21.8.2011 | 02:17
Takk þjóð, átt þakkir skildar
Það var sterkt fyrir leikskólakennara að fara með 93% þjóðarinnar á bak við sig inn á samningafund. Það var orðið morgunljóst að þunginn lá með leikskólakennurum. Fleiri og fleiri bloggarar, foreldrar, atvinnurekendur sýndu málstaðnum skilning og hug sinn í verki, með skrifum og yfirlýsingum. Stór fyrirtæki reiknuðu með að senda fólk heim. Vinnustaður eins og Össur, taldi það að leysa "barngæslu" innanhús, jaðraði við verkfallsbrot. Skilaboð samfélagsins voru ljós. Flestir náðu þeirri staðreynd að leikskólakennarar voru samning á eftir og hafa í ofanílagið tekið á sig mikinn niðurskurð og þrengingar. Inn í þennan veruleika semur sáttasemjari ríkisins miðlunartillögu. Hún á auðvitað eftir að fara í atkvæðagreiðslu en miðað við þann tón sem samninganefnd leikskólakennara slær er lítil hætta á að hún verði felld.
Leikskólakennarar geta þakkað samfélaginu ekki varð langt verkfall, stuðningur þess var ómetanlegur. Sjálf hafði ég spáð að ef til verkfalls kæmi yrði það annað hvort mjög stutt eða mjög langt. Enginn millivegur. En í þetta sinn eins og seinast sömdu leikskólakennarar á 11 stundu. Til hamingju leikskólakennarar.
Það er von mín að barátta leikskólakennara hafi líka skilað skilaboðum um stéttina og starfið til samfélagsins og ein aukaafleiðing verði að konur og karlar flykkist í leikskólakennaranám. Enda er B.ed gráða gott veganesti fyrir allavega áhugaverð störf.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2011 | 14:34
Ögurstund?
Hvað merkir stétt með stétt? Leikskólakennarar eru saman í stéttarfélagi með leikskólastjórum, grunnskólastjórum, grunnskólakennurum, framhaldskólakennurum og svo framvegis. Félagið þeirra er hins vegar deildarskipt og nú er deildin sem almennir leikskólakennarar eru félagar í á leið í verkfall. Ég á ekki von á öðru en félagar í hinum deildunum standi með sínu fólki, Leikskólabörn verði t.d. óvelkomin í grunn - framhalds- og háskóla landsins á meðan á verkfalli stendur.
Rjúfa samstöðu
Nú eru farnar að heyrast raddir um að leikskólastjórar ætli sumir að vera "embættismenn" og hlýða "ordrum" að ofan. Halda opnu í verkfalli og taka við börnum á deildir þar sem fólk er í verkfalli. Ég hef heyrt að sveitarfélögin séu að senda út slík fyrirmæli. Kannski finnst mér sárast að í sumum þessara sveitarfélaga eru við stjórnvölinn fólk sem er í flokkum sem á rætur sínar í verkalýðhreyfingunni. Skömm þeirra er meiri en hinna, sem ég býst ekki við nokkrum hlut af.
Í gær ræddi ég um skák, mér er hún enn hugleikin. Hver leikur kallar á andsvar og það er gott að hugleiða það áður en leikið er. Hvernig ætla þeir leikskólastjórar sem ekki standa með sínu fólki í verkfalli að "feisa" það eftir verkfall? Það er martröð flestra leikskólastjóra að reyna, eða þurfa að reka leikskóla án fagfólks. Þeir stjórar sem láta kúska sig til hlýðni, ég held að þeir megi eiga von á flótta síns fólks í þá leikskóla sem stjórar sýna manndóm og standa með sínu fólki. Hver vill hafa yfirmann sem hann treystir ekki?
Það er aðferðafræði viðsemjenda að reyna að sundra og rjúfa samstöðu þeirra sem eru í verkfalli. Sagan hefur sýnt okkur ótal dæmi um það. Búinn til ótti við atvinnumissi, við fjárhagslegt tjón og svo framvegis. Inn á þennan ótta spilar Sambandið nú. Stjórarnir eru líka veikir eftir atlögu borgarinnar og annarra sveitarfélaga að starfi þeirra undafarna mánuði. Þar sem stjórum hefur verið sagt upp og skólar sameinaðir hægri, vinstri. Að sumu leiti virðast þeir eins og hræddar mýs í viðbrögðum sínum. Þeir vita sem er að það er lítið mál að segja upp eins og einum stjóra.
Ef þeir treysta sér ekki til að standa með sínu fólki legg ég til að þeir "meldi" sig veika af hugarangri á meðan á verkfalli stendur.
Þetta blogg er skrifað sem hvað ef, blogg. Sem svona versta mögulega sviðsmyndar atburðarrás. Ég persónulega á ekki von á öðru en stjórar standi með sínu fólki, að þeir láti ekki hræða sig til hlýðni og ég á ekki von á að undir rós hótanir um möguleg uppsagnarbréf hræði þá.
Stétt með stétt. Saman getum við náð árangri, það höfum við oft sýnt og munum vonandi halda áfram að sýna.
Uppfærsla kl. 15.oo
Nú hafa borist fregnir af því að Sambandið vilji ekki í slag og það muni senda út nú tilmæli á eftir. Jafnframt eru fleiri og fleiri leikskólar að setja á heimasíður sínar upplýsingar til foreldra um lokanir í verkfalli í samræmi við túlkun lögfræðings Kennarasambands Íslands. Áhyggjur af vondu sviðsmyndinni minni eru því aldeilis óþarfar. Og svo verður kannski líka bara samið um helgina :).
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2011 | 11:39
Leikreglur lýðræðisins
Nú er tækifæri fyrir sveitarstjórnarfólk að sýna sinn vilja til að fara að leikreglum lýðræðisins. Það er ljóst að síðasta orðið um framkvæmd verkfalls af hálfu sveitarfélaga liggur hjá pólitískum fulltrúum þeirra. Hvað sem hverjum og einum finnst um kröfugerðina sjálfa þá getur sveitarstjórnarfólk sýnt að það virða þann rétt sem fólk hefur til verkfalls. Það getur það með því að gefa út yfirlýsingu um að viðkomandi sveitarfélag fallist á viðmiðunarreglur og vinnubrögð KÍ.
Það er ekki til mikils mælst.
Aukin harka í kjaradeilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2011 | 01:18
Svartur á leik
Samband sveitarfélaga hefur í áróðurskini og til að reyna að rifta samstöðu leikskólakennara sent leikskólastjórum bréf um hvernig sambandið túlkar vinnulag í verkfalli. Hvernig hægt sé draga sem mest úr áhrifum þess. Í bréfinu er að finna svo mikla vanþekkingu á eigin samningum að það er eiginlega pínlegt. Fyrir mörgum árum sömdu nefnilega leikskólakennarar og sambandið um starfslýsingar sem unnið hefur verið eftir í leikskólum landsins. Í starfslýsingunum kemur skýrt fram hvert hlutverk deildarstjóra er. Þar segir m.a. að deildarstjóri:
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
En í bréfi sambandsins um störf deildarstjóra segir:
- Leikskólastjórum ber að sjá til þess að allar deildir séu starfandi eftir sem áður með því starfsfólki sem ekki er í verkfalli. Þótt deildarstjórar og aðrir leikskólakennarar leggi niður störf hefur leikskólastjóri eftir sem áður óskoraðan stjórnunarrétt til að skipuleggja og stýra verkum undirmanna sinna, hann getur flutt þá milli deilda ef þurfa þykir og gert aðrar stjórnunarlegar ráðstafanir vegna starfseminnar.
Að ganga í þessi störf er í klárt verkfallsbrot, enginn efast um að lækningaforstjóri hefur stjórnunarvald yfir t.d. deildarlæknum, en að hann hafi með því leyfi til að skipa öðrum að vinna störfin þeirra er algjör firra sem flestir sjá og skilja.
Hingað til hefur íslenskt samfélag að mestu kunnað að umgangast verkfall. Ófyrirleitni eins og birtist í bréfi sambandsins er sjaldséð en sýnir hvað sambandið er í raun hrætt við verkfallið. Það sést á hvernig það reynir að sundra samstöðunni og egna saman foreldrum, leikskólastjórum og leikskólakennurum með öllum tiltækum ráðum.
Einhver hefur gleymt að kenna sambandsfólkinu grundvallaratriði í skák, nefnilega að þegar hvítur er búinn að leika á svartur leik. Sambandsfólkið gleymir líka að það þarf að hugsa nokkra leiki fram fyrir sig. (Prívat er ég svolítið hissa því ég veit persónulega að þar innan dyra eru ágætir skákmenn). Ég er hissa á að sambandsfólkið hefur ekki íhugað að þegar verkfalli er lokið þarf fólk að geta sest niður og komið fram við hvert annað með virðinu og vinsemd. Unnið saman. Sú aðferðafræði sem nú er upp og sem ég held að hljóti að vera rakin til öfgamanna í Ameríku hún er ekki til þess fallin að skapa öryggi og traust í samskiptum til framtíðar. Ég legg til að Sambandið og þeir sem eru í forsvari fyrir það endurskoði afstöðu sína.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2011 | 18:14
Reikningskúnstir
Kosta um 1,7 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2011 | 17:41
Lágkúra Sambands sveitarfélaga
Það er leið þeirra sem valdið hafa að reyna að brjóta verkföll á bak aftur. Gera sitt besta til að reka flein á milli aðila. Það er ljóst eftir síðustu fréttir að sveitarfélögin ætla sér ekki að semja. Þau eru líka farin að sýna klærnar, vel að merkja það eru embættismenn þeirra sem það gera. Pólitíkusar koma hvergi nærri, sem fyrr geta þeir falið sig á bak við embættismennina. En nú á að reyna að gera verkfall að smávegis óþægindum fyrir foreldra. Það er verið að fá leikskólastjóra til að skipulaegga róterandi mætingu barna á deildir og svo framvegis, svo foreldrar verði sem minnst varir við þetta leiðinda verkfall. Ég verð að segja að mér finnst sambandið hafa lagst lágt. Lægra en ég hefði trúað fyrirfram að þeir hefðu geð til. Mér er nærri að segja "skammist ykkar".
Verkföll eru lögleg aðgerð, þau eru eitt af því fáa sem launafólk getur beitt til að koma viðsemjendum að borðinu. Ég á ekki von á öðru en að leikskólakennarar muni bregðast við af fullri hörku og að verkfallsvarsla verði árvökul.
Í sjálfstætt reknum leikskólum er ekki verfall, ég trúi samt ekki öðru en þegar að það starfsfólk sem á börn í verkfallskólum þarf að vera heima verði dregið úr starfsemi einkareknu skólanna.
Hvetja til verkfallsbrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2011 | 11:55
Verkfall er neyðarleið og nú er nauð
Verkfall er aldrei fyrsta val samningsaðila. Síðast fóru leikskólakennarar í verkfall með öðrum opinberum starfsmönnum árið 1984.
Árið 1986 áttu leikskólakennarar ekki kost á verkfallsvopninu, þá voru fjöldauppsagnir þeirra leið, lá nærri að flestir leikskólakennarar borgarinnar hættu þann 1. maí 1987. En samningar tókust rétt áður. Leikskólakennarar boðuðu verkfall næst árið 1997 en samningar tókust þá, rétt í þann mund sem verkfallið var að hefjast.
Síðan hafa leikskólakennarar samið. Árið 2006 gerðu leikskólakennarar um margt alveg ágæta samninga sem gilda áttu til nóvember 2008. Við vitum öll hvað gerðist í millitíðinni í október hrundi landið. Grunnskólakennarar gerðu samning í nóvember 2005 sem gilti til 2007 þeir gerðu svo nýjan samning 1. júní 2008. Ef fólk lítur á þessar dagsetningar þá sést hvað leikskólakennarar eru að tala um þegar þeir segjast vera samning á eftir.
Leikskólarnir hafa tekið á sig mikinn niðurskurð í ýmsu formi. Má segja að vilji sveitarstjórnarmanna til að skera niður og rugga bátnum í leikskólanum hafi verið meiri þar en á ýmsum öðrum stöðum. Leikskólakennarar hafa reynt að láta ástandið ekki trufla sig og unnið sitt starf að fagmennsku og gerst sitt besta til að niðurskurður komi ekki niður á starfinu með börnum. Á sama tíma hafa margir þeirra horft á eftir samstarfsfólki og fjölskyldum þeirra til útlanda. Til landa þar sem starfskjörin eru öllu betri. Lengi má manninn reyna og nú er komið nóg. Í augum leikskólakennarar er verkfallið neyðabrauð
Eins og áður er komið fram hafa leikskólakennarar umgengist verkfallsvopnið af mikilli varfærni. Í dag heyrði ég að kröfur leikskólakennara væru óraunhæfar og jafnvel að að reynsluleysi formannsins þvældist fyrir. En formaðurinn er ekki einn, á bak við hann stendur stéttin eins og veggur. Hún veit nefnilega sem er að ef ekki tekst að vinna á þeim mismun sem er á milli þeirra sem starfa með minna fólki og þeim sem vinna með stærra fólki þá er voðin vís fyrir leikskólasamfélagið.
Á bak við leikskólakennara standa líka leikskólastjórar. Þeirra hagur er góðir samningar. Það er mannskemmandi að vera stjóri og þurfa að bjóða fagfólki þau laun sem nú eru. Metnaðarfullt leikskólastarf byggist á góðum faghóp og hann fæst ekki ókeypis.
Í stað þess að ræða um að kröfur leikskólakennara séu úr takt og óraunhæfar ættu fjölmiðlar og aðrir að ræða um að auknar kröfur sveitarfélaganna til leikskóla séu óraunhæfar. Sá sparnaður sem sveitarfélögin hafa haft af því að samningar leikskólakennara runnu út í nóvember 2008 og þeir þar af leiðandi bundnir af stöðuleikasáttmálanum, hann ætti líka að vigta.
Slæm reynsla af verkföllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)