1.5.2007 | 16:14
Grein Elísabetar Jökuls í mogganum í dag - mögnuð
Sennilega stysta aðsenda grein Morgunblaðsins frá upphafi og hugsanlega ein sú besta. Benda öllum á að lesa frábæra grein eftir Elísabetu Jökulsdóttur í mogganum á bls. 29 í dag 1. maí. Daginn sem m.a. verklýðurinn heldur uppi vörnum fyrir velferðarkerfið, kerfið sem okkur er talið í trú um að sé það besta í heimi. Kerfið sem lokaði iðjuþjálfuninni á geðdeildinni í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2007 | 17:57
Prófasvindl með iPod
"Schools trying to nip cheating in the earbud
Some instructors banning iPods in class
Where technology goes, cheating soon follows in the classroom.
Many schools long ago banned cell phones after discovering that answers could come via text messages.
And now the underhanded have turned to iPods, recording answers and then listening to them as they have an exam in front of them.
At the University of Washington, instructors know that students use electronic devices to cheat.
So some won't let students bring gadgets to class, and others restrict what a student can bring, said Gus Kravas, special assistant to the Office of the Provost who deals with student conduct in the College of Arts & Sciences. He has not heard of an instance of a student using an iPod to cheat on an exam, but there have been cases where students were suspected of using text messaging.
"It's on our radar screen, and we are concerned, and we've always felt that the best way of dealing with situations like that is prevention," Kravas said.
Seattle Public Schools isn't aware of a growing problem of iPod cheating, spokesman David Tucker said.
"We actually encourage that students don't bring any kind of electric devices that aren't geared toward educational advancement," he said
IPods and their nefarious use has the attention of other schools across the country. Schools in Mountain View, Idaho, banned them after learning students were downloading formulas and other material.
IPods and Zunes can be hidden under clothing, with just an earbud and a wire snaking behind an ear and into a shirt collar to give them away, school officials say.
"It doesn't take long to get out of the loop with teenagers," said Mountain View High School Principal Aaron Maybon. "They come up with new and creative ways to cheat pretty fast."
Shana Kemp, spokeswoman for the National Association of Secondary School Principals, said she does not have hard statistics on the phenomenon but said it is not unusual for schools to ban digital media players.
"I think it is becoming a national trend," she said. "We hope that each district will have a policy in place for technology -- it keeps a lot of the problems down."
"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 18:57
Vorboði
Komin aftur á heimilið fyrir sunnan. Ákvað að yfirgefa Akureyri þrátt fyrir 23 stiga hita á mælum í dag. Smettið meira að segja orðið soldið rautt. Á örfáum dögum er stóri reynirinn í garðinum hér í Miðstrætinu orðin næstum al-laufgaður. Allar plöntur farnar að gægjast upp í beðum og vorlaukar blómstra. Setti niður einhverja tugi lauka síðastliðið haust og held þeir hafi bara flestir skilað sér. Ég er oggu eins og barn sem bíður eftir jólapökkum, hleyp út í garð með reglulegu millibili til að sjá hvernig gróðrinum líður. Verst er að grasið er næstum ónýtt, ekkert nema mosi og blöðkur, held ég leggi til að við tyrfum blettinn í sumar. Annað sem er grábölvað, er við drógum snúruna úr flaggstönginni óvart úr í fyrra. Nú er komið að fyrsta skylduflaggdegi ársins hér á bæ og stöngin snúrulaus. Hún er orðin dáldið bólgin og ég veit ekki hvort það er þorandi að fella hana og þræða snúruna í aftur fyrr en seinna í sumar.
Að leggja tré í einelti
1. maí er örlagadagur reynisins okkar. Hann fer að halla í löggiltan eftirlaunaaldur, teygir sig til himins, tignarlegur og flottur. Finnst okkur. En nágrönnum okkar finnst hann víst ekki eins flottur. Hann á það nefnilega til að skyggja á sól á nýju svölunum þeirra. Nágrannar okkar eru framtaksamt fólk. Í fyrra drógum við fána að húni þann 1. maí og stormuðum svo í okkar árlegu göngu. Nágrannar okkar hafa sennilega verið búnir að reikna út væntanlega fjarveru. Gera sér grein fyrir að þetta væri besti tíminn til að leggja til atlögu. Þau mættu í garðinn, í skjóli göngunnar, vopnuð vélsög og réðust á tréð. Söguðu af því fjölda stórra greina og lemstruðu það. Ég græt enn fyrir hönd trésins. Og get aldrei litið nágrannana sömu augum.
Ljúfustu vorboðarnir
Ljúfustu vorboðarnir í götunni eru að það sjást börn að leik í görðum. Það heyrast hróp og köll og boltaspark er æft af miklum móð. Bráðum bíst ég við að heyra hátt og snjallt, EIN KRÓNA fyrir ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 13:40
Ráðstefna um þjóðfélagsmál
Á norðurleið í fallegu veðri á fimmtudag
Hef í morgun og gær hlustað á fjölda fróðlegra og skemmtilegra fyrirlestra um þjóðfélagsmál á Akureyri. Hér hafa verið flutt erindi um ýmis mál, meðal annars um fátækt barna sem verður að teljast svartur blettur á jafn ríku samfélagi og okkar. Fjallað hefur verið um líðan barna, tengsl morgunverðar við líðan og líkamsvitund, um brottfall úr framhaldskólum. Á það hefur verið bent að í flestum rannsóknum sem fjalla um aðstæður og líf barna er yfirleitt verið að gera það frá sjónarhorni samfélagsins og þá gjarnan byggt á ýmiskonar tölulegum upplýsingum. Það sem vantar er hins vegar er að skoða sjónarhorn barnanna sjálfra í meira mæli en nú er gert.
Sjálf flutti ég erindi um orðræðu Aðalnámskrár leikskóla og þróun hennar frá Uppeldisáætlun um leikskóla. Þar hefur margt haldið sér en annað tekið miklum breytingum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 00:43
Nýju stöðumælasjálfssalarnir og tagg
það er búið að setja upp stöðumælasjálfssala í götunum neðst í Þingholtunum. Í nokkra vikur stóðu upp úr jörðinni hættuleg járn enginn vissi afhverju. Maður bara hrasaði um þau. Núna vitum við hvað var verið að kokka, stöðumælavélar. Ekki verið í sólhring áður en taggarar borgarinnar voru búnir að leggja þá undir krass, hvern einn og einasta, held ég.
Mér finnast úthugsaðar myndir flottar. Ég man þegar unglingarnir í kringum okkur skissuðu og pældu. Fengu að æfa sig í kjallaranum. Fóru seinna til útlanda að taka þátt í að skapa samevrópskt veggjalistaverk. Mér fannst líka mörg flott verk í sundinu á bak við gömlu bögglageymsluna í Gilinu á Akureyri, þar sem Friðrik V ætlar að opna nýjan stað í vor. Þar hafa veggjalistamenn spreytt sig um árabil. Það eiga að vera viðurkenndir staðir til að spreyja á. Legg svo til að þeir sem selja sprey afhendi krökkunum kort með viðurkenndum spreystöðum - vítt og dreift um borgina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 10:48
"ljótt feitt fólk"
Býður þér við ljótu feitu fólki og þeirri félagslegu hneisu sem því fylgir? Éturðu eins og skepna? Ef svo þá er til ný hókus pókus lausn. Og ef þú étur þessa hókus pókus lausn, þá verðuru grönn(grannur) og sæt(ur) og fyllist sjálfstrausti og hitt kynið gefur þér gætur á ný. Ef þú hefur misst áhuga á bólförum bjargast það líka.
Las ruslpóstinn minn áðan hef fengið ógurlega mikið af akkúrat þessari auglýsingu ásamt því að mér er boðið upp á typpastækkun og rislyf af ýmsum toga. Inn á milli slæðast auglýsingar um nýjan hugbúnað. Verð að viðurkenna að ég hef nú ekki mikið lagt mig niður við að lesa þennan póst hingað til, hef verið frekar sjálfvirk á dílít, en finnst þetta með því lægsta að spila inn á ótta við félagslega útskúfun.
Í fyrra hringdi þjónustufulltrúin minn frá KB banka í mig og bauð mér tekjuvernd. Sagði henni að eftir að hafa horft á auglýsingar bankans um tekjuvernd hefði ég óbragð í munninum.
Þar var t.d. kennari sýnd yfirgefa leikfimisal fullan af börnum til að halda út í frelsið. Miðað við þann markhóp sem tekjuverndin átti að ná til efast ég um að auglýsingin hafi virkað nema öfugt. Sannarlega vona ég að það sama eigi við um þessar ósmekklegu tölvupósta sem við fáum flest. ps. best að koma sér að verki og halda áfram að dílíta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2007 | 02:03
Sagan af Zouk
Veturinn 2002 til 2003 bjuggum við hjónin í Seattle. Til að upplýsa fjölskyldu og vini um hagi okkar skrifaði ég mörg og löng bréf um líf okkar. Um fólkið sem við hittum og staðina sem við heimsóttum. Eitt bréfið fjallaði um kynni okkar af Zouk (Súk). Ég var að finna þessi bréf í tölvunni og ákvað að gefa vinum og kunningjum færi á að rifja upp söguna af Zouk en þar sem hún er í lengra lagi ætla ég að skipta henni.
Sagan af Zouk
fyrsti hluti
Hver er Zouk? Hann er tæplega fimmtugur, grannur, dökkhærður og hann gaf okkur sófann, sófann sem ég segi ykkur frá seinna. Zouk vinnur með Pétri hjá vatnsveitunni hér í Seattle, búin að gera það í mörg ár. Hann er tvígiftur, skildi við fyrri konuna fyrir fleiri árum en hægt er að muna. Vandamálið með hana var að hún var á kaf í neyslu, held að hún haldi sig bara við þetta löglega núna, þetta sem ég ekki man hvað heitir í bili. Efnið sem læknar gefa heróínsjúklingum hérna. Fyrri konan býr víst hér undir brúm sem eru algengt athvarf þeirra heimilislausu. Jæja Zouk og fyrri konan áttu saman son sem er þetta 23 -24 ára. Fyrir 12 13 árum gifti Zouk sig aftur, núverandi eiginkona (Lisa) er hjúkka sem er búin að vera með í bakinu í nokkur ár og hefur ekki getað unnið. Hún situr heima alla daga djúpt ofan í layzy boy og horfir á kristilega þætti í sjónvarpinu. Þegar Zouk kemur heim þarf hann svo að hjúkra konunni og sjá um heimilið er mér sagt.
Já, til að þið skiljið Zouk þá verðið þið að vita að hann tilheyrir einhverri kirkju hér sem ég ekki þekki, en þetta er mikið rík kirkja. Svo rík að hún er risastór og hefur keypt nærliggjandi iðnaðarlóð undir bílastæði, svo fer strætó á milli bílastæðisins og kirkjunnar. Það er víst ætíð prédikað fyrir fullu húsi. Hér er það þannig að allar kirkjur eru í samkeppni um kúnna. Þannig eru þær voða duglegar að auglýsa sig og gera allt sem hægt er til að halda í þá kúnna sem þær ná í. Lofa eilífri himnavist og mikilli blessun í þetta líf. Og svo eru kirkjurnar líka duglegar að fara fram á tíund og gott betur.
Í kirkjunni um daginn var sérstök prédikun um gildi tíundarinnar, til hvers hún væri og að hún væri guði þóknanleg, væri biblíuleg. Einhver spurði prédikarann hvernig það væri ef maður gæfi meira en tíund hvað þá? Hann var fljótur að svara og sagði að þá nyti fólk bara meiri blessunar og það hlytu nú allir að vilja. Eitt er morgunljóst að það er hægt að kaupa sér kirkjulega velþóknun, líka í lúterskunni, alla vega hérna í landinu sem allir trúa að njóti meiri guðblessunar en önnur lönd. Þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju er algjör en hver einasti pólitíkus líkur ræðu sinni á Guð blessi Ameríku.
En snúum okkur aftur að Zouk, þegar Lisa konan hans vann fulla vinnu þá gáfu þau hjónin fimmtánund af laununum sínum, vildu náttúrulega tryggja sér góða himnavist og upplit í kirkjunni. Eftir að Lisa veiktist hafa þau af einhverri ástæðu ekki treyst sér til að gefa minna en áður, svo upp undir helmingur að launum hans Zouk sem eru ekki há, fara til kirkjunnar. Til að geta þetta verður Zouk að lifa sparlega. Í vinnunni spyr hann vinnufélaganna hvort ekki sé afgangur að nestinu þeirra. Þannig gerir Pétur alltaf ráð fyrir meira nesti en hann þarf til að aumingja Zouk svelti ekki. Í þessi 15 ár hefur hann víst aldrei mætt nestaður. Svo fer hann í stórmarkaðina og snakkar á sýnishornum. Um daginn mætti hann með dós af grænum baunum í nesti, en þegar einhver heimisleysingi betlaði, gaf hann dósina og spurði svo Pétur hvað hann væri með í nesti fyrir þá. Fötin kaupir hann víst öll í Godwill - sem er nú reyndar líka ein af mínum uppáhaldssjoppum hér í borg.
Þegar Zouk fer með börnin út að borða fer fjölskyldan í Costco (sem er svona risabónusbúð) þar er alltaf verið að gefa matarprufur að smakka. Allt sem er heima hjá Zouk hefur hann fengið gefið frá öðrum, fólkinu í söfnuðinum. Það er nefnilega synd að kaupa nýtt þegar hægt er að fá notað.
Zouk kemur víst úr svolítið brotinni fjölskyldu. Hann á þrjá bræður og er víst sá eini sem talar við þá alla. Seinast þegar við fréttum fór hann t.d. að redda bróður sínum í Kaliforníu. Bróðirinn hafði víst greinst HIV jákvæður, hann ákvað þá að selja húsið sitt og ávaxta peningana þannig að hann ætti fyrir meðferð. Auðvitað fór Zouk að hjálpa honum, mála húsið og selja. Næsta sem við fréttum þá er Zouk alveg í öngum sínum, bróðirinn kominn í fangelsi búin að vera að svindla fé út úr elskhugum sínum og jafnvel líka verið laus höndin á þá. Kom víst í ljós að hann var að deita fleiri en einn og tvo á sama tíma og það kann víst aldrei góðri lukku að stýra. Og til að kóróna allt þá hótar sá sem keypti húsið að beita dagsektum ef hann ekki tæmdi það. Svo Zouk þurfti að drífa sig niður eftir að bjarga bróður, hjálpa honum úr fangelsi og tæma húsið. Hinir bræðurnir hristu hausinn og sögðu þetta ekki koma sér við. En svona er Zouk. Jæja bróðir hans í Kaliforníu var svo þakklátur fyrir hjálpina að hann sagðist vilja launa Zouk og gaf honum um 250 þúsund til að setja inn á háskólasjóð barnanna. Nema þegar Lisa ætlaði að leysa út tékkann var þetta auðvitað gúmmítékki. Já, er þetta ekki dæmigert fyrir Zouk.
Seinna ætla ég að segja ykkur af því þegar tendapabbi hans sálfræðingurinn sparkaði í hann í jólaboðinu og fleiri sögur af Zouk
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)