Sjálfbær þróun - Glocal – slowfood- citta slow – endurnýtanlegur efniviður – lýðræði

Í mínum huga allt náskyld hugtök, af sama meið. Þeim meið, að við, hvert og eitt, verðum að tileinka okkur nýja hugsun. Hugsun sem byggir á að fara vel með landsins gæði, nýta þau af skynsemi og endurnýta eftir kostum. Framtíð lýðræðisins er undir því komin að við náum að tileinka okkur ný viðhorf. Ekki viðhorf gegndarlausrar hlutadýrkunnar og sóunar. Að hvert og eitt verðum að eyða og henda og henda. Heldur lærum að vera ábyrgir neytendur og gera kröfur til þeirra sem við eigum í viðskiptum við. Kröfur um sanngjarnan viðskiptahætti, kröfur um sanngjörn laun til þeirra sem vinna vöruna, kröfu um að við séum ekki að flytja efnivið og vörur fram og til baka hnöttinn þveran og endilangan, að við pökkum ekki því sem við erum annars búin að leggja árherslu á sanngjarna framleiðsluhætti í umbúðir sóunar. Og að við temjum okkur endurnýtingu – endurhönnun. Ef ekki er hætt við að lýðræði eigi undir högg að sækja, að ófriður geisi um veröldina, þar sem tekist verður á um þær auðlindir mannsins og hvar stendur lýðræðið þá? 
 

Var sem sagt á fyrirlestri Karls Aspelunds á þingi Heimilisiðnaðarfélagsins áðan og var að hugsa um þetta á leiðinni heim. Held líka að heimspeki leikskólastarfs (reggio) eins og ég aðhyllist styðji við glocal hugsunina. Að við verðum bæði að pæla í og tengja saman næsta umhverfi og menningu við það sem er að gerast út í hinum stóra heimi. Að við erum líka alþjóðasamfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kristín mín,

Til hamingju með þennan yndisfríða pjakk - merkilegt hvað svona lítil börn geta verið miklir karektar strax. Hann horfir svo skýrt framan í myndavélina.

Hamingjuóskir til ykkar allra - ... verðum við ekki bara að vona að það verði töluvert mikið að fótboltaútsendingum með réttu köllunum svo amma geti aðeins fengið að hafa snáðann í friði og ró.

Mátti ekkert vera að því að kommeta á hinar færslurnar þínar var svo upptekin af nýfædda erfingjanum.

kv. Díana

diana (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband