Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sprungin blaðra

Ég er eins og sprungin blaðra. Held að margir kennarar séu í sömu sporum á þessum árstíma, kapphlaup við tímann um að klára að fara yfir, semja próf, skrifa fyrirlestra, greinar og svo er ég að fara að kenna á sumarönn. Kennsluáætlun og hvað eina...

Mamma og Kvöldskóli Kópavogs

Kvöldskólinn í Kópavogi var með sýningu í dag á afurðum vetrarins. Við Lilló skruppum á sýninguna. Mamma er búin að vera þar á málaranámskeiði í vetur og hennar myndir voru á meðal þess sem sýnt var. Mamma hefur sérstök tengsl við Kvöldskólann í...

Smákrimminn á loftinu

Í miðbænum býr alla vega fólk, sennilega mesta þversnið samfélagsins sem hægt er að finna á einum bletti. Hér búa námsmenn, ung hjón, barnafólk, börn, roskið fólk og aldrað, hér býr miðaldrafólk, hér býr ríkt fólk og hér býr fátækt fólk, samkynhneigt og...

Fyrsta kröfuganga Sturlubarnsins

Okkur fannst ómögulegt annað en að byrja hið pólitíska uppeldi Sturlubarnsins við fyrsta tækifæri. Hann fékk því að verja deginum með afa og ömmu í kröfugöngu og 1. maí kaffi. Afi hringdi í Palli hinum megin og spurði hvort hann og Liv ætluðu ekki með...

Átak sem leiddi til kaffihúsasetu og aukinnar þekkingar á málefnum eldri borgara

Ég er í átaki, sem felst í því að skreppa alla vega einu sinni á dag út úr húsi. Það getur nefnilega verið hættulegt að vinna alltaf heima. Heimili, vinnan, frítíminn, og það heila verður að einum graut. Núna ákvað ég að skunda einn hring í kringum...

Fyrirgefðu, fyrirgefðu sagði innbrotsþjófurinn, haltu bara áfram að sofa

Það finnst ekki öllum það sama kómískt, en innbrotsþjófur sem afsakar sig og segir manni að halda áfram að sofa er samt soldið kómískur. Rétt fyrir klukkan 6 í morgun heyri ég að það er tekið í handfangið á hurðinni í svefnherberginu mínu, hurð sem snýr...

Sturlubarnið rannsakar dýraríkið

Á laugardag kom Sturlubarnið í þessu líka fallega vorveðri í foreldralausa heimsókn. Afinn og amman ákváðu að nota tækifærið og mennta Sturlubarnið aðeins í dýrafræði. Fyrst var farið út í garð og kisan Snati heimsótt. Snati er nú reyndar þeirrar náttúru...

Ný frænka

Í morgun eignaðist ég litla frænku, oggu litla spons sem heilsast vel og mömmunni líka. Með þessari litlu spons lagast aðeins hlutfall stúlkna á móti drengja í afkomendadeild foreldra minna. Við erum 6 systkinin, þrjár stelpur og þrír strákar og við...

Að syngja með Sturlubarni

Undanfarið hefur amma leikskólakennari verið að rifja upp einföld barnalög sem höfða til 6 mánaða Sturlubarnsins til að syngja með honum. Síðustu mánuði hafa þau sungið "Ég heyri þrumur" með heimatilbúinni hreyfiútfærslu sem höfðar til 4-6 mánaða,...

Tæknilegósnillingurinn frændi minn

Lítill frændi minn hringdi í okkur í gær og bauð okkur í 9 ára afmælið sitt í dag. Hann heitir Ólíver Goði og er snillingur í höndunum. Hann fékk ýmsar gerðir að tækni-legói í afmælisgjöf og allt var það sett saman eftir flóknustu vinnuteikningum með det...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband