2.10.2007 | 00:11
Munaðarlaus texti - Þegar bloggið öðlast sjálfstætt líf
Undafarið hafa nokkrir leikskólakennarar sent mér texta sem fer eins og fleygur fugl um vefinn þessa daga. Þetta er blogg leikskólakennara á Marbakka í Kópavogi, sem heitir Bergljót Hreinsdóttir, hún setti þetta blogg inn á síðuna sína þann 11. september og síðan hefur það öðlast sjálfstætt líf.
Mér finnst auðvitað gott að allir þessir leikskólakennarar - sumir gamlir nemar, hugsi til mín og vilji að ég viti hvað er í umræðunni, en það er eitt smá vandamál. Í alla þessa pósta hefur vantað hver er höfundur textans. Það finnst mér afar slæmt.
Í blogginu er Bergljót að velta fyrir sér ýmsu sem snýr að foreldrum og börnum, hvers vegna fólk er að eiga börn og hvaða hlutverk leikskólinn hefur komið sér í gangvart börnum og fjölskyldum þeirra. En hún er líka að fara fram á virðingu fyrir starfi sínu, virðingu sem skilar sér í launaumslagið.
Hér geta áhugasamir lesið færsluna hennar
http://beggita.bloggar.is/blogg/261734/
1.10.2007 | 22:24
Hún er komin - BLÁA TUNNAN
29.9.2007 | 14:16
Sjálfbær þróun - Glocal – slowfood- citta slow – endurnýtanlegur efniviður – lýðræði
Var sem sagt á fyrirlestri Karls Aspelunds á þingi Heimilisiðnaðarfélagsins áðan og var að hugsa um þetta á leiðinni heim. Held líka að heimspeki leikskólastarfs (reggio) eins og ég aðhyllist styðji við glocal hugsunina. Að við verðum bæði að pæla í og tengja saman næsta umhverfi og menningu við það sem er að gerast út í hinum stóra heimi. Að við erum líka alþjóðasamfélagið.
Menntun og skóli | Breytt 5.12.2007 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2007 | 11:17
Pollýönnuheilkennið
Fannst þessi fyrirlestur um margt mjög áhugaverður, stofan var alveg stútfull og þurfti að bæta inn töluvert af stólum. Allir sem áhuga hafa á jafnréttismálum hljóta að fagna þessum mikla áhuga. Nokkrir karlar voru í hópnum en því miður alltof fáir.
Það kom mér ekki á óvart að fram kom að konur hafa tilhneigingu til þess að afsaka slæmar aðstæður sínar og mikla ábyrgð á börnum og vinnu með því að þetta væri nú ekki svo slæmt, aðrir hefðu það miklu verr. Pollýönnuheilkennið eins og Gyða Margrét kallar það, mér fannst líka athyglisvert að á vinnustöðum þar sem pollýönnuheilkennið ræður ríkjum, og allir eiga að vera svo jákvæðir og elskulegir, er hætta á að ekki megi ræða allt, þar sem það getur ruggað bátnum og valdið einhverjum óþægindum. Þar með er slegið á eðlileg skoðanaskipti.
Fyrir nokkrum árum var ræddi ég við slóvenska vinkonu mína, sálfræðing, um Pollýönnu og hvernig heimspeki hennar hefur haft áhrif á okkur konur -einmitt með þetta að finna alltaf eitthvað jákvætt við erfiðustu aðstæður, sem leið kvenna til að lifa af. Þá komst ég að því að Pollýanna hafði ekki sloppið yfir járntjaldið, vinkona mín hafði aldrei séð þessa bók eða heyrt af henni.
![]() |
Ég þarf aðeins að skreppa... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2007 | 22:06
Vakandi skoða ég heiminn
28.9.2007 | 20:06
Skemmtileg vísindavaka - ég á meðal vindmestu kvenna
Ég fór áðan ásamt Guðrúnu Öldu á vísindavökuna í listasafni Reykjavíkur, mikið fjölmenni var á staðnum og við hittum marga. Við hittum nokkuð af starfsfélögum við Háskólann á Akureyri. Frá auðlindadeild voru bæði kennarar og nemendur en frá RHA voru starfsmenn. Geir var þarna að kynna Asíuverið,var settur á milli tveggja stórvelda, Kínverja og Japana. Sagðist vera svona mínimalískur við hlið ofgnóttanna. En á stórveldabásunum var mikið lagt upp úr að leyfa fólki að prófa. Ég fékk að smakka kínverska mánaköku sem bragðaðist vel. Börn voru sérstaklega upptekin af að fá að skrifa nafnið sitt með japönsku letri. Hjá Veðurstofunni fékk ég að blása í vindmæli og náði að blása 9,5 metra á sekúndu, var þegar ég fór, vindmest kvenna, einhverjir karlar höfðu þó náð að slá í hviðum upp í 13,5 metra á sekúndu.
Kennaraháskólinn var með lítinn vísir af vísindasmiðju sem ég skoðaði af áhuga og svo var Fjölskyldu og húsdýragarðurinn með himingeimatjald. Annars var KHÍ mjög áberandi í safninu og var básum þeirra dreift víða. Það fannst mér vel til fundið og gera skólann mjög sýnilegan.
Sérstakir gestir vísindadaganna voru frá borginni Perugia á Ítalíu, þeir sýndu myndband af dögum helguðum vísindum og listum í borginni 6 til 22. september sl. Ég rabbaði heilmikið við Ítalina og ákváðum við að reyna að vera í sambandi.
![]() |
Fróðleikur á hverjum fermetra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 21:23
Yndið okkar yngsta og besta
afi og litli mann
Nú er ég búin að fá úthlutað skemmtilegasta hlutverki lífsins held ég. Ég er komin í mafíuna, orðin löggilt amma. Búin að fá opinbert leyfi til að spilla og dekra. Við Lilló erum búin að eignast nýtt yndi. Yndið yngsta og besta. Þessi litli maður sem fæddist rétt fyrir miðnætti þann 25. september, er undraverk. Hann er strax persóna. Verður reiður ef hann fær ekki að drekka og hefur ágætis raddbönd. Reigir höfðinu og ýtir sér næstum upp á fjóra þegar hann er lagður á magann í vöggunni. Horfir svo dökkum augum á okkur, veltir fyrir sér hvað allt þetta fólk sé að vilja. Svo segir afi að hann hafi gítarputta. Held að ég gæti setið allan daginn og dáðst af honum. Hann er dásamlegur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)