Nýju stöðumælasjálfssalarnir og tagg

 

það er búið að setja upp stöðumælasjálfssala í götunum neðst í Þingholtunum. Í nokkra vikur stóðu upp úr jörðinni hættuleg járn – enginn vissi afhverju. Maður bara hrasaði um þau. Núna vitum við hvað var verið að kokka, stöðumælavélar. Ekki verið í sólhring áður en taggarar borgarinnar voru búnir að leggja þá undir krass, hvern einn og einasta, held ég.  

Mér finnast úthugsaðar myndir flottar. Ég man þegar unglingarnir í kringum okkur – skissuðu og pældu. Fengu að æfa sig í kjallaranum. Fóru seinna til útlanda að taka þátt í að skapa samevrópskt veggjalistaverk. Mér fannst líka mörg flott verk í sundinu á bak við gömlu bögglageymsluna í Gilinu á Akureyri, þar sem Friðrik V ætlar að opna nýjan stað í vor. Þar hafa veggjalistamenn spreytt sig um árabil. Það eiga að vera viðurkenndir staðir til að spreyja á. Legg svo til að þeir sem selja sprey afhendi krökkunum kort með viðurkenndum spreystöðum - vítt og dreift um borgina.  

norðurleið
Er ekki viðeigandi að setja með vegalist náttúrunnar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband