"ljótt feitt fólk"

Býður þér við ljótu feitu fólki og þeirri félagslegu hneisu sem því fylgir? Éturðu eins og skepna? Ef svo þá er til ný hókus pókus lausn. Og ef þú étur þessa hókus pókus lausn, þá verðuru grönn(grannur) og sæt(ur) og fyllist sjálfstrausti og hitt kynið gefur þér gætur á ný. Ef þú hefur misst áhuga á bólförum bjargast það líka. 

Las ruslpóstinn minn áðan – hef fengið ógurlega mikið af akkúrat þessari auglýsingu – ásamt því að mér er boðið upp á typpastækkun og rislyf af ýmsum toga. Inn á milli slæðast auglýsingar um nýjan hugbúnað. Verð að viðurkenna að ég hef nú ekki mikið lagt mig niður við að lesa þennan póst hingað til, hef verið frekar sjálfvirk á dílít, en finnst þetta með því lægsta að spila inn á ótta við félagslega útskúfun.  

Í fyrra hringdi þjónustufulltrúin minn frá KB banka í mig og bauð mér tekjuvernd. Sagði henni að eftir að hafa horft á auglýsingar bankans um tekjuvernd hefði ég óbragð í munninum.

Þar var t.d. kennari sýnd yfirgefa leikfimisal fullan af börnum til að halda út í frelsið. Miðað við þann markhóp sem tekjuverndin átti að ná til efast ég um að auglýsingin hafi virkað nema öfugt. Sannarlega vona ég að það sama eigi við um þessar ósmekklegu tölvupósta sem við fáum flest.  ps. best að koma sér að verki og halda áfram að dílíta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl Kristín,

Mikið er ég sammála þér með þessar auglýsingar um tekjuvernd KB banka - ósmekklegar.

Hef kíkt hér reglulega við og lesið þína stórgóðu pistla.

kv Díana Sigurðardóttir.

diana (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl vertu - og takk fyrir hlý orð - held það þurfi leikskólakennar til að geðjast sérstaklega vel af pistlunum - eru dáldið sérhæfðir á köflum hjá mér - en það er líka markmiðið að halda úti smá umræðu um málefni leikskólans. kv,

Kristín Dýrfjörð, 23.4.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband