15.5.2007 | 19:50
Sko
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 22:07
Fagrabrekka starfar í anda Reggio
Í kvöld var ég á skemmtilegum fundi. Leikskólinn Fagrabrekka í Kópavogi kynnti starfið sitt fyrir starfsfólki sjö annarra leikskóla sem allir starfa að einhverju leyti í anda Reggio. Þarna mættu um 40 leikskólakennarar og komust færri að en vildu. Allar voru þær á eigin tíma. Held að það sé þessi óþrjótandi fagáhugi sem er styrkur þessarar stéttar. Á fundinum í kvöld voru sex sveitarfélagsreknir leikskólar og tveir einkareknir, frá fjórum sveitarfélögum.
Á fundinum sýndi starfsfólkið á Fögrubrekku nokkrar skráningar. Bæði frá eldri heildstæðum verkefnum og frá verkefnum sem enn eru í gangi. Verkefni sem sína mátt barna og megin. Við létum okkur hafa það að sitja í tvo tíma á stólum sem ætlaðir eru fyrir 4ára börn, og horfðum og hlustuðum hugfangnar á lýsingar á þessu frábæra starfi.
Það sem mér finnst svo vænt um í Reggio skólunum er þessi óþrjótandi virðing fyrir börnum og hugmyndum þeirra sem birtist í öllu starfinu. Þar er litið á barnið sem samverkamann, sem kennara. Í leikskólum sem starfa í anda Reggio eru ekki áhyggjur af valdráni barna. Þar felst lýðræðið í hlustun.
Fagrabrekka fékk líka að vita í vikunni að þær hefðu fengið styrk úr þróunarsjóð leikskóla til þess að vinna úr skráningum á verkefni fjögurra ára barna, þar sem þau hönnuðu og saumuðu kjól frá grunni. Frábært verkefni sem ég hlakka til að sjá gefið út.
Í kvöld ákváðum við næstu skref okkar, ræddum um sameiginlega starfsdaga, þar sem við gætum miðlað hvor annarri þekkingu og reynslu. Við settum sama vinnunefnd og mikið óskaplega hlakka ég til að hitta þær í júníbyrjun. Takk fyrir mig Fagrabrekka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 16:21
Einu sinni var legó besta barnapían
Gleymi aldrei einni skólasystur minni við Erikson institutie í Chicago sem lék lista vel og sagði
"It is ok for children to see gun-fighting and lot of dead people before lunch, but everything goes crazy if there is a glimpse of uncovered breast "
Stundum þegar ég les rannsóknir sem þessar fer ég að hallast að Waldorf hugmyndafræðinni. Sem afneitar svona tæknidóti nálægt börnum. En svo er ég svo mikið tæknifan sjálf að mér finnst það kannski fulllangt gengið. Börn eru áhugasöm um umhverfi sitt allt frá fæðingu og þau veita því eftirtek.
Miðað við hvað mikið af tækjum eru í gangi á flestum heimilum er ekki skrýtið að börnin veiti þeim athygli þau eru nú einu sinni rannsakandi og forvitin. Kemur í okkar hlut að ofbjóða ekki skynfærum barnanna.
![]() |
Ung börn í Bandaríkjunum horfa mikið á sjónvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 01:04
Hattarnir í leikskólanum
Í leikskólanum setja leikskólakennarar upp marga og mismunandi hatta. Þeir mega hvorki vera of þröngir né of víðir, en þeir eru samt ákaflega mismunandi, sumir eru ljósir, aðrir dökkir, sumir barðmiklir aðrir barðlausir, sumir skreyttir, sumir kúptir aðrir oddhvassir, en hver og einn þeirra verður að passa á sinn haus.
Hattarnir eru hlutverkin sem við verðum að vera færar um að bregða okkur í hvenær sem er. Meðal þessara hatta sem við setjum upp eru hattar sem hjálpa okkur að vinna með tilfinninga- og félagsþroski og sköpunargleði.
Mikilvægt veganesti útí lífið er að barnið nái að þróa tilfinninga- og félagsþroska og það læri að fagna og beita sköpunargleði sinni.
Ef foreldrar eða aðrir koma inn á deild í leikskólanum sjá þeir að öllum líkindum dæmi um alla ofangreinda þætti á innan við klukkutíma. Þeir sjá hann Pétur gráta vegna þess að eitthvað kom upp á, þeir sjá Elínu og Bjarna sem eru að leika saman og skiptast á og þeir sjá Dísu, Gerði og Garðar byggja úr kubbunum, sjá þau standa upp og virða fyrir sér sköpunarverkið.
Áhorfandinn sér uppákomur sem tengjast sköpun, tilfinninga- og félagsþroska. Hann sér atriði sem standa upp úr í starfi leikskólakennarans og einkennir allt hans starf.
Til að ég þori að vera ég sjálfur verður sjálfsmynd mín að vera í lagi:
Ég verð að vita hver ég er.
Sjáðu hvað ég get, ég get gengið, skriðið, látið í mér heyra!
Ég verð að vita að ég tilheyri hóp.
Ég get búið til orm úr leirnum alveg eins og þú!
Ég verð að vita að ég er einstök.
Þetta er mamma mín og þarna er mamma þín
Ég verð að vita að ég bý yfir valdi.
Ég ræð sjálf hvað ég mála, hvaða liti ég vel! Hvað ég er í leiknum.Ég verð að kunna að hlæja og gráta með vinum mínum, ég verð að kunna að deila með þeim en líka að standa á mínu. Ég verð að þora að vera ég sjálf/ur.
Það er starf leikskólakennarans að styðja við leit barnsins að sjálfinu. Í leikskólanum gerum við það með ýmsu móti ef við t.d. horfum á sjálfsmyndina hér að ofan og spyrjum hvernig eru þessi atriði tengd starfinu á deildinni?
Við kennum börnum að sýna hvort öðru hlýju og umhyggjusemi við gerum það markvisst með góðu fordæmi, við veljum sögur og bækur þar sem atvik tengjast því að sýna umburðarlyndi og væntumþykju. Við hjálpum börnum að leysa úr deilum með orðum og gerðum.
Við kennum börnum að skiptast á að leika sér saman, rannsaka saman. Við rannsökum og leikum saman. Í leikskólanum er sköpun sennilega það hugtak sem við höldum mest upp á. Það hugtak sem ber starfið upp og gerir það svo skemmtilegt. Sem gerir hvern dag nýtt ævintýr
og ef þú vilt kynnast þessu frábæra starfi og hvernig þú getur menntað þið til þess þá skaltu smella HéR
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 10:33
Reynsla úr Þingholtunum
Fyrir nokkrum dögum bloggaði ég um reynslu af því að búa á næstu slóðum við gistiskýlið í Þingholtsstræti. Ég ákvað að birta hluta úr því bloggi aftur. Ég er að hluta alin upp á Sauðárkróki, þar sem sögunni um Guðmund góða og Heiðnaberg í Drangey var haldið mjög að okkur. Að í öllum samfélögum yrði að vera pláss fyrir þá sem sama samfélag vill að öllu jafnan ekki sjá eða vita af.
Ég gladdist því við að lesa grein í Mogganum 2. maí sl. eftir pjakk úr götunni minni, hann Bolla Thoroddsen. Þar ræddi hann reynslu sína af að alast upp nánast í næsta húsi við gistiskýlið í Þingholtsstræti. Húsið sem hann og krakkarnir í hverfinu kölluðu fyllibyttuhúsið. En ekki í illsku.
Húsið í Þingholtsstræti og fólkið sem þar átti sinn næturstað var hluti af æsku þeirra og umhverfi. Sem er enn hluti af því umhverfi sem ég bý í og hef gert í tvo áratugi.
Sonur minn upptvötaði hversu mikið öðruvísi Reykjavík hann var alin upp við þegar hann vann hjá ÍTR og þau fóru með krakkana úr úthverfunum niður í bæ - og hann sá þau börn upplifa í fyrsta sinn það sem var hluti af uppvexti hans. Hluti af því hlutskipti sem sumir búa við og við ræddum hér heima.
Ég vil taka undir með Bolla, hér höfum við aldrei orðið fyrir ónæði. Því miður er staðreynd að það er fólk á götunni. Af ýmsum ástæðum sem samfélagið getur ekki alltaf ráðið við. En við getum eftir aðstæðum búið þessu fólki mannsæmandi athvarf. Takk Bolli
Ps. Ræddi aðeins við son minn áðan og hann sagði, mamma það var einn galli á Farsótt (gistiheimilið gekk líka undir því nafni), þeir máttu ekki koma þar undir áhrifum en ef það var kalt þá brutu þeir smá af sér. Ég man sérstaklega eftir einum, sagði hann, algjör ljúflingur en hann gerði þetta oft. braut rúðu eða eitthvað og settist svo bara og beið eftir löggunni. Syni mínum finnst að Farsótt eigi að taka við fólki undir áhrifum.
![]() |
Mótmæla staðsetningu á heimili fyrir heimilislausa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 14:23
Eru unglingar fífl?
Já ef marka má svör forstýru Jafnréttisstofu þar sem hún byrjaði á að gera lítið úr niðurstöðum rannsókna Andreu Hjálmsdóttur um viðhorf unglinga til jafnréttismála. Jafnréttisstýra varar við að tekið sé mark á svörum unglinganna. VEGNA ÞESS að þeir vilja STUÐA. Þetta kom fram í fréttaviðtali Björns Þorlákssonar, þar sem niðurstöður rannsókna Andreu voru bornar undir hana. Þar með er jafnréttisstýra að gera lítið úr öllum þeim rannsóknum þar sem börn og unglingar taka þátt.
Þar er hún að afgreiða heila fræðigrein sem rugl. Þar er hún að afhjúpa viðhorf til æsku landsins sem hljóta að teljast óþolandi hjá konu í hennar stöðu.
Eru unglingar fífl? Nei þeir eru það ekki. Í unglingarannsóknum hefur margoft verið sýnt fram á að unglingar svara upp til hópa eftir bestu sannfæringu. Þar er tekið tilliti til þess hluta hópsins sem svarar öðruvísi. Skoðað er innra samræmi. Má benda á fjölda fræðimanna hérlendis sem hafa sérhæft sig í rannsóknum með unglingum. Fræðimenn eins og Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þoroddur Bjarnason, Jón Torfi Jónasson og fleiri.Eftir að barnasáttmáli SÞ var samþykkur 1989 breyttist mjög afstað manna til rannsókna meðal ungra barna. Áherslan er á að þau séu þátttakendur, lögð er áhersla á að fá sjónarmið og skoðanir þeirra fram. Á svör þeirra er lagður fyllsti trúnaður. Í ljósi þessa er í raun alveg með ólíkindum að manneskja í jafnmikilvægri stöðu og framkvæmdarstjóri Jafnréttisstofu er skuli gera lítið úr rannsókn vegna þátttöku unglinga í henni.
Mér finnst Jafnréttisstýra skulda unglingum landsins og Andreu afsökun. Mér finnst hún eiga að skoða það sem fram kom í rannsókninni með opin augu. Gera sér grein fyrir því mikla verkefni sem því miður við stöndum enn frammi fyrir. Ekki bara konur heldur þjóðin öll. Að við stöndum því miður frammi fyrir bakslagi í jafnréttismálum. Bakslagi sem við verðum að mæta, en reka ekki hausnum í sandinn.
Að lokum vísa ég á blogg Önnu Ólafs um rannsókn Andreu og hvet alla til að taka þátt í umræðunni þar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007 | 13:42
Jafnréttismál og þvottur
Anna Ólafsdóttir gerir grein fyrir rannsókn Andreu Hjálmsdóttur um jafnréttismál á bloggi sínu. Þetta er merk rannsókn og kannski að hún verði til þess að við sem samfélag opnum augun fyrir þeim viðhorfum sem þar birtast. Gerum okkur grein fyrir þeim hættumerkjum sem þarna eru. En þegar ég svaraði Önnu, rifjaði ég upp samtal við son minn þá í 10. bekk.Samtal sem er mér til ævarandi skammar en sínir hversu sterk ákveðin viðhorf eru. Jafnvel hjá fólki sem telur sig vera sæmilega upplýst. Svo finnst mér það líka alveg stórfurðulegt að við séum í reynd enn að skipa málum í kvenna og karlamál.
Samtalið snérist um að drengurinn var að kvarta yfir að þurfa að sjá um allan sinn þvott sjálfur. En þegar synir mínir voru 13 ára og fóru að vera með miklar kröfur um að þetta og hitt yrði að vera hreint þegar þeim hentaði kenndi ég þeim á vélina og sagði þá bera ábyrgð á sínum þvotti eftir það. Nema Sturla var eittvað að kvarta og náttúrulega alhæfir eins og unglinga er siður, segir við mig, "mamma ég eini unglingurinn í skólanum sem þarf að þvo allan þvottinn minn sjálfur" og svo kemur að minni skömm sem kannski skýrir hvað við erum komin stutt á leið - hvað ríkjandi orðræða er sterk, ég svara Sturla, stelpurnar hljóta að sjá um sinn þvo".
Þegar Sturla seinna var kominn í hjólastól og við vorum að ræða hvernig við þyrftum að breyta íbúðinni þannig að hann gæti ferðast sem best um hana. Spyr bróðir hans hvort við þyrftum ekki að setja lyftu til að hann komist í kjallarann. Nei nei segi ég við Sturlu, þú þarf ekkert að komast þangað. Þá svaraði hann mér, já en mamma hvernig á ég þá að geta þvegið af mér?
Ég velti líka fyrir mér áhrifum af öllum þeim sápum sem unglingar elska og ég líka (sumar), þar sem dregin er upp mynd af eiginkonum brjótandi saman þvott, eiginkonum, sjá um matseld, sjá um innkaup sjá um börn og eiginmennirnir eru á hliðarlínunni algjörir hálfvitar. Sem leika á fullkomnunaráráttu kvenna, sem gera allt til að komast undan þessum verkum, hvaða skilaboð er verið að senda. Þessi tegund sjónvarpsefnis var t.d. ekki jafnáberandi 1992 og hún er í dag. ég er ekki að mæla með að við fjarlægjum þetta efni- heldur kennum krökkunum okkar að lesa þau földu skilaboð sem um ræðir - lesa þær hugmyndir sem þarna birtast. Legg til að valdir þættir af King of Queens eða Evrybody Loves Raymond séu teknir og krufðir í grunnskólanum. En skora annars á ykkur að lesa bloggið hennar Önnu og taka þátt í umræðunni þar.