Tryggingar og fjárhagsleg staða foreldra

Þegar ég þekkti til innan borgarkerfisins þá var það svo að Borgin tryggði ekki, vegna þess einfaldlega að hún er borgunarmaður og iðgjöld af tryggingum á ársgrundvelli eru mun hærri fyrir allar hennar stofnanir en mögulega bótaskylda. Sbr. heitavatnið á Vitastíg. Ég vænti þess að viðkomandi leiksóli sé rekinn af borginni. Minni bæjarfélög og einkaskólar hafa valið þá leið að tryggja sín börn hjá vátryggingarfélögum.  

 

Verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja hvernig stendur á að barn sem er í leikskóla sér ábyrgt fyrir fjárhagslegu tjóni sem það veldur. Því í raun er verið að halda því fram. Auðvitað eru foreldrar alltaf ábyrgir fyrir börnum sínum en ég hefði nú talið að starfsfólk sé ábyrgt þann tíma sem barnið er í þeirra umsjá.

 Sjálf lenti ég í svona steinamáli þegar ég var leikskólastjóri, þetta þarf ekki að taka nokkra stund. Eða vera áberandi. Það er t.d. rosalega skemmtilegt að athuga hvað maður getur skotið mölinni langt með skóflunum (svona eins og teygjubyssa). Mín börn brutu glugga, sem við buðumst til að borga en var afþakkað.     

Ég hef aldrei heyrt þess getið að fjárhagur foreldra skipi börnum á grátt svæði varðandi aðstoð.  Held það sé í fyrsta lagi greiningar sem ráða hver fær aðstoðina. Hitt er alveg ljóst að það hefur verulega dregið úr stuðning við þá sem búa við minniháttar skerðingar eða þroskafrávik. Í mína tíð var stundum stuðningur við börn eða deildina vegna félagslegrar stöðu og tilfinningaerfiðleika, en það eru sennilega ein 12 ár síðan sá flokkur datt út. Veit að það er til aukaflokkur til að sækja tímabundið í vegna erfiðleika á deild en líka að í hann er veitt lítið fé.

 Ég veit hins vegar dæmi þess að foreldrar hafi greitt fyrir umfram stuðning eða sérkennslu inn í leikskólum. Þá fékk barnið reyndar alla þá sérkennslu sem hægt var að fá með lögum. En þar sem barnið var í mjög sérstöku prógrammi sem krafðist þess að tveir starfsmenn sinntu því samtímis völdu foreldrar að borga fyrir seinni starfsmanninn. Þetta var auðvitað á mjög gráu svæði.  

PS. Auvitað á leikskólinn að geta mætt þörfum allra barna en því miður hefur hann stundum ekki fjárhagslegt bolmagn til.  

 


mbl.is Ósátt við dagvistina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband