Leikskólakennarar ţurfa ađ muna ađ setja súrefnisgrímuna á sig

Fćkkun leikskólakennara hjá borginni um 2% er gríđarlega alvarlegt mál fyrir leikskólana ţar. Ţví miđur get ég ekki sagt ađ mér komi ţessar tölur á óvart og er ein ţeirra sem hef bent ađ ţessi ţróun vćri í farvatninu. Ef borgin ćtlar ađ snúa ţróuninni viđ verđur hún ađ vinna í vinnuađstćđum starfsfólks. Fólk sem vinnur viđ vondar ađstćđur ár eftir ár og ţegar á ofan bćtist lítil sem engin nýliđun leikskólakennara á sér stađ, ţađ verđur vonlítiđ í starfi, álagiđ sligar ţađ og starfsfólk verđur auđveldari bráđ allra umgangspesta. Álagskennd veikindi fara líka ađ hrjá ţađ. Bćđi börn og starfsfólk eiga betra skiliđ.

Tölurnar ganga ekki upp - ađgerđa er ţörf

Mér hefur ítrekađ veriđ hugsađ til ţeirra talna sem fjármálastjóri menntasviđs borgarinnar tók saman og ég fjallađi um nýlega. Ţar kemur t.d. í ljós ađ leikskólastjórar ţurfa ađ ađ hafa til starfsfólk fyrir rétt tćpa 2000 tíma fyrir hvert barn á móti tćplega 1000 tímum í grunnskólanum. Tími barnanna hefur aukist á síđustu 8 -10 árum. Ţyngslin hafa orđiđ meiri. Húsćđiđ betur nýtt (ofnýtt), fermetrarnir orđiđ fćrri og á síđustu tveimur árum hefur veriđ hert á starfsmannamálum og t.d. dregiđ úr afleysingum. Ţađ er líka ágćtt ađ hafa í huga ađ í leikskólum kemur ekki inn afleysing fyrir kaffitíma starfsfólks, ţannig er međalbarniđ 8,2 tíma á deildinni sinni en starfsfólk er 7,25 tíma.

Undirbúningstímar ţurfa ađ verđa heilagir 

Í grunnskólum er undirbúningstími kennara heilagur, ţó ţađ vanti fólk í skólavistina ţá hlaupa kennarar ekki til (mér vitanlega) og leysa upp á von og óvon um ađ fá undirbúningstímann sinn ţegar betur stendur á. Ég hef hinsvegar heyrt foreldra í leikskólum kvarta undan fundartíma starfsfólks - yfir ţví ađ fólk fari í undirbúning. Hvort ţađ sé ekki tímasóun og tímaum betur variđ međ börnunum. Ég held ađ ţađ sé nokkuđ algengt ađ ţađ sem víkur fyrst af öllu í flestum leikskólum ţegar stefnir í mannahallćri eru réttindi starfsfólks.

Súrefnisgríman er fyrst sett á fjölskyldur og börn - svo starfsfólkiđ 

Ég er ţeirrar skođunar ađ ţegar ţarfir starfsfólks eru ávallt látnar víkja fyrir ţörfum annarra sé ţađ eins og ađ setja grímuna fyrst á barniđ og svo á sjálfan sig í fluginu. Ef flugiđ fer niđur er sá sem fyrst hugsar um barniđ og svo um sig líklegri til ađ verđa barninu ađ meira ógangi en gangi í reynd. Ef starfsfólk leikskóla fer ekki ađ hugsa um eigin hagsmuni er hćtt viđ ađ ţađ fari eins um ţađ og ţá í reynd leikskólann og börnin sem ţar eru. Leikskólakennarar verđa ađ fara ađ setja súrefnisgrímuna á sig, ţađ gerir ţađ enginn fyrir ţá.

Baráttan stendur vissulega um laun en hún stendur ekki síđur um vinnuađstćđur. Sveitarfélögin verđa ađ fara ađ átt sig á ţví.  

PS. Ţađ er best ađ viđurkenna ađ ég missti mig ađeins á lyklaborđiđ eftir ađ hafa lesiđ um fćkkun leikskólakennara hjá borginni. Mér hefur veriđ bent á ađ uppsagnir hjá borginni hafi ekkert veriđ óeđlilegar, bara fólk ađ skipta um vinnustađi, ég get keypt ţađ, en ţađ er óeđlilegt ađ mikill fjöldi virđast hafa fćrt sig frá borginni. Ţađ eru hljóđ en samtímis ćpandi skilabođ.


mbl.is Lćgra hlutfall leikskólakennara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband