Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

Ţjóđfundur - áherslur í menntamálum

Nú eru ţjóđfundargögn opin öllum sem áhuga hafa. Til ađ nálgast ţau ţarf ekki annađ en ađ fara inn á vefsíđuna www.thjodfundur2009.isHér á eftir geri ég grein fyrir brotabroti af ţeim gögnum sem ţar urđu til. Ég ákvađ ađ skođa flokkinn áherslur í menntamálum en eins og flestir vita skoruđu menntamál hátt á fundinum.

Tilefniđ var stutt viđtal í Samfélaginu í nćrmynd á rás 1 í dag, Gamlársdag. Ég vildi vera búin ađ skođa lítillega hvađa möguleika ég hefđi til ađ rýna í gögnin, möguleika sem allir landsmenn hafa. Í flokknum sem ég valdi voru 698 hugmyndir. Ég hlóđ ţeim niđur í Exell og hóf svo frekari flokkun. Fyrst flokkađi ég gögnin í ţađ sem ég kalla innri mál skóla og ţađ sem ég nefni kerfisbundna ţćtti. Menntun fyrir alla, greiđari ađgangur aldađra, betri tengsl skólakerfis og atvinnulífs eru dćmi um ţađ sem fór í kerfisflokkinn. Međal innri ţátta flokkađi ég allt sem snéri ađ innra starfi skóla s.s. kennslu, kennsluhćtti, áhersla á tiltekin viđfangsefni. Ég ćtla ađ gera ađeins nánari grein fyrir flokknum innri ţćttir. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neđan dreifist sá flokkur nokkuđ á milli atriđa. En örfá atriđi standa öđrum framar uppúr.

Lýđrćđismenntun
Fyrst ber ađ nefna flokkinn lýđrćđismenntun. Í ţann flokk setti ég allt sem tengja má virđingu, heimspeki í skólastarfi og lífsleikni. Dćmi sem ţar eru ađ finna eru setningar á borđ viđ ađ ţađ ćtti ađ „Kenna gagnrýna hugsun ţar sem sanngirni er höfđ ađ leiđarljósi” og ţađ „Mćtti vera meiri frćđsla um hvernig ţjóđfélagiđ virkar fyrr, t.d. leikskólar, grunnskólar“ nauđsyn ţess ađ „Gera ungt fólk međvitađ um stjórnmál og efnahagsmál í ţennan flokk setti ég líka áherslur „Kennsla í andlegum gildum tekin upp í grunnskólum“ svo fátt eitt sé nefnt. Ţegar nánar er rýnt í flokkinn kemur í ljós ađ kynjamunur er nokkuđ greinilegur, ţađ eru fleiri konur sem leggja áherslu á ţessi gildi en karlar.

Verkvit
Undir verkvitflokkađi ég allt ţađ sem getur talist meiri áhersla á verklega ţćtti skólastarfs og ađ ţađ ţurfi ađ gera ţeim hćrra undir höfđu. Sá flokkur er nokkuđ merkilegur ađallega fyrir ţćr sakir ađ hann efniđ virđist helst vera hugđarefni fólks á aldrinum 45 til 64 ára en af 31 af 42 sem átti hugmynd í ţessum flokki voru á ţeim aldri. Sem dćmi um hugmyndir sem ţarna komu fram má nefna „Hugur og hönd jafngild í menntakerfi“ „Upphefđ iđnmenntunar“ ađ ţađ beri ađ „Auka fjármagn til tćknimenntunar ţađ myndi stuđla ađ nýsköpun í framtíđinni“ og ađ ţađ beri ađ gera „Verk- og listmenntun, jöfn bóklegri menntun“.

Kynjasjónarmiđ
Tveir flokkar skera sig úr sem sérstakir kvennaflokkar – annar kunnuglegur hinn kannski minna kunnuglegur. Ađeins einn karl í ţessum flokki hafđi áhyggjur ađ eđa vildi bćta sérkennslu í skólum á međan ađ 11 konur á ýmsum aldri töldu ţetta vera málaflokk sem huga ţarf ađ. Hinn flokkurinn sem er e.t.v. nýrri í umrćđuna er sjálfbćrni. Ţar flokkađi ég reyndar allt sem snéri ađ umhverfisvernd, vistfrćđi, endurnýtingu efniviđar í skólastarfi og hugtakiđ sjálfbćrni sem kom oft upp. Hugtakiđ umhyggja er iđulega kennt viđ konur, sjálfbćrni byggir á gildum umhyggjunnar og standa ţví konum e.t.v. nćrri en körlum. Hér er ađ sjálfsögđu einungis átt viđ sjálfbćrni í skólastarfi en eins og flestir vita skorađi sjálfbćrni hátt á ţjóđfundinum. Ađ skođa ţađ hugtak og hvađ liggur á bak viđ ţađ í fleiri flokkum getur veriđ afar áhugavert og verđugt verkefni. Lćt svo fylgja međ litla mynd af flokknum innri starf í skólum.

Atafla

Óska ég svo öllum gleđilegra áramóta og farsćls árs. Ţau ykkar sem lesa mig ţá sjaldan ég blogga ţakka ég fyrir lesturinn.  


MÁLSVARI ÓSKAST!

Nú er búiđ ađ „útbýtta“ styrkjum úr sprotasjóđi leik- grunn- og framhaldsskóla hjá menntamálaráđuneytinu. Sprotasjóđurinn hefur ţađ mikilvćga verkefni ađ styđja viđ ţróunar og nýbreytnistarf í skólum. Ţróunarverkefni eru einhver besta leiđin til ađ tryggja gćđi og faglegan vöxt skóla. Ţróunarverkefni ýta fólki oft af stađ á nýjar brautir, leiđa til nýrrar hugsunar. Ţau eru ein leiđ til ađ tryggja ađ skólarnir okkar verđi ţeir gćđaskólar sem viđ öll viljum.

Fyrir nokkrum árum lét RANNÍS gera rannsókn á tilurđ og eđli ţróunarverkefna og hvernig ţau festust í sessi innan skólanna. Ţar var skođađ hvort hćgt vćri ađ sjá merki ţeirra einhverjum árum seinna í skólastarfinu. Í stuttu máli sagt kom fram ađ í leikskólanum vinnur fólk saman ađ verkefnum (75%) á međan ađ verkefnin voru verk einfara í framhaldsskólunum (8% samvinna). Á öllum skólastigum festust um 60% verkefna í sessi.

Hinsvegar má velta fyrir sér gáruárhrifum verkefna sem eru samvinnuverkefni margra og verkefni sem miđa ađ ţví ađ bćta kennslu eins kennara. Má ekki ćtla ađ vilji yfirvalda sé ađ "fjárfesta" í gáruáhrifum? En hvernig er raunveruleikinn?

Međ nýjum lögum um öll ţrjú skólastigin var ţróunarsjóđum steypt saman í einn stóran sprotasjóđ. Umrćđan var ađ ţađ leiddi til meira jafnrćđis á milli skólastiga en veriđ hafđi í fyrra kerfi. Veit ég ađ margir leikskólakennarar bundu miklar vonir viđ nýja stóra sjóđinn.

HVAĐ GERĐIST?
Rúmlega 44.4 milljónum var úthlutađ til ýmissa verkefna í gćr (22. des). Ég efa ekki ađ öll verkefnin hafi veriđ verđug og komi til međ ađ styđja viđ skólastarf. Um ţađ snýst ekki umrćđan. Vil ég nota tćkifćriđ og óska ţeim sem fengu til hamingju. Af minni hálfu snýst máliđ um jafnrćđi og lýđrćđi. Ţađ snýst um hvernig opinberu fé er skipt á milli skólastiga. Ţađ er ekki nóg ađ tala fallega um góđu leikskólana okkar á hátíđarstundum en ţess á milli gleyma ţeim og ađ mínu mati lítillćkka.

Í nefndinni sem úthlutađi var ekki einn einasti málsvari leikskólans. EKKI EINN. Alla vega ekki ef litiđ er til verka ţeirra sem úthlutuđu og ţćr áherslur sem ţar birtust. Vel ađ merkja ţá var óskađ eftir forgangsverkum en hingađ til hefur ávallt líka veriđ úthlutađ í flokkinn annađ. Fyrir honum er gert ráđ á rafrćnu umsóknarblađi en hans sér ekki stađ í úthlutun.

Í nefndinni sátu: (Lćt tegund kennaramenntunar ţeirra fylgja međ) 
dr. Rósa Gunnarsdóttir, menntamálaráđuneyti, (grunnskólakennari).
dr. Sigurjón Mýrdal, menntamálaráđuneyti, (grunn og framhaldsskólakennari).
Elna Katrín Jónsdóttir, Kennarasambandi Íslands, (framhaldsskólakennari).
Svandís Ingimundardóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, (grunnskólakennari).
dr. Finnur Friđriksson, Háskólanum á Akureyri (málvísindamađur).

 
Allt er ţetta hiđ mćtasta fólk en ţađ er ćpandi ađ ekkert ţeirra er leikskólamanneskja.

Hér ađ neđan geri ég grein fyrir úthlutunni eins og hún blasir viđ mér.

FRAMHALDSSKÓLINN
Ef ađeins er rýnt í tölurnar má sjá ađ í framhaldskólum eru um 27.600 nemendur (Hagstofan er međ ţá ađeins fleiri en segir ađ um 6% séu tvítaldir). í hefđbundnum framhaldsskólum eru 25.196 nemar í 34 skólum, af ţeim fengu nú 7 ţróunarstyrki fyrir 11.9 milljónir. Hver skóli fékk ađ međaltali 1,7 milljón í styrk og á hvern framhaldsskólanema (miđađ viđ hćrri tölu nema) var ćtlađ 431 kr.

GRUNNSKÓLINN
í grunnskólum eru 43.511 nemendur, grunnskólar eru 176 og fengu 23 ţeirra ţróunarstyrk í ár fyrir 17.2 milljónir. Međaltal styrkjanna var 687 ţúsund krónur, ef styrkir eru brotnir niđur á hvern nema var úthlutunin 395 kr. á hvern grunnskólanema.

LEIKSKÓLINN
Leikskólar eru 274 og í ţeim eru 18.278 börn, 5 ţeirra fengu styrki fyrir 4 milljónir eđa um 800 ţúsund ađ međaltali í styrk. Hvert leikskólabarn er metiđ á 219 krónur rétt hálfdrćttingur framhaldsskólanemans.

Styrkir sem ekki eru festir á skólastig (Leikskóli er aldrei skráđur sem ađalumsćkjandi fyrir slíkum styrkjum) eru fyrir um 10,3 milljónir, međaltal styrkja er tćpar 2.1 milljón (helmingur af ţví sem er úthlutađ til leikskólastigins í heild á hvert verkefni í ţessum flokk).

Ég er ekki ađ biđja um hnífsoddajafnrétti en ég biđ um jafnrćđi og sjálfsagt réttlćti.

Innan menntamálaráđuneytisins starfar fólk sem hefur áhuga á leikskólamálum, ţađ veit ég. En ég veit líka ađ ţar starfar ENGINN LEIKSKÓLAKENNARI. Kannski ađ áherslurnar vćru ađrar ef svo vćri.

Ţađ er alveg ljóst ađ leikskólinn ţarf ađ eignast málsvara. Hér međ er óskađ eftir ţeim.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband