international debates around issues such as education, nutrition and eating disorders.

The programme of the Seminar will include:

• An encounter with the Reggio philosophy

• exchanges of experiences between the participants and the

protagonists of the Reggio experience

• exchanges of experiences between the participants and International

experiences about education, nutrition and health

• a cultural visit to the town of Reggio Emilia

• visits to the Reggio Emilia Municipal and Cooperative infant toddler

centres and preschools

• visit to elementary schools

• laboratories in the schools’ kitchens

• roundtables with national and international experiences

• visit to the International Centre Loris Malaguzzi

• visit to exhibitions

 

The organization of the days will be based on plenary session, lectures, presentations, discussion groups and workshops.

 

Individual participation fee: 500,00 Euro (VAT included)

Spaces limited to 200 participants

Languages: Italian and English

 

Fyrir áhugasama má hér finna tengil inn á svipaða vinnusmiðju hérlendis á Friðrik V í ágúst 2007


Ímyndunaraflið sviflétt og vegvíst

Ráðstefna skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri um leik og listsköpun í leikskólastarfi. 

Laugardaginn 29. september 2007 stendur skólaþróunarsvið kennaradeildar fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni „Ímyndunaraflið sviflétt og vegvíst - Leikur og listsköpun í skólastarfi." Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Brekkuskóla við Laugagötu á Akureyri.

Dagskrá

Ímyndunaraflið sviflétt og vegvíst
Leikur og listsköpun í skólastarfi

08.30 Skráning og afhending gagna

09.15 Setning
: Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri.

09.20
Fyrirlestur: Developing a pedagogy of play - international perspectives. – Dr. Elisabeth Wood, dósent við University of Exeter.

10.10 Kaffi og rúnstykki

10.20 Fyrirlestur:  Áþreifanlegt – ósýnilegt.Verkstæðið sem vettvangur nýrra leiða – Þóra Sigurðardóttir, listamaður.

11.10 Hlé

11.20
Málstofur I:

  1. Hús – hvalir – köngulær. Skapandi listbúðir með viðfangsefnið byggingarlist – Guja Dögg Hauksdóttir; arkitekt.

  2. Þegar þú ýtir á hnapp þá kemur páfagaukurinn – Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri.

  3. Þangað sem nefið snýr. Um gildi þess að fara með ung börn í gönguferðir – Bergljót Hallgrímsdóttir, leikskólastjóri.

  4. Það er leikur að læra……… að lesa. – Rannveig Sigurðardóttir, grunnskólakennari.

  5. Skapandi málörvun – Rannveig Oddsdóttir, grunnskólakennari.

  6. Tónlistin í barninu – Heimir Bjarni Ingimarsson, tónlistarmaður.

  7. Að horfa og sjá“ – Svala Jónsdóttir, aðjúnkt KHÍ

 

12.00 Matarhlé í Brekkuskóla


13.00 Fyrirlestur: Stop playing around so that we can learn something? – Dr. Róbert Faulkner, tónlistarkennari við Hafralækjarskóla og post-doctoral research fellow við háskólann í Vestur Ástralíu.

13.50
Hlé

14.00 Málstofur II

  1. Ein hugmynd kveikir aðra – Anna Ingólfsdóttir, leikskólakennari.

  2. Opinn hugur – ímyndunaraflið virkjað! – Sigríður Helga Hauksdóttir, hönnuður og kennari.

  3. Safnfræðsla: Leikur einn? – Alma Dís Kristinsdóttir, menntunarfræðingur.

  4. Að stunda heimspeki með börnum – undrun er barnaleikur – Valgerður Dögg Jónsdóttir, framhaldsskólakennari.

  5. Leikjabankinn - Leikjavefurinn: Aðgengilegt safn námsleikja á Netinu – Dr. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við KHÍ.

  6. Lengi býr að fyrstu gerð“ – Sesselja Sigurðardóttir, leikskólaráðgjafi Akureyri.

14.40 Kaffihlé og ávextir

15.00 Fyrirlestur: ...og fuglinn flaug fjaðralaus... – Dr. Jórunn Elídóttir og Rósa Kristín Júlíusdóttir, lektorar við HA.

15.40 Fyrirlestur: Á vængjum ímyndunaraflsins – Halldóra Haraldsdóttir, lektor við HA

16.00 Ráðstefnuslit: Trausti Þorsteinsson, forstöðumaður skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri.

Ráðstefnan er ætluð leik- og grunnskólakennurum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum um nám og kennslu.


Athyglisverð og áhugaverð vinnubrögð - að virkja mannauð

Frábært verkefni, vona sannarlega að sem flestir atvinnurekendur kynni sér þá hugmyndafræði sem að baki virðist búa. Sannarlega komin tími til að atvinnulífið hætti að horfa á skóla fyrst og fremst sem mögulega geymslustaði svo foreldrar geti sinnt vinnu sinni. Það er í anda þeirrar hugmyndafræði í leikskólamálum að líta svo að í skólum eigi fullorðnir og börn að vera samverkamenn, eigi að deilda saman reynslu og læra saman.

  

Sjálf hef ég staðið fyrir opnum vísindasmiðjum við Háskólann á Akureyri þar sem börn og starfsfólk leikskóla tók þátt í sameiginlegum verkefnum. Þar mátti stundum vart á milli sjá hvort var að læra meira, börnin eða fullorðna fólkið. Ég sé slíkt uppgötunarnám eiga sér stað með foreldrum og börnum. Hvort heldur er á leik - grunn eða framhaldsskólaaldri. Við HA keyrum við þessa hugmyndafræði á sköpun, lýðræði, frelsi og frumkvöðla hugmyndum.  Held að við nýtum of lítið að vinna þverfaglega - þversamfélagslega á þennan hátt.

.

ljós í myrkri

 Að búa til sitt eigið vasalajós.


mbl.is Verkefninu Mannauður hleypt af stokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggja þarf minnst 8 nýja leikskóla

Ef það á að tryggja öllum þessum 850 börnum vistun, vandamálið er hins vegar að það stoðar lítið að byggja og byggja ef ekki er samtímis reynt að tryggja að til sé fagfólk til að vinna við þessa skóla. Væntanlega eru foreldrar ekki með væntingar um að þessir leikskólar eigi fyrst og fremst að sinna gæslu eða geymsluþörf.  Flestir foreldrar gera kröfur til fagmennsku. En síðan má ekki gleyma öðrum þáttum sem gera starf í leikskólum lítt aðlaðandi, eitt af því sem ýtir fólki frá er þrengsli og hávaði.  Hugsum stærra, tryggjum þeim börnum sem þegar eru i kerfinu fleiri fermetra.

Lítil börn eru enn viðkvæmari fyrir sífelldum mannabreytingum en eldri börn, við skuldum öllum börnum og kannski ekki síst þeim yngstu að skoða allar hliðar leikskólamála.

Samfélagið, menntamálaráðuneytið, samtök sveitarfélaga og fagfólk þarf allt að koma að málefnum leikskóla, gera kröfur en samtímis tryggja fjármagn þannig að hægt verði að tryggja bæði þeim börnum sem eru að fæðast og þeim sem þegar eru í leikskólum/á leikskólaaldri, bestu mögulegu aðstæður.


mbl.is „Engin töfralausn til"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband