Verkfall er neyðarleið og nú er nauð

Verkfall er aldrei fyrsta val samningsaðila. Síðast fóru leikskólakennarar í verkfall með öðrum opinberum starfsmönnum árið 1984.

Árið 1986 áttu leikskólakennarar ekki kost á verkfallsvopninu, þá voru fjöldauppsagnir þeirra leið, lá nærri að flestir leikskólakennarar borgarinnar hættu þann 1. maí 1987. En samningar tókust rétt áður. Leikskólakennarar boðuðu verkfall næst árið 1997 en samningar tókust þá, rétt í þann mund sem verkfallið var að hefjast.

Síðan hafa leikskólakennarar samið. Árið 2006 gerðu leikskólakennarar um margt alveg ágæta samninga sem gilda áttu til nóvember 2008. Við vitum öll hvað gerðist í millitíðinni í október hrundi landið. Grunnskólakennarar gerðu samning í nóvember 2005 sem gilti til 2007 þeir gerðu svo nýjan samning 1. júní 2008. Ef fólk lítur á þessar dagsetningar þá sést hvað leikskólakennarar eru að tala um þegar þeir segjast vera samning á eftir.

Leikskólarnir hafa tekið á sig mikinn niðurskurð í ýmsu formi. Má segja að vilji sveitarstjórnarmanna til að skera niður og rugga bátnum í leikskólanum hafi verið meiri þar en á ýmsum öðrum stöðum. Leikskólakennarar hafa reynt að láta ástandið ekki trufla sig og unnið sitt starf að fagmennsku og gerst sitt besta til að niðurskurður komi ekki niður á starfinu með börnum. Á sama tíma hafa margir þeirra horft á eftir samstarfsfólki og fjölskyldum þeirra til útlanda. Til landa þar sem starfskjörin eru öllu betri. Lengi má manninn reyna og nú er komið nóg. Í augum leikskólakennarar er verkfallið neyðabrauð

Eins og áður er komið fram hafa leikskólakennarar umgengist verkfallsvopnið af mikilli varfærni. Í dag heyrði ég að kröfur leikskólakennara væru óraunhæfar og jafnvel að að reynsluleysi formannsins þvældist fyrir. En formaðurinn er ekki einn, á bak við hann stendur stéttin eins og veggur. Hún veit nefnilega sem er að ef ekki tekst að vinna á þeim mismun sem er á milli þeirra sem starfa með minna fólki og þeim sem vinna með stærra fólki þá er voðin vís fyrir leikskólasamfélagið.

Á bak við leikskólakennara standa líka leikskólastjórar. Þeirra hagur er góðir samningar. Það er mannskemmandi að vera stjóri og þurfa að bjóða fagfólki þau laun sem nú eru. Metnaðarfullt leikskólastarf byggist á góðum faghóp og hann fæst ekki ókeypis.

Í stað þess að ræða um að kröfur leikskólakennara séu úr takt og óraunhæfar ættu fjölmiðlar og aðrir að ræða um að auknar kröfur sveitarfélaganna til leikskóla séu óraunhæfar. Sá sparnaður sem sveitarfélögin hafa haft af því að samningar leikskólakennara runnu út í nóvember 2008 og þeir þar af leiðandi bundnir af stöðuleikasáttmálanum, hann ætti líka að vigta.

 

 


mbl.is Slæm reynsla af verkföllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður leikskólakennari, góður fagmaður. Góður penni, góður baráttumaður.

Takk fyrir Kristín  :)

Sigríður Helga Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 16:16

2 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Kærar þakkir fyrir pistillinn þinn. Ótrúlegur baráttuandi sem ég dáist að.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 16.8.2011 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband