Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sturlubarnið veltir sér

Við fylgjumst auðvitað spennt með öllu vörðum á þroskaleið Sturlubarnsins. Núna hefur hann unnið það stórkostlega afrek að fara af baki yfir á maga. Hann veltir sér á hliðina, beygir höndina í 90 gráður undir sig og og veltir alla leið. Einbeitingin og...

Sturlubarnið í ungbarnasundi

Það var stórkostleg upplifun að skreppa í Mýrina í Garðabæ og fá að fylgjast með Sturlubarninu í ungbarnasundi. Hann skríkti og hló. Var mjög athugull og passaði að líta reglulega í áttina til ömmu og afa, svona eins og til að tékka á hvort við værum...

Berdreymni

Er til eitthvað sem nefnist berdreymni? Stundum velti ég því fyrir mér, ég er nefnilega ein þeirra sem er stundum óþægilega berdreymin. Kannski er þessi berdreymni það eitt að ég hef í gegn um tíðina lært að túlka slæma fyrirboða. Ástæðan fyrir að ég...

Í minningu Búddu

Í fjölskyldunni hans Lilló eiga allir gælnöfn, að því komst ég fljótlega, pabbinn Lúllú, bræðurnir Onni og Diddó, systirin hefðbundið Rúna og mamma þeirra Búdda. Einhvernvegin dettur manni helst í hug hnellin kerling, en svo var nú aldeilis ekki. Búdda...

Filmubútur

Föðurafi minn var áhugaljósmyndari, þegar hann dó 1976, skildi hann eftir sig dálaglegt safn slidesmynda. Myndirnar og sýningarvélin hans lentu hjá pabba. Um daginn þurfti ég bráðnauðsynlega á slidessýningarvél að halda. Ég mundi að vélin hans afa væri...

Svo er það Sturlubarnið

Þá er komið að fréttapistli vikunnar. Tottenham vann Arsenal í fyrsta sinn í fjölda ára og hér var mikill fögnuður. Sturlubarnið var viðstatt og tók fagnaðarlátunum af mikilli stillingu. Hann gladdist líka með okkur í kvöld yfir handboltaliðinu, sem eru...

Rota jólin

Tæmum glös og gleðjum lund þó gusti um norðurpólinn. Það er vani að vaka stund við að „rota“ jólin. (Stefán Stefánsson frá Móskógum á Bökkum) Þessi vísa er eftir Skagfirðing nokkurn sem lýsir þar þeim sið að rota jólin á Þrettándanum. Það...

Áramót

Áramót eru alltaf sérkennilegur tími. Við þau eru bundnar væntingar um betra líf en samtímis gefa þau okkur færi á að líta til baka.Sumir strengja jafnvel heit um betri lífshætti. Áramótin okkar hér í Miðstrætinu eru blendin vegna þeirra atburða sem við...

Eitt hænufet á dag

Við höfum átt róleg og góð jól hér í Miðstrætinu, vorum 7 í mat á aðfangadag (Sturlubarnið meðtalið)og gekk það allt eins og það á að ganga. Opnuðum hurð út í garð og hlustuðum á kirkjuklukkur Dómkirkjunnar hringja inn jólin, á meðan suðan kom upp á...

Pottarnir í fjölskyldunni, matarstand og silfrað jólatré

Jólaundirbúningur gengur nokkuð vel. Búin að kaupa jólagjafir og mat. Við Lilló fórum í garðinn í dag og gerðum fínt á leiðinu hans Sturlu og afanna beggja sem hann hvílir á milli. það var mikið af fólki í garðinum og allir spjölluðu við alla. Ég er enn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband