Komin heim á landið bláa

Komin heim heil, eftir vel heppnaða ferð til Reggio Emilia á Ítalíu. Þar skyldi ég við stóran hóp sem ætlar að vera nokkra daga í viðbót. Á morgun verð ég með hópnum í anda en þá fara þau í mismunandi smiðjur og á fyrirlestra. Sjálf þurfti ég að hraða för minni heim á landið blá því ég ætla að tala á ráðstefnu í Borgarleikshúsinu um Raddir barna. Kannski viðeigandi þar sem Reggio Emilia er sennilega einna þekktust akkúrat fyrir það, ja fyrir utan ostinn parmesano-reggiano sem einmitt rataði í töskuna mína beint úr hinu ítalska kaupfélagi.

Var annars að velta fyrir mér kostum Skype. Nú hafa tveir blaðamenn rætt við mig vegna þessarar ráðstefnu, við annan ræddi ég hér í stofunni en hann sat í austurvegi alla leið í Rússíá, við hinn ræddi ég á hótelherbergi í Reggio Emilia og hann upp í Hádegismóum. Vona svo að heilsan haldi en ég hef verið að fyllast af kvefi og hálsbólgu undanfarna daga.

Erindið mitt ber hið háfleyga heiti: Hvert barn er sinn eigin kór og kannski ég nenni að segja nánar frá því eftir frumflutning, má náttúrulega ekki eyðileggja spennuna fyrir þeim sem hlusta (svona ef þeir skyldu álpast inn á bloggið mitt).

Sé svo að á mánudag er afar áhugavert erindi við Háksólann á Akureyri þar sem Bob Lingard ætlar að fjalla um alþjóðlega strauma í orðræðu um menntun, einkum þá hugmynd að menntun drengja hafi farið hrakandi og hvaða áhrif þetta hefur á réttlátt skólastarf fyrir drengi sem stúlkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverður fyrirlestur. http://www.unak.is/?m=news&f=viewItem&id=365 Hvernig rímar hann við Hjallastefnuna?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband