Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Amma og Sturlubarn saman í sundi

Í gær fékk amman að fara ofan í laugina með Sturlubarninu. þetta var alveg einstök upplifun þó að amman hafi stundum haft á orði að þetta væri ill meðferð á börnum. En Sturlubarninu virtist líka vel þessi illa meðferð og hló bara en saup líka stundum...

Amma fór til útlanda og Sturlubarnið að skríða á maga

Á fyrstu mánuðum hver barns skiptir hver dagur máli fyrir þroskann, því er hægt að koma ömmum sem skreppa til útlanda í nokkra daga verulega á óvart. Fyrir rúmri viku náði Sturlubarnið þeim áfanga að fara að sitja alveg sjálfur. Heimurinn breytti um...

Vorverkin - ég er farin að hlakka til þeirra

Nú fer sá tími í hönd sem krefst nærveru í garðinum. Þegar vorlaukar fara að skjóta upp kollinum og blómstra. Hjá okkur hafa það löngum verið krókusar og vetrargosar sem fyrstir blómgast, núna eru það litlir hvítir dropar (laukar sem ég setti niður í...

Sturlubarnið elskar að fara í feluleik og við að leika við hann

Margir telja það að fara í feluleik ( pík a bú) við ungabörn einn mikilvægasta leik sem leikinn er. Hann gegni lykilhlutverki í þróun hugmynda barna um að hlutir séu til þó þeir sjáist ekki. Sturlubarnið elskar að fara í feluleik. Hvar er Sturla? Þarna...

Sturlubarnið í kafsundi

Sturlubarnið hefur ástundað ungbarnasund af miklum móð, kvef og nefrennsli eru ekki látin stoppa sundferðir kappans. Foreldrarnir segja að um leið og hann er borinn inn í sundlaugina byrji hann að iða og brosa. Þegar við fylgdumst með fyrir rúmum mánuði,...

Hugrekki til að mæta því óvænta

Ég hef verið að velta fyrir mér mikilvægi þess að vera hugrökk og muninum á því og því að þora. Hér áður sungu konur; já ég þori, get og vil. Stundum í lífinu stendur maður á krossgötum, verður eins og Lísa í Undarlandi að ákveða hvert skal halda, í...

Tæknivesen, vesen, vesen og mánudagseintök af tölvum

Missti af fluginu mínu heim, tók einni vél seinna en ég fyrirhugaði. Minna eftir af kvöldinu en ég ætlaði og líka minni tími til að láta hluti fara úrskeiðis. Nema þá gengur auðvitað allt á afturfótunum. Ég er búin að vera í eintómu tækniveseni í kvöld,...

Eru Bubbi og Birgir kellingar eða leikskólabörn? - betra ef svo væri

Ég lá og mókti í bæli mínu hér á KEA með sjónvarpið á heyri ég ekki allt í einu umfjöllun um slag kóngsins Bubba við unga gagnrýnendur, sem virða ekki stærð og mikilleika kóngsins nóg að hans mati. Inn í draumaheiminn smaug orð og orð, það sem "slóg" mig...

Ömmuleikur

Í vikunni fékk ég fékk að vera í ömmuleik. Sturlubarnið kom í aleitt í heimsókn og amma fékk að labba með hann upp og niður Laugaveg, skreppa á kaffihús, labba út í háskóla og til baka. Hann átti reyndar að sofa, en var svo áhugasamur um umhverfið,...

Það eru ekki bara smáfuglar heldur líka litlar hagamýs sem þarf að gefa

Ég skrapp í foreldrahús í dag, þar bar helst til frétta að hagamýsnar í garðinum eru að verða matarlausar. Í snjónum sjást agnarsmá spor eftir litlar mýs sem hætta sér úr holum í matarleit. Pabbi og bræðrasynir mínir eru því í önnum þessa daga að bera í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband