Færsluflokkur: Menntun og skóli

Er það trygging fyrir gæðum leikskóla að börnin séu glöð?

Ég hef oft heyrt starfsfólk leikskóla segja að það vinni í anda Dewey. Kenningar hans séu hafðar sem leiðarljós í starfi. Ég efa ekki að það geti verið að hluta til rétt, sérstaklega það sem snýr að reynslu og tilfinningum. En ég hlýt að taka undir með...

Lofsvert framtak

Það er lofsvert framtak hjá Icelandair að veita langveikum börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til að láta drauma rætast. Það er gott að sjá að á tímum efnishyggjunnar skipta okkar minnstu systkini, máli. Að eiga sér drauma er réttur sérhvers manns, að...

Vinátta barna - sjálfstæð börn, einmana börn

Flest börn eiga vini, flest eiga þau sér vini af sama kyni og á svipuðum aldri, en ekki öll, sum börn eiga vini af hinu kyninu og sum börn eiga ekki vini. Sum börn í leikskólum eru einmana. Þetta kom fram í afar áhugaverðum fyrirlestri Fannýjar...

Af dónaskap mínum og frammistöðu fyrrum bogarstjóra í gær

Það var dónaskapur af minni hálfu í gærkveldi að minnast ekki annarra erinda á ráðstefnunni. Sue Dockett sagði okkur frá rannsóknum sínum á meðal barna í Ástralíu. Hún fjallaði m.a. um siðferðileg álitamál rannsókna og meðal þess neikvæð áhrif hennar...

Lasin að flytja fyrirlestur - og skemmtilegar minningar

þá er dagur að kveldi kominn, ég búin að flytja minn fyrirlestur og hlusta á ýmsa aðra mjög svo áhugaverða. Í morgun vaknaði ég með hita og kvef, en ætli það sé með okkur fyrirlesara eins og þá leikara sem ég fetaði í fótspor að; the show must go on....

Komin heim á landið bláa

Komin heim heil, eftir vel heppnaða ferð til Reggio Emilia á Ítalíu. Þar skyldi ég við stóran hóp sem ætlar að vera nokkra daga í viðbót. Á morgun verð ég með hópnum í anda en þá fara þau í mismunandi smiðjur og á fyrirlestra. Sjálf þurfti ég að hraða...

ReMída: Skapandi efnisveita - starf í anda sjálfbærar þróunar

Það eru tvær vikur síðan við opnuðum á skráningar á ReMída ráðstefnuna og þegar eru sumar smiðjur að fyllast . Við sem stöndum að ráðstefnunni (SARE) erum mjög ánægð með skráninguna. En hámarksfjöldi eru 250 þátttakendur. Við teljum að ráðstefna sem...

Söngvakeppni framhaldsskóla og lýðræðisdagur

Á morgun ætla framhaldsskólarnir að takast á í söng og hljómsveitarleik á Akureyri. Sá áðan í Kstljósinu eitt minna "gömlu barna" hita raddböndin. Það er hann Dagur sem er í FÁ, sem eitt sinn var leikskólabarn í Ásborginni. Ekkert breyst drengurinn. Og...

Á 1. árs bloggafmælinu

Ég mundi áðan að í dag er ár síðan ég setti inn fyrstu bloggfærsluna mína. Í tilefni dagsins leit ég á hana og rifjaði í leiðinni upp hversvegna ég fór að blogga. Ég get eiginlega þakkað þáverandi nágranna mínum Agli Helgasyni það. Hann nefnilega hafði...

Hvort er áhugaverðara brúnkugæi eða klárir krakkar?

Einu sinni reyndi ég að selja fjölmiðlamanni á ríkissjónvarpinu þá hugmynd að mæta með myndarvélar í vísindasmiðju sem við settum upp fyrir leikskólabörn í Háskólanum á Akureyri. Sjá öll þau frábæru verkefni sem börn geta tekist á við ef þeim eru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband