Á 1. árs bloggafmćlinu

Ég mundi áđan ađ í dag er ár síđan ég setti inn fyrstu bloggfćrsluna mína. Í tilefni dagsins leit ég á hana og rifjađi í leiđinni upp hversvegna ég fór ađ blogga. Ég get eiginlega ţakkađ ţáverandi nágranna mínum Agli Helgasyni ţađ. Hann nefnilega hafđi helgina áđur veriđ međ viđtal viđ Margréti Pálu, ţar sem fram kom ađ hćgt vćru ađ leysa held ég nćstum öll vandrćđi leikskólakerfisins međ "sjálfstćđum rekstri"  (ţađ sem ég kallađi "einrekstur á opinberum hćkjum" ţegar ég var ung og pínu rótćk). Mér varđ svo mikiđ um ţáttinn og ţađ sem mér fannst vera hreint bull ađ ég varđ einhverstađar ađ láta í ljós álit mitt á honum. Mér fannst skođun mín ekki vera blađagreinar virđi, (hvađ ţá á í miđri hríđ innsendra greina vegna kosninga), en ég vildi samt hafa skođun.

Nýlega las ég ađ áriđ 2003 hafi New York Times gefiđ út ţá yfirlýsingu ađ í dag vćru tvö ofurveldi eftir í heiminum, annađ vćri Bandaríkin hitt vćri "skođun almennings" og ađ Bandaríkin vćru ađ tapa fyrir ţví veldi. Eitt öflugasta tćki ţessa seinna ofurveldis er einmitt bloggiđ, ţar sem flestir (í tilteknum hlutum heimsins reyndar) geta sett fram skođun sína. Ég sem sagt, ţökk sé Agli fyrir ađ hafa bođiđ Margréti Pálu, ákvađ ađ láta mína litlu rödd hljóma í heimi bloggsins.    

 

Kannski er ţađ tímanna tákn ađ nú ári seinna nćstum upp á dag hélt Leikskólaráđ Reykjavíkur opinberan blađamannafund ţar sem lausnir leikskólamála borgarinnar byggja m.a. á auknum einkarekstri og ţađ sem mér ţykir vera fáránlegri ţjónustutryggingu og hvar skyldi fundurinn hafa veriđ haldinn. Í Laufásborg sem er ekki lengur í rekstri borgarinnar heldur fyrirtćkis fyrrnefndrar Margrétar Pálu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband