Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Torgin eru setustofa okkar borgaranna

Nýlega heimsótti ég borg sem lítur á torgin sem samverustađ borgarbúa, sem sameiginlega setustofu ţeirra. Skipulag torganna styđur ţessa hugsun. Nýjasta torgiđ er t.d. alveg flatt og hćgt ađ breyta ţví í margskonar rými. Ţar sem torgiđ er núna voru fyrir tveimur árum bílastćđi, en í gamla daga var ţarna torg sem iđađi af mannlífi. Ţar er flatur gosbrunnur sem hćgt er ađ stjórna bćđi ljósum og vatni. Ţar sem börn hlaupa og hjóla á heitum dögum inn í bununa. Ţar eru bekkir međ innbyggđri hljómlist, ţar eru útisófasett til ađ setjast niđur og rabba. Ţar eru kaffihús, fólk á gangi, fólk á hjólum. Ţar er margt fólk. Sannarlega eru torgin sameiginleg rými fólksins. Landnemahópur vinnuskólans er frábćrt og jákvćtt framtak sem styđur hugsun sem ţessa. Takk fyrir mig.


mbl.is Grillađ í miđbćnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

„Lektor í bóndabeygju“

Svargrein viđ ritstjórnargrein Morgunblađsins 27 júní.

Ţađ er hlutverk fjölmiđla ađ halda uppi upplýstri og gagnrýninni umrćđu byggđri á stađreyndum og ţekkingu.  Hlutverkiđ er ekki alltaf ţađ ţćgilegasta en ţađ er skylda ţeirra ađ víkja sér ekki undan óţćgindum í stórum málum og smáum og fylgja sannfćringu sinni.  Á laugardag valdi Morgunblađiđ ađ vekja athygli á fréttum um agakafla síđustu útgefinnar námskrár Hjallastefnunnar. Ađkoma  mín ađ málinu var ađ fréttamađur Ríkisútvarpsins hafđi viđ mig samband bađ mig, sem lektor í leikskólafrćđum, um álit á ţví sem ţar stóđ. Ţađ er engin launung ađ ég taldi agakaflann ekki standast nútímahugmyndir um leikskólauppeldi. En ađ sjálfsögđu mega ađrir skilja á ţann veg sem ţeir sjálfir kjósa ţar međ taliđ leiđarahöfundar Morgunblađsins. Hinsvegar er vert ađ benda á ađ eftir ađ  Margrét Pála frétti af umfjöllun í netheimum um námskrána valdi hún sjálf ađ fella ţennan hluta hennar úr gildi og fjarlćgja af netinu. Ég á von á ađ nćsta ritstjórnargrein Morgunblađsins fjalli um ţá einlćgu ósk ţeirra Margrét Pála taki kaflann aftur í gildi og birti á netinu.   

Birtist í Morgunblađinu 29.06 2009.


Öryggi afstöđuleysis

Stundum verđ ég hugsi yfir hvernig fólk notar vald sitt. Mér var nýlega sagt ađ ég vćri áhrifa manneskja í íslenska leikskólaheiminum. Ef rétt er fylgir ţví líka mikil ábyrgđ. En í hverju felst sú ábyrgđ? Felst hún í afstöđuleysi gagnvart málefnum sem snúa ađ innra starfi leikskólanna? Felst hún í  ţví ađ ţegja vegna ţess ađ ţađ er ţćgilegast. Ég vonađi ađ hruniđ haustiđ 2007 hafi kennt okkur ađ til ađ ţróast verđum viđ ađ ţora ađ segja skođanir okkar, láta ekki ţagga niđur í okkur. Leyfa okkur ađ takast á og vera gagnrýnin. En sennilega ţarf meira en kerfishrun til.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband