Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Leikskólakennarar ţurfa ađ muna ađ setja súrefnisgrímuna á sig

Fćkkun leikskólakennara hjá borginni um 2% er gríđarlega alvarlegt mál fyrir leikskólana ţar. Ţví miđur get ég ekki sagt ađ mér komi ţessar tölur á óvart og er ein ţeirra sem hef bent ađ ţessi ţróun vćri í farvatninu. Ef borgin ćtlar ađ snúa ţróuninni viđ verđur hún ađ vinna í vinnuađstćđum starfsfólks. Fólk sem vinnur viđ vondar ađstćđur ár eftir ár og ţegar á ofan bćtist lítil sem engin nýliđun leikskólakennara á sér stađ, ţađ verđur vonlítiđ í starfi, álagiđ sligar ţađ og starfsfólk verđur auđveldari bráđ allra umgangspesta. Álagskennd veikindi fara líka ađ hrjá ţađ. Bćđi börn og starfsfólk eiga betra skiliđ.

Tölurnar ganga ekki upp - ađgerđa er ţörf

Mér hefur ítrekađ veriđ hugsađ til ţeirra talna sem fjármálastjóri menntasviđs borgarinnar tók saman og ég fjallađi um nýlega. Ţar kemur t.d. í ljós ađ leikskólastjórar ţurfa ađ ađ hafa til starfsfólk fyrir rétt tćpa 2000 tíma fyrir hvert barn á móti tćplega 1000 tímum í grunnskólanum. Tími barnanna hefur aukist á síđustu 8 -10 árum. Ţyngslin hafa orđiđ meiri. Húsćđiđ betur nýtt (ofnýtt), fermetrarnir orđiđ fćrri og á síđustu tveimur árum hefur veriđ hert á starfsmannamálum og t.d. dregiđ úr afleysingum. Ţađ er líka ágćtt ađ hafa í huga ađ í leikskólum kemur ekki inn afleysing fyrir kaffitíma starfsfólks, ţannig er međalbarniđ 8,2 tíma á deildinni sinni en starfsfólk er 7,25 tíma.

Undirbúningstímar ţurfa ađ verđa heilagir 

Í grunnskólum er undirbúningstími kennara heilagur, ţó ţađ vanti fólk í skólavistina ţá hlaupa kennarar ekki til (mér vitanlega) og leysa upp á von og óvon um ađ fá undirbúningstímann sinn ţegar betur stendur á. Ég hef hinsvegar heyrt foreldra í leikskólum kvarta undan fundartíma starfsfólks - yfir ţví ađ fólk fari í undirbúning. Hvort ţađ sé ekki tímasóun og tímaum betur variđ međ börnunum. Ég held ađ ţađ sé nokkuđ algengt ađ ţađ sem víkur fyrst af öllu í flestum leikskólum ţegar stefnir í mannahallćri eru réttindi starfsfólks.

Súrefnisgríman er fyrst sett á fjölskyldur og börn - svo starfsfólkiđ 

Ég er ţeirrar skođunar ađ ţegar ţarfir starfsfólks eru ávallt látnar víkja fyrir ţörfum annarra sé ţađ eins og ađ setja grímuna fyrst á barniđ og svo á sjálfan sig í fluginu. Ef flugiđ fer niđur er sá sem fyrst hugsar um barniđ og svo um sig líklegri til ađ verđa barninu ađ meira ógangi en gangi í reynd. Ef starfsfólk leikskóla fer ekki ađ hugsa um eigin hagsmuni er hćtt viđ ađ ţađ fari eins um ţađ og ţá í reynd leikskólann og börnin sem ţar eru. Leikskólakennarar verđa ađ fara ađ setja súrefnisgrímuna á sig, ţađ gerir ţađ enginn fyrir ţá.

Baráttan stendur vissulega um laun en hún stendur ekki síđur um vinnuađstćđur. Sveitarfélögin verđa ađ fara ađ átt sig á ţví.  

PS. Ţađ er best ađ viđurkenna ađ ég missti mig ađeins á lyklaborđiđ eftir ađ hafa lesiđ um fćkkun leikskólakennara hjá borginni. Mér hefur veriđ bent á ađ uppsagnir hjá borginni hafi ekkert veriđ óeđlilegar, bara fólk ađ skipta um vinnustađi, ég get keypt ţađ, en ţađ er óeđlilegt ađ mikill fjöldi virđast hafa fćrt sig frá borginni. Ţađ eru hljóđ en samtímis ćpandi skilabođ.


mbl.is Lćgra hlutfall leikskólakennara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Leikskólinn og félagslega réttlćtiđ

Ég segi stundum ađ ég hér áđur fyrr hafi leikskólakennarar í borginni skipst í tvo hópa, annarsvegar ţá sem unnu í leikskólum međ hálfdagsbörn gifta fólksins og svo viđ sem unnum á dagheimilum međ börn einstćđra foreldra og námsmanna. Heimur okkar og veruleiki var um margt ólíkur. Viđ sem vorum á dagheimilunum upplifđum meira fátćkt og erfiđleika á heimilum barnanna en leikskólafólkiđ. Starfiđ okkar snérist oft um ţađ sem kalla má félagslegt réttlćti. Ađ ţađ var leikskólans ađ tryggja börnum ákveđinn jöfnuđ. Sjálf starfađi ég á dagheimili sem mörg börn áttu undir högg ađ sćkja. Leikskólinn var ţeirra vin, stađurinn sem ţau voru jöfn og ţar sem ţau fengu ýmsar ţarfir uppfylltar sem stundum var erfitt ađ uppfylla heima. Sum ţessara barna bjuggu viđ skert félagslegt tengslanet og ţá greip dagheimiliđ iđulega inn. Á ţessum árum átti ég t.d. í nánu samstarfi viđ heimilislćkna, félagsráđgjafa, sálfrćđina og fleiri. Stundum var ţvegiđ af börnunum í leikskólanum og stundum voru ţau ţrifin. Leikskólastjórar fóru heim til sumra barna og sóttu ţau í leikskólann og fóru međ foreldrum ađ versla fatnađ á önnur. Leikskólinn var tćki til ađ jafna ađstćđur barna í borginni og ég held ađ hann hafi ađ mörgu leyti gert ţađ vel. Ţetta var fyrir tíma hinna mörgu nýbúa.

Fyrsta skólastigiđ – menntaorđrćđan

Ţegar dagheimilin urđu ađ leikskólum, skilgreindust sem fyrsta skólastigiđ var eins og ţetta hlutverk og kannski öllu heldur hugmyndafrćđi hafi veriđ skilin eftir. Viđ fengum námskrár og menntunarorđrćđan varđ okkar orđrćđa. Starfshćttir okkar á gömlu leikskólunum féll í gleymskunnar dá. En nú má spyrja hurfu ţessi börn viđ formbreytinguna, urđu ađstćđur ţeirra allt í einu gullnar? Auđvitađ ekki, en sýnileikinn minnkađi, ţau féllu inn í hópinn, sum týndust ţar. Hugmyndin um leikskólann sem verkfćri til ađ tryggja félagslegt réttlćti vék fyrir hugmyndinni um menntastofnun.

Međ áherslu á ţađ sem nefnt er velferđ barna í nýjum námskám er veriđ ađ viđurkenna ţetta hlutverk á ný og lyfta ţví á loft.

Stađiđ vörđ um velferđ barna

Nú hef ég haft uppi ýmislegt um ađstćđur leikskólakennara hjá borginni til ađ sinna starfi sínu og ţađ sem mér hefur fundist ákveđin ađför ađ leikskólanum. Ţađ er ekki sanngjarnt ađ fjalla bara um ţađ sem miđur fer en geta ţess ekki sem vel er gert. Um hvađ hefur borgin stađiđ vörđ? Ađ vissu leyti má segja ađ ţau hafi stađiđ vörđ um hiđ félagslega réttlćti. Gjöldin sem foreldrar borga hjá borginni eru međ ţví lćgsta borgađ er. Um ţađ munar. Ţađ eru líka í gangi merkileg verkefni sem snúa ađ samţćttingu skólastiga, ţjónustustofnana og ađila utan borgarkerfisins eins og Landlćknis í Fellahverfi. Ţar sem einmitt er hugađ ađ ţví sem ég vil nefna félagslegt réttlćti. Sjálfri finnst mér ađ hverfi (og ţau eru til) ţar sem ađstćđur eru nokkuđ langt frá ţví sem kalla mćtti normiđ fái veglegri fjárveitingar. Sem dćmi ţarf barn sem á báđa foreldra af erlendum uppruna og er kannski líka frá mjög ólíku málssvćđi meira en klukkutíma á viku í málörvun, ađalmálumhverfi barnsins er í leikskólanum og á ţví mun framtíđarskólagang ţess hérlendis hvíla. Ađ leggja mikiđ í á fyrstu árunum er ţess vegna spurning um skynsemi og félagslegt réttlćti. Viđ vitum ađ ástandiđ er mismunandi á milli leikskóla og viđ ţurfum ađ vinna međ ţađ.

Borgin hefur líka stađiđ vörđ um ţá sem taka samning t.d. Eflingar, ţađ fólk heldur sínu neysluhléi og er vćntanlega betur borgađ en sambćrilegum störfum í öđrum bćjarfélögum. Um ţađ var sátt á sínum tíma. Reyndar var neysluhléiđ ekki tekiđ af leikskólakennurum hjá borginni á sama tíma og hjá öđrum sveitarfélögum. Ţar sem ţađ var gert strax í upphafi kreppunnar.

Ţađ er ađ birta til og gleđilegt merki ţess er ađ borgin hefur bćtt viđ sjötta skipulagsdeginum til ađ gefa leikskólum svigrúm til ađ skipuleggja sig og vćntanlega vinna ađ betra starfi. Vonandi fylgja verkefnastjórastöđur og fleira međ í vetur.

Annađ sem er til fyrirmyndar hjá borginni er ţróunarsjóđurinn sem öll skólastigin geta sótt í. Ţegar hann varđ til á sínum tíma var hann lyftistöng fyrir leikksólastarf og ţar hafa mörg frábćr verkefni litiđ dagsins ljós. Verkefni sem hafa haldiđ orđstý borgarleikskólanna á lofti.

Sumum finnst ég stundum ósanngjörn viđ borgina, ţađ má vel vera. En hinsvegar ţá vann ég ţar lengi var leikskólastjóri á tínda ár og ég er kjósandi ţar. Svo er ég líka í Samfylkingunni og verđ ađ viđurkenna ég er viđkvćmari fyrir gjörđum sem hún kemur ađ en ađrir.


Leikskóli á útsölu

Ţegar veriđ er ađ rćđa leikskólamál heyrist gjarnan hvađ hann sér dýr fyrir samfélagiđ. Ađ sveitarfélög hafi bara ekki kost á ađ gera betur en ţau gera. Í leikskólum hefur hins vegar boriđ viđ ađ fólk sé orđiđ ţreytt á sínum vinnuađstćđum t.d. í nýjum tölum frá RannUng ţar sem m.a. streita á međal leikskólakennara var rannsökuđ. Viđ vitum ađ allir ţurftu ađ herđa ólar eftir hrun líka ţeir sem höfđu ekkert hagnast á góđćrinu og voru bara međ nokkuđ herta ól. En meira ţurfti til.

Alvarleg stađa í Reykjavík

Í Reykjavík var fariđ út í hrađar sameiningar leikskóla og dregiđ úr t.d. afleysingum. Leikskólakennarastéttin fékk ađ heyra hvađ hún hefđi ţađ gott og nú ćtti ađ taka á. Stöđur sem styrktu leikskólann faglega og gáfu oft reyndum og vel menntuđum leikskólakennurum fćri á ađ ţróa sig á sínu sérsviđi (verkefnastjórastöđur) voru lagđar af, ţćr voru bruđl. Neysluhléiđ í Reykjavík var ađ mestu tekiđ af leikskólakennurum. Víđa hefur veriđ erfitt ađ komast í undirbúning á dagvinnutíma. Framlag til yfirvinnu hefur minnkađ, í borginni ríkti um tíma yfirvinnu- og ráđningarbann. Leikskólakennarar njóta ekki lengur forgangs međ börn sín í leikskóla, ţađ merkir ađ ţeir eru lengur heima í foreldraorlofi og eđa ţeir fćra sig til sveitarfélaga ţar sem forgangur ríkir, eins og í Kópavog. Stađa ađstođarleikskólastjóra hefur breyst og víđa ađ ţeim saumađ, ţeim hefur fćkkađ og dregiđ úr starfi ţeirra utan deilda. Allir í leikskólanum hafa hlaupiđ hrađar, sumir vegna ţess ađ ţeir trúđu ţví ađ leikskólinn vćri svona dýr og mikil áţján fyrir skattgreiđendur. Ađ hann vćri lúxsus.

Dýr leikskóli

Allt hefur ţetta veriđ gert til ađ spara vegna ţess ađ leikskólinn er svo dýr fyrir samfélagiđ. En hvađ kemur í ljós. Í nýjum tölum frá borginni kemur í ljós ađ leikskólinn er á ÚTSÖLU. Ađ hver klukkutími í grunnskóla er um 60% dýrari en klukkustund í leikskóla. Ađ hvert leikskólabarn kostar 824 kr. á klukkutímann en hvert grunnskólabarn 1335 kr. á klukkutímann. Ţađ kemur í ljós ađ međ 6- 15 ára börnum eru fleiri stöđugildi en fyrir börn í leikskóla ţar sem börn eru frá 18 mánađa til 5 ára. (Hér ćtla ég ekki ađ fara í klassískan samanburđ á fermetrum fyrir börn í leikskólum og grunnskólum sem eru leikskólanum mjög í óhag). Stundum ţegar rćtt er um mismuna á dreifingu á fjármagni milli leikskóla er boriđ viđ jafnrćđisreglu, hvađ međ jafnrćđi á milli barna á mismunandi aldursskeiđum?

Ţjónustustofnun

Foreldrar kvarta stundum undan ţví ađ leikskólinn sé ekki nógu mikil ţjónustustofnun samt eru starfsdagar ţar eru 235 en í grunnskólanum 180, leikskólinn er opinn 11.1 mánuđi en grunnskólinn 5,76 mánuđi. Hvert barn er 1996 tíma í leikskóla á ári en 998 tíma í grunnskóla. Til ađ skila fullri vinnuskyldu ţarf hver launamađur ađ skila 1800 vinnuskyldustundum og lágmarks orlof er 196 vinnuskyldustundir. 100% vinna og sumarorlof er sambćrilegt međalviđveru BARNS Á ÁRI Í LEIKSKÓLUM. Svo er kvartađ undan skilningsleysi leikskólans viđ foreldra og atvinnulíf. Ţađ er ljóst ađ leikskólakennarar hafa ekki nema brot af undirbúning grunnskólakennara, til ađ undirbúa nćrri tvöţúsund klukkutíma fyrir börn. Starfsađstćđur ţeirra til ađ sinna ţessum undirbúningi er líka mun lakari fyrir utan almennt starfsumhverfi.

Ef ég vćri leikskólakennari í Reykjavík vćri ég öskuill. Nú fer í hönd fjárhagsáćtlanagerđ, vonandi sjá pólitíkusar ađ ţeir hafa höggiđ of lengi og of fast í sama knérum. Leikskólinn er ekki ÚTSÖLUVARA.

Ađ lokum hér er ekki ćtlunin ađ gera lítiđ úr grunnskólanum ađeins ađ benda á samanburđinn og hversu óhagstćđur hann er leikskólanum. Og ţó svo hér sé fjallađ um borgina eru tölur sennilega sambćrilegar fyrir önnur sveitarfélög.

Erindi og glćrur Kristínar Egilsdóttur fjármálastjóra mennta- og frístundasviđs Reykjavíkurborgar.

Svona bjartsýnismoli - ţrátt fyrir ţessar ađstćđur hitti ég dag eftir dag leikskólakennara sem elska starfiđ sitt sem gćtu ekki hugsađ sér ađ gera neitt annađ sem eru skuldbundnir börnunum og faginu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband