Amma fór til útlanda og Sturlubarnið að skríða á maga

Á fyrstu mánuðum hver barns skiptir hver dagur máli fyrir þroskann, því er hægt að koma ömmum sem skreppa til útlanda í nokkra daga verulega á óvart. Fyrir rúmri viku náði Sturlubarnið þeim áfanga að fara að sitja alveg sjálfur. Heimurinn breytti um ásjónu við það. Og meðan amma var að funda í Stokkhólmi náði hann þeim áfanga að uppgötva hvernig maður getur beitt kroppnum til að færa sig úr stað, til að skríða á maganum. Núna sér Sturlubarnið útundan sér áhugaverðan hlut og leggur af stað til að ná í hann. Amman þarf allt í einu að fara að huga að öryggi Sturlubarnsins á nýjan hátt, að ekkert smálegt verði eftir á gólfum.  

Amman stundi hátt í dag og sagði að nú þyrfti hún og afi að fara að skúra gólfin oftar. Það skal fúslega viðurkennt að ömmu finnst það ekkert sérstaklega skemmtilegt.

Annars eru amma og afi náttúrlega mjög hreykinn af piltinum og amma sýndi sumum vinum sínum í útlandinu valið 40 sekúndna myndband af Sturlubarninu að leika sér með óhefðbundið leikfang sem amma útbjó þegar hann var tveggja mánaða og sagði frá leik hennar og Sturlubarnsins með annað óhefðbundið leikfang. Einhver gerði létt grín af ömmu og spurði hvort að á næstu ráðstefnu hún gæti ekki bara að kynnt verkefnið: amma og Sturlubarnið. 

Um hreyfiþroska barna má lesa og sjá hér og hér og hér og hér (vídeó)

En það þarf líka að muna að hvert barn er sérstakt og hvenær barn er tilbúið líkamlega og andlega til að ná tökum á mismunandi þáttum er einstaklingsbundið, sum börn fara að ganga 9-11 mánaða á meðan önnur gera það 14-16 mánaða, bæði er eðlilegt. Annar sonur okkar fór t.d. að ganga 9 mánaða en hinn 14 mánaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband