"Vilja hvít barnaheimili í Svíþjóð"- hvað er að fólki

Apatheid í Svíþjóð? Er fólki ekki sjálfrátt? Er ártalið ekki 2007?  Þetta er svo grátleg frétt að það er nærri ekki hægt að fjalla um hana. Trúi því bara að hið opinbera hafi vit fyrir fólki, fái hvorki starfsleyfi eða opinbera styrki. Hér er verið að brjóta grundvallarmannréttindi.  

af vísi.is

Flokkur þjóðernissinna í Svíþjóð vill stofna barnaheimili fyrir innfædd hvít börn. Ætlunin er að fyrsta barnaheimilið verði opnað í Uppsölum, á næsta ári. Vávra Suk, formaður flokksins segir að fólk eigi að eiga þess kost að ala börn sín upp í vestrænni menningu.

Vávra Suk, kom sjálf til Svíþjóðar frá Tékklandi, þegar hún var átta ára gömul. Hún segir í samtali við sænska Aftonbladet að á venjulegum barnaheimilum séu börn frá mismunandi menningarheimum. Það telji þjóðernissinnar ranga stefnu.

Hugmyndin um hvítu barnaheimilin er liður í nýrri herferð flokksins, í Uppsölum. Vávra Suk segir að fyrsta kastið að minnsta kosti muni foreldrarnir sjálfir reka fyrsta heimilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband