27.9.2007 | 14:39
Skreppur og Pollýanna - áhugaverður fyrirlestur á morgun
Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur og doktorsnemi í Háskóla Íslands heldur fyrirlesturinn:
Skreppur og Pollýanna:
Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu
í hádegisfyrirlestrarröð Rannsóknastofu í vinnuvernd.
Fyrirlesturinn verður föstudaginn 28. september kl. 12.15 - 13.15
Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á árangur Reykjavíkurborgar í málaflokknum og hvort og þá hvernig fjölskyldustefnan er útfærð innan ólíkra vinnustaða. Helstu niðurstöður sýna áhugavert samspil kynjabreytunnar og eðli starfanna. Möguleikar þeirra sem eru sérfræðimenntaðir á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu eru að jafnaði meiri en hinna. Það stafar af því að störf þeirra eru sjaldnar háð ákveðinni viðveru. Nýting möguleikanna er þó minni en ella vegna krafna í starfi. Vinna þeirra sem ekki hafa sérfræðimenntun er oft á tíðum staðlaðri, hún er ekki bundin við ákveðin verk heldur viðveru í tiltekinn tíma. Þarna er þó augljós kynjamunur. Karlar njóta almennt meira sjálfræðis í starfi, meiri hreyfanleika og sveigjanleika en konur.
27.9.2007 | 14:17
Ráðstefna um mat og matarmenningu - tungumál fæðunnar
International Seminar
THE LANGUAGES OF FOOD
Education, health, pleasure Education and Nutrition in Dialogue
February 21-23, 2008
International Center Loris Malaguzzi - Reggio Emilia, Italy
The Reggio Emilia Municipal infant-toddler centres and preschools with their experience, promote a culture of food that links tradition, innovation, research, taste, welcoming and conviviality, trying to create deep relations between the nutritional education promoted b y the early childhood services and the city community.
The International Seminar The languages of food would like to offer an occasion of professional development on different topics related to nutritional, pedagogical and sociological aspects. It aims at providing an encounter among different fields of knowledge in order to share, to exchange, to go deeper into reflections about choices and experiences that are part of our life.
The context of the Seminar would also like to create opportunities to share, analyze and discuss questions and answers based on processes of learning related to education and health.
The awareness that education towards health and taste, at school, in our families and in the environment that surrounds us, from our point of view is an important investment for the growth and the future of young generations and is guiding us in the organization of this International Seminar.
The Seminar has also the aim to provide an encounter among the languages of food and aspects of education, health and the pleasure of eating and socializing. The Seminar has the goal to give a contribution from the Reggio Emilia experience to national and international debates around issues such as education, nutrition and eating disorders.
The programme of the Seminar will include:
An encounter with the Reggio philosophy
exchanges of experiences between the participants and the
protagonists of the Reggio experience
exchanges of experiences between the participants and International
experiences about education, nutrition and health
a cultural visit to the town of Reggio Emilia
visits to the Reggio Emilia Municipal and Cooperative infant toddler
centres and preschools
visit to elementary schools
laboratories in the schools kitchens
roundtables with national and international experiences
visit to the International Centre Loris Malaguzzi
visit to exhibitions
The organization of the days will be based on plenary session, lectures, presentations, discussion groups and workshops.
Individual participation fee: 500,00 Euro (VAT included)
Spaces limited to 200 participants
Languages: Italian and English
Fyrir áhugasama má hér finna tengil inn á svipaða vinnusmiðju hérlendis á Friðrik V í ágúst 2007
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 13:40
Ímyndunaraflið sviflétt og vegvíst
Ráðstefna skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri um leik og listsköpun í leikskólastarfi.
Dagskrá
Ímyndunaraflið sviflétt og vegvíst |
Ráðstefnan er ætluð leik- og grunnskólakennurum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum um nám og kennslu.
25.9.2007 | 15:15
Athyglisverð og áhugaverð vinnubrögð - að virkja mannauð
Frábært verkefni, vona sannarlega að sem flestir atvinnurekendur kynni sér þá hugmyndafræði sem að baki virðist búa. Sannarlega komin tími til að atvinnulífið hætti að horfa á skóla fyrst og fremst sem mögulega geymslustaði svo foreldrar geti sinnt vinnu sinni. Það er í anda þeirrar hugmyndafræði í leikskólamálum að líta svo að í skólum eigi fullorðnir og börn að vera samverkamenn, eigi að deilda saman reynslu og læra saman.
Sjálf hef ég staðið fyrir opnum vísindasmiðjum við Háskólann á Akureyri þar sem börn og starfsfólk leikskóla tók þátt í sameiginlegum verkefnum. Þar mátti stundum vart á milli sjá hvort var að læra meira, börnin eða fullorðna fólkið. Ég sé slíkt uppgötunarnám eiga sér stað með foreldrum og börnum. Hvort heldur er á leik - grunn eða framhaldsskólaaldri. Við HA keyrum við þessa hugmyndafræði á sköpun, lýðræði, frelsi og frumkvöðla hugmyndum. Held að við nýtum of lítið að vinna þverfaglega - þversamfélagslega á þennan hátt.
.
Að búa til sitt eigið vasalajós.
![]() |
Verkefninu Mannauður hleypt af stokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2007 | 09:32
Byggja þarf minnst 8 nýja leikskóla
Ef það á að tryggja öllum þessum 850 börnum vistun, vandamálið er hins vegar að það stoðar lítið að byggja og byggja ef ekki er samtímis reynt að tryggja að til sé fagfólk til að vinna við þessa skóla. Væntanlega eru foreldrar ekki með væntingar um að þessir leikskólar eigi fyrst og fremst að sinna gæslu eða geymsluþörf. Flestir foreldrar gera kröfur til fagmennsku. En síðan má ekki gleyma öðrum þáttum sem gera starf í leikskólum lítt aðlaðandi, eitt af því sem ýtir fólki frá er þrengsli og hávaði. Hugsum stærra, tryggjum þeim börnum sem þegar eru i kerfinu fleiri fermetra.
Lítil börn eru enn viðkvæmari fyrir sífelldum mannabreytingum en eldri börn, við skuldum öllum börnum og kannski ekki síst þeim yngstu að skoða allar hliðar leikskólamála.
Samfélagið, menntamálaráðuneytið, samtök sveitarfélaga og fagfólk þarf allt að koma að málefnum leikskóla, gera kröfur en samtímis tryggja fjármagn þannig að hægt verði að tryggja bæði þeim börnum sem eru að fæðast og þeim sem þegar eru í leikskólum/á leikskólaaldri, bestu mögulegu aðstæður.
![]() |
Engin töfralausn til" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2007 | 00:50
Nískasta þjóð í heimi - alla vega þegar kemur að börnum
Ég las áðan í Fréttablaðinu að verið væri að byggja 483.000 fermetra af verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er hrein viðbót við það sem fyrir er. Mér var sem snöggvast hugsað til þess hversu nísk við erum á pláss fyrir börn.
Mér verður hugsað til þess að reglugerð um leikskóla var breytt til þess að hafa af börnum 0,5 fermetra til þess eins að sveitafélög þyrftu ekki að byggja. Gætu fjölgað plássum án steyputilkostnaðar held ég að það hafi heitið. Svo fór ég að hugsa, hvað ef við ákveddum að hvert barn ætti að fá 9 fermetra í stað þeirra 6,5 sem nú er í heildarrými, hvað þyrfti að bæta miklu við.
Samkvæmt tölum Hagstofurnar voru 17.260 börn í leikskólum landsins um síðustu áramót. Ef við ætluðum hverju þeirra 9 fermetra þyrftu þau 155.340 fermetra en núna eru þessum börnum ætlaðir 112.190 fermetrar. Viðbótin er minni en kringlan sem Samson ætlar að byggja á Vitastígnum. Hvað er að þessari ríkustu þjóð, getur verið að við dýrkum peninga fram yfir allt?
PS. Er búin að blogga margsinnis um afleiðingar þessa plássleysis á börnin og starfsfólkið. Þær heilsufarshættur sem fylgja fyrir báða, t.d. í formi heyrnarskaða. Held t.d að það hafi verið á meðal minna fyrstu færsla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2007 | 17:36
Áttu lausa stund næsta laugardag, ef ...
Pabbi kom hér í heimsókn uppnuminn yfir viðtali sem hann hafði heyrt í útvarpinu við mann að nafni Karl Aspelund. Undanfarna daga og vikur hefur hugmyndafræði Reggio verið til umræðu við alla sem detta hér inn. Líka foreldra mína. Þau hafa skilið þann hljómgrunn sem ég finn í stefnu sem hefur lýðræði, sköpun, endurnýtingu og frumkvöðlahugsun að leiðarljósi, finnst hann í rökréttu samhengi við hver ég er.
Um daginn sagði pabbi við mig, já Kristín, ég held ég sé búinn að átta mig á hver kjarni þessarar Reggio aðferðar er. Það er að ala upp börn sem hvert og eitt verður sjálfstæður athugandi, sem hvert og eitt dregur sjálfstæðar ályktanir en er samtímis hugað um hópinn og samfélagið. Einstaklinga sem hvert og eitt getur staðið upp í hundrað manna hóp og getur rökrætt eigin skoðun. Í gær sagði hann, "ég held að í raun snúist Reggio fyrst og fremst um frelsið og ábyrgðina sem því fylgir sem forsenda lýðræðisins". Og honum fannst einmitt, þessi hugsun felast í viðtalinu við Karl Aspelund en þar fjallaði hann um fyrirlestur sem hann flytur um næstu helgi.
Ég las drög Karls að erindinu á netinu, en hann er að fara að tala á Norrænu handverksþingi hér á landi og ég verð að vera sammála pabba, þarna er sleginn svipaður strengur. Ég hvet þá sem geta að fara að hlusta á Karl Aspelund, hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um hvernig hægt er að hlusta á einstaka fyrirlestra.