Svo er það Sturlubarnið

Þá er komið að fréttapistli vikunnar. Tottenham vann Arsenal í fyrsta sinn í fjölda ára og hér var mikill fögnuður. Sturlubarnið var viðstatt og tók fagnaðarlátunum af mikilli stillingu. Hann gladdist líka með okkur í kvöld yfir handboltaliðinu, sem eru auðvitað strákarnir okkar núna. Hann heillaði líka vinkonur ömmu sinnar upp úr skónum með brosi og hlátri alveg þangað til að hann fór að háskæla með skeifu og allt, sýndi af mikilli snilld hvað lungun eru kraftmikil. Og þá gátu þrír leikskólakennarar sem eru allar líka ömmur ekkert gert til að hugga.      

 

elsku afi
 Sturlubarnið er að verða 4ra mánaða, hann fór í sína fyrstu gönguferð í vagninum daginn sem Tjarnarkvartettinn myndaði meirihluta í borginni. Fór þá á sinn fyrsta blaðamannafund. Við samfylkingarfólk glöddumst yfir stjórnarskiptum í borginni þá. Ég hef nú ekki séð eða skynjað jafn almenna gleði hjá sjálfstæðisfólki nú. Enda erfitt þegar margir virðast sammála Jóhanni Haukssyni blaðamanni sem líkti Sjálfstæðiflokknum í borginni við dópdílera á skólavelli. Þeir reyna við alla og ná svo venjulega þeim sem eru ekki sterkastir á svellinu. Ekki fleiri orð um það í bili. 

 

í munninn
Ástæðan fyrir að ég fór að ræða um borgina er þetta með fyrstu vagnaferð Sturlubarnsins. Mér finnst líka eins og ég hafi alltaf þekkt Sturlubarnið. Samt er hann rétt þremur vikum eldri en fráfarandi meirihluti. Og hann er búinn að læra og gera svo ótal margt á þessum tíma. Halda höfði, uppgötva á sér hendur og tær, læra að velta sér á milli hliða og af maga yfir á bak, hjala, halda athygli, hann er byrjaður í ungbarnasundi, búinn að fá RS og á leiðinni til útlanda í fyrsta sinn, búinn að fá sinn eigin passa. Hann er búin að lengjast um 16 sentímetra og meira en tvöfalda fæðingarþyngd sína. Honum finnst gaman þegar afi spilar á úkulele og sílafón. Og líka þegar amma er að reyna ýmis óhefðbundin leikföng með honum. Tóm tveggja lítra flaska með litríku sellófani innan í, er ótrúlega áhugaverð og æfir líka grip og samhæfingu handa og fóta. Það er nefnilega gott að krækja tánum utan um hana, auðveldar að stýra henni að munninum. En eitt aðalrannsóknartæki Sturlubarnsins er einmitt munnurinn. Sturlubarnið er líka með sitt eigið skap, miklu meira en pabbinn og mamman geta státað af, segja þau. Hann getur grenjað eins og ljón og hlegið innilega og er bara æðislegur.

 

á maga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ,flottur er hann Sturla , alveg yndislegur, og amma og afi örugglega montinn, ég á eina yndisleg sonardóttur Sylvía Rán Ólafsdóttir og verður hún 2ja ára á morgun ,hún er á leikskólanum holtaborg og er bara ánægð, svolítið langt frá ömmu sigló, en svona er nú það  bestu kveðjur frá Biddý siglófrænku

Brynhildur Baldursdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl Biddý, gaman að sjá þig, svona er nú frændsemin mikill, ég vissi ekki að þú værir orðin, amma á Sigló. Tekin við af ömmu á Sigló.  Og litla daman á svo afmæli á morgun. Hjartanlega til hamingju með það.

Kristín Dýrfjörð, 4.2.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband