Bakgarðar, gamlir hippar og læðan Snati

Þegar ég flutti í götuna mína fyrir rúmum tuttugu árum bjuggu hér enn eftirlegukindur hippaáranna. Gatan mín var einhver sú niðurníddasta í allri Reykjavík. Á hverju ári fengum við miða frá fegrunardeild borgarinnar sem lagði til að fólk færi að huga að bárujárni húsa sinna. Skvetta smá málningu hér og þar. Ég held ég hafi átti heima í ryðgaðasta húsinu í bænum.

Fólkið í kring um okkur fannst við léttrugluð að vilja búa í sjáfum miðbænum, með börn. Svona nærri öllum sollnum og látunum.  Þetta var líka fyrir lengdan opnunartíma veitingastaða, þegar öllum var hleyp úr réttinni klukkan þrjú og drukkið fólk (úr úthverfunum auðvitað) ráfaði illa klætt um miðbæinn í leit að bíl. Á þessum árum, vorum við einmitt oft vakin af skemmtanaglöðum vinum og ættingjum sem þurftu skjól. Svo breyttist borgin og vinir og ættingjar urðu settlegt fjölskyldufólk sem fór ekki jafn oft í bæinn.

Í götunni bjó áður 68 kynslóðin, eftirlegur hippatímans, fólk sem hafði hugsjónir, líka um bakgarða. Einhvertíma á þessum árum höfðu öll grindverk milli garða verið rifin niður. Hér var stór  bakgarður næstum eins og maður sér í London. Þar sem á bak við húsaraðir er stór og flottur sameiginlegur garður. Eins og enn má finna í gömlu verkamannabústöðunum á Hringbraut. Okkar var bara pínu, pínu trylltari.

  

En svo varð gatan okkar og göturnar í kring vinsælar, verðið á íbúðunum hækkaði, það fór að glitta í nýtt og nýmálað bárujárn. Á sama tíma voru sett niður limgerði, og reistar tveggja metra skjólgirðingar. Núna á hvert hús sinn blett, núna er ekkert flæði á milli húsanna. Núna heyrum við bara í garðsláttuvélum og finnum lykt af grilli. Núna eru allir út af fyrir sig, núna er allt einka. Í fyrra enduðum við eins og allir hinir, strákarnir í húsinu mínu, smíðuðu pall, með skjólgirðingu og ég gaf eftir blómabeð. Núna erum við eins og allir hinir. Nema hjá okkur er eina flaggstöngin í götunni og hingað kemur læðan Snati í heimsókn.

snati
Snati og Dimmalimm á skjólgirðingu
.

 

"damage control "

If it looks like shit,

it smells like shit,

it probably is shit

segir einhverstaðar


mbl.is Guðjón Ólafur: „Umfjöllun má ekki einkennast af dylgjum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"fyllibyttuhúsið"

Ég gladdist við að lesa grein í Mogganum í gær eftir pjakk úr götunni minni, hann Bolla Thoroddsen. Þar ræddi hann reynslu sína af að alast upp nánast í næsta húsi við gistiskýlið í Þingholtsstræti. Húsið sem hann og krakkarnir í hverfinu kölluðu fyllibyttuhúsið. En ekki í illsku.

Húsið í Þingholtsstræti og fólkið sem þar átti sinn næturstað var hluti af æsku þeirra og umhverfi. Sem er enn hluti af því umhverfi sem ég bý í og hef gert í tvo áratugi.  

Sonur minn upptvötaði hversu mikið öðruvísi Reykjavík hann var alin upp við þegar hann vann hjá ÍTR og þau fóru með krakkana úr úthverfunum niður í bæ - og hann sá þau börn upplifa í fyrsta sinn það sem var hluti af uppvexti hans. Hluti af því hlutskipti sem sumir búa við og við ræddum hér heima.   

Á endanum vil ég taka undir með Bolla hér höfum við aldrei orðið fyrir ónæði, því miður er staðreynd að það er fólk á götunni. Af ýmsum ástæðum sem samfélagið getur ekki alltaf ráðið við. En við getum eftir aðstæðum búið þessu fólki mannsæmandi athvarf.  Takk Bolli

 

Ps. Ræddi aðeins við son minn áðan og hann sagði, mamma það var einn galli á Farsótt (gistiheimilið gekk líka undir því nafni), þeir máttu ekki koma þar undir áhrifum en ef það var kalt þá brutu þeir smá af sér. Ég man sérstaklega eftir einum, sagði hann, algjör ljúflingur en hann gerði þetta oft. braut rúðu eða eitthvað og settist svo bara og beið eftir löggunni. Syni mínum finnst að Farsótt eigi að taka við fólki undir áhrifum.   

 

Af mbl.is 

Tækifæri íbúa við Njálsgötu

Bolli Thoroddsen skrifar um mótmæli íbúa Njálsgötu við staðsetningu heimilis fyrir heimilislausa

Bolli Thoroddsen
Bolli Thoroddsen
Bolli Thoroddsen skrifar um mótmæli íbúa Njálsgötu við staðsetningu heimilis fyrir heimilislausa: "Hér er tækifæri til að gera þjóðfélag okkar betra og líf tíu einstaklinga bærilegra."


ÍBÚAR við neðri hluta Njálsgötu safna nú undirskriftum til að mótmæla staðsetningu heimilis fyrir tíu heimilislausa við götuna. Heimili þar sem þeim verður gefið tækifæri til að eiga tryggan samastað í stað götunnar. Stað þar sem þeir, eins og við hin sem lánsamari erum, geta tekið á móti vinum og fjölskyldu, haft sín föt, sínar litlu eigur. Með öðrum orðum lifað með þeirri reisn sem mögulegt er við þeirra erfiðu aðstæður og vonandi náð sér út úr þeim m.a. með þessum stuðningi Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytis.

 

Áhyggjur íbúa við Njálsgötu

Íbúarnir hafa áhyggjur af hverfinu sínu og slíkar áhyggjur eru skiljanlegar, en ekki endilega réttmætar. Sjálfur ólst ég upp nánast við hlið gistiheimilis fyrir heimilislausa sem stendur við Þingholtsstræti. Gistiheimili fyrir þá allra verst settu í Reykjavík. Þetta hafði engin áhrif á okkar hverfi eða okkar götu. Öðru nær, við krakkarnir fengum þarna leiksvæði, lékum okkur í stórum garði hússins, sem var án girðingar. Við sáum þá sem þarna gistu þegar þeir komu á kvöldin og þegar þeir fóru til síns "heima", út á götuna aftur á morgnana. Aldrei í þau 15 ár sem ég bjó þarna varð ég var við nokkur óþægindi önnur en þau að það var sárt að sjá fólk sem hvergi átti heima. Fasteignaverð í nágrenni heimilisins við Þingholtsstræti er eitt það hæsta í Reykjavík og hverfið er mjög eftirsótt, einkum af ungu fólki.

 

Ef þetta væri faðir þinn eða bróðir?

Ég skora á þá sem nú mótmæla að setja sig í spor þessara manna og þeirra nánustu. Væri það ekki þá þeirra einlæg ósk að þeir ættu sér annan samastað en götuna? Ég skora á íbúana að styðja Reykjavíkurborg og formann velferðarráðs Jórunni Frímannsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þeirri viðleitni að skapa heimilislausum í Reykjavík mannsæmandi aðstæður.

 

Gefið heimilislausum tækifæri

Áður hafa komið upp mótmæli og ótti íbúa við hliðstæðar aðstæður í öðrum hverfum borgarinnar. Ótti sem síðan reyndist ástæðulaus og sátt ríkir í dag. Ég skora á íbúa við Njálsgötu að gefa þessum tíu karlmönnum þetta tækifæri. Nýta þetta atvik til að kenna börnum sínum mikilvægi samhjálpar í stað þess e.t.v. að hræða þau. Ég minnist þess ekki að hafa séð fréttir af því að heimilislausir áreittu börn. Reykjavíkurborg rekur fleiri heimili fyrir heimilislausa, sem hafa gefið góða raun. Það er mín einlæg skoðun að enginn í okkar þjóðfélagi eigi að vera heimilislaus. Þetta er lítið skref í þá átt. Ykkar framlag skiptir þar miklu og gefur öðrum gott fordæmi.

Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.


"Vilja hvít barnaheimili í Svíþjóð"- hvað er að fólki

Apatheid í Svíþjóð? Er fólki ekki sjálfrátt? Er ártalið ekki 2007?  Þetta er svo grátleg frétt að það er nærri ekki hægt að fjalla um hana. Trúi því bara að hið opinbera hafi vit fyrir fólki, fái hvorki starfsleyfi eða opinbera styrki. Hér er verið að brjóta grundvallarmannréttindi.  

af vísi.is

Flokkur þjóðernissinna í Svíþjóð vill stofna barnaheimili fyrir innfædd hvít börn. Ætlunin er að fyrsta barnaheimilið verði opnað í Uppsölum, á næsta ári. Vávra Suk, formaður flokksins segir að fólk eigi að eiga þess kost að ala börn sín upp í vestrænni menningu.

Vávra Suk, kom sjálf til Svíþjóðar frá Tékklandi, þegar hún var átta ára gömul. Hún segir í samtali við sænska Aftonbladet að á venjulegum barnaheimilum séu börn frá mismunandi menningarheimum. Það telji þjóðernissinnar ranga stefnu.

Hugmyndin um hvítu barnaheimilin er liður í nýrri herferð flokksins, í Uppsölum. Vávra Suk segir að fyrsta kastið að minnsta kosti muni foreldrarnir sjálfir reka fyrsta heimilið.


Tryggingar og fjárhagsleg staða foreldra

Þegar ég þekkti til innan borgarkerfisins þá var það svo að Borgin tryggði ekki, vegna þess einfaldlega að hún er borgunarmaður og iðgjöld af tryggingum á ársgrundvelli eru mun hærri fyrir allar hennar stofnanir en mögulega bótaskylda. Sbr. heitavatnið á Vitastíg. Ég vænti þess að viðkomandi leiksóli sé rekinn af borginni. Minni bæjarfélög og einkaskólar hafa valið þá leið að tryggja sín börn hjá vátryggingarfélögum.  

 

Verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja hvernig stendur á að barn sem er í leikskóla sér ábyrgt fyrir fjárhagslegu tjóni sem það veldur. Því í raun er verið að halda því fram. Auðvitað eru foreldrar alltaf ábyrgir fyrir börnum sínum en ég hefði nú talið að starfsfólk sé ábyrgt þann tíma sem barnið er í þeirra umsjá.

 Sjálf lenti ég í svona steinamáli þegar ég var leikskólastjóri, þetta þarf ekki að taka nokkra stund. Eða vera áberandi. Það er t.d. rosalega skemmtilegt að athuga hvað maður getur skotið mölinni langt með skóflunum (svona eins og teygjubyssa). Mín börn brutu glugga, sem við buðumst til að borga en var afþakkað.     

Ég hef aldrei heyrt þess getið að fjárhagur foreldra skipi börnum á grátt svæði varðandi aðstoð.  Held það sé í fyrsta lagi greiningar sem ráða hver fær aðstoðina. Hitt er alveg ljóst að það hefur verulega dregið úr stuðning við þá sem búa við minniháttar skerðingar eða þroskafrávik. Í mína tíð var stundum stuðningur við börn eða deildina vegna félagslegrar stöðu og tilfinningaerfiðleika, en það eru sennilega ein 12 ár síðan sá flokkur datt út. Veit að það er til aukaflokkur til að sækja tímabundið í vegna erfiðleika á deild en líka að í hann er veitt lítið fé.

 Ég veit hins vegar dæmi þess að foreldrar hafi greitt fyrir umfram stuðning eða sérkennslu inn í leikskólum. Þá fékk barnið reyndar alla þá sérkennslu sem hægt var að fá með lögum. En þar sem barnið var í mjög sérstöku prógrammi sem krafðist þess að tveir starfsmenn sinntu því samtímis völdu foreldrar að borga fyrir seinni starfsmanninn. Þetta var auðvitað á mjög gráu svæði.  

PS. Auvitað á leikskólinn að geta mætt þörfum allra barna en því miður hefur hann stundum ekki fjárhagslegt bolmagn til.  

 


mbl.is Ósátt við dagvistina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túrverkir og megrun - einstaka fæðingar um það má ræða

Í gær skellti ég mér með í fámennið sem gekk undir fána Kenndarsambandsins.  “Jæja, hvað er rætt um pólitík á kaffistofunni?”, spurði ég leikskólakennara í göngunni. “Ekkert”, sagði hún. “Ekkert” hváði ég “nei, Það er bannað að ræða pólitík og kjaramál á kaffistofunni”.

Og furðar einhvern að fámennt hafi verið undir kennarafánanum.  

Hvaða kallavinnustaður mundi láta bjóða sér slíkt bann. Samkvæmt þessu má bara ræða túrverki, fæðingar, mataruppskriftir, megrun og partý. Ég vona innilega að það séu fáir leikskólar svona ólýðræðislegir.


Bræðrabönd

Sé að sjálfstæðismönnum og líka framsókn svíður undan Skúla. Vitna í Geir –  sem á að hafa neitað – ég heyrði ekki betur en hann segði, að svo stöddu. Að svo stöddu þýðir, seinna. Hvenær þetta seinna er, það er annað mál. Glitnir á hlut í Geysir Green Energy með Fl group og fleirum. Til þess að vinna að hlut bankans í endurnýtanlegri orku réð bankinn til sín Árna Magnússon, fyrrum félagsmálaráðherra "sem gat ekki sleppt þessu gullna tækifæri sem barst honum upp í hendur" og nú er bróðir hans Páll orðin stjórnarformaður Landsvirkjunar. Þarf fleiri vitna við. Búið að tryggja helmingaskiptin einu sinnu enn.

úr viðtali við Árna - komin i fang bankans.   

Sunnudaginn 12. mars, 2006 - Innlent - greinar

Að sjá daginn verða til – viðtal við Árna Magnússon fyrrum ráðherra

Óábyrgt að horfa ekki til framtíðar í nýtingu jarðhita og vatnsorku

Íslendingar eiga mikla auðlind sem er jarðhiti og vatnsorka og mikilvægt er að nýta með skynsamlegum hætti og á réttum tíma. Í mínum huga væri óábyrgt að horfa ekki til framtíðar með nýtingu þessarar auðlindar. Samfélag í örum vexti þarf sífellt á nýjum tækifærum að halda og þau verða ekki til á einni nóttu.

... Allir vita þó að tilteknir aðilar hafa náð meiri árangri en aðrir og eru orðnir moldríkir - en er það nýtt? Má ekki sjá svipaða þróun þegar litið er dálítið aftur í tímann?

 

 
mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband