Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

þrefallt afmæli - húrra húrra húrra

Ég var að koma úr þreföldu afmæli systkina minna og mágkonu og er nú runninn upp minn eigin afmælisdagur. Afmælið hjá hinum var flott, góður matur, skemmtilegt fólk og góð skemmtiatriði. Þau voru nú aðallega í formi söngs og hljóðfæraleiks annarra...

Valdgreining Sturlubarnsins

Eitt af því sem er talið aðalsmerki góðra ritgerða er að þær séu bæði greinandi og frumlegar. Eftir að hafa fylgst með litla Sturlubarninu okkar undafarna mánuði sé ég hvað greinandi hugsun kemur snemma fram hjá börnum. Þau skoða, vega og meta kosti...

Origami, grill og skírn í góðu veðri

Í dag fékk ég tölvupóst frá vinkonu sem spurði sí svona hvort ég væri veik? Ég hef ekki séð þig á blogginu óralengi. Reyndar skal játast að ég er búin að vera með hálsbólgu, hita og ljótan hósta en aðalástæða fjarveru minnar frá tölvunni og blogginu eru...

Þar sem gleðin býr

Það gott að vera þar sem gleðin býr, þar sem gerast sögur og ævintýr, svona er veröldin okkar sem laðar og lokkar, svo ljúf og hýr. Gleðilega þjóðhátíð

Systa afmælisbarn og fyrsta gisting Sturlubarnsins

Á föstudag fékk ég það ánægjulega hlutverk að elda súpu ofan í stóra veislu, átti að elda fyrir 90 og það gerði ég í stærsta risasúpupotti stórfjölskyldunnar. Súpan var fyrir fimmtugsafmæli góðrar vinkonu minnar hennar Systu. Systa hafði annars séð um...

Sturlubarnið elskar ís alveg frá fyrsta smakki

Í gær 11. júní hefði tengdapabbi minn orðið 88 ára. Hann var annálaður "barnaspillir", ef eitthvað var hægt að láta eftir börnum þá var hann fyrstur manna til. Þegar við ung komum í heimsókn með Trausta til afa, sá Trausti okkur ekki. Armur afa var stór...

Sturlubarnið hefur skap

Sturlubarn hefur tekið stórstígum framförum frá því að við fórum til útlanda. Hann er farinn að standa upp með öllu og ganga með, hann kann nú orðið að detta á rassinn, að krjúpa og skríða á fjórum fótum. Svo kann hann að koma sér af fjórum í sitjandi...

Ég játa á mig eina af dauðasyndunum - afbrýðisemi

Síðust vikur hef ég verið svolítið abbó, í Þingholtsstræti eru nefnilega nokkrir garðar öðrum görðum flottari og í einum þeirra þar eru kirsuberjatré í blóma. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að á Íslandi ættu eftir að snjóa bleikum og hvítum...

Sól og blíða norðan heiða

Sit hér sveitt við yfirferð verkefna, úti er sól og blíða, sannarlega komið vor hér á Akureyri (alla vega í bili). Ég var pínu sorry þegar ég fór að heiman í morgun´. Í haust setti ég niður vel á annað hundrað túlípana í garðinn okkar. Þeir voru við það...

Markmiðsetning Sturlubarnsins

Sturlubarnið kom með foreldrum sínum í heimsókn til að horfa á síðustu umferðina í enska boltanum. Þar sem Sturlubarnið og amma hafa engan sérstakan áhuga á boltanum fórum við fram í stofu. Sturlubarnið notar hvert tækifæri til þess að æfa sig í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband