Athyglisverð og áhugaverð vinnubrögð - að virkja mannauð

Frábært verkefni, vona sannarlega að sem flestir atvinnurekendur kynni sér þá hugmyndafræði sem að baki virðist búa. Sannarlega komin tími til að atvinnulífið hætti að horfa á skóla fyrst og fremst sem mögulega geymslustaði svo foreldrar geti sinnt vinnu sinni. Það er í anda þeirrar hugmyndafræði í leikskólamálum að líta svo að í skólum eigi fullorðnir og börn að vera samverkamenn, eigi að deilda saman reynslu og læra saman.

  

Sjálf hef ég staðið fyrir opnum vísindasmiðjum við Háskólann á Akureyri þar sem börn og starfsfólk leikskóla tók þátt í sameiginlegum verkefnum. Þar mátti stundum vart á milli sjá hvort var að læra meira, börnin eða fullorðna fólkið. Ég sé slíkt uppgötunarnám eiga sér stað með foreldrum og börnum. Hvort heldur er á leik - grunn eða framhaldsskólaaldri. Við HA keyrum við þessa hugmyndafræði á sköpun, lýðræði, frelsi og frumkvöðla hugmyndum.  Held að við nýtum of lítið að vinna þverfaglega - þversamfélagslega á þennan hátt.

.

ljós í myrkri

 Að búa til sitt eigið vasalajós.


mbl.is Verkefninu Mannauður hleypt af stokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Sammála, auðvitað! En gaman að sjá þessa fínu mynd af þér!

Valgerður Halldórsdóttir, 26.9.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl takk fyrir, ákvað loks í vor að láta smella af mér mynd á vefsíðuna og starfsmannakortið mitt fyrir norðan og ákvað svo að skella þessu hér inn. Er að reyna að vera aðeins settleg.

Kristín Dýrfjörð, 27.9.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband