Takk þjóð, átt þakkir skildar

Það var sterkt fyrir leikskólakennara að fara með 93% þjóðarinnar á bak við sig inn á samningafund. Það var orðið morgunljóst að þunginn lá með leikskólakennurum. Fleiri og fleiri bloggarar, foreldrar, atvinnurekendur sýndu málstaðnum skilning og hug sinn í verki, með skrifum og yfirlýsingum. Stór fyrirtæki reiknuðu með að senda fólk heim. Vinnustaður eins og Össur, taldi það að leysa "barngæslu" innanhús, jaðraði við verkfallsbrot. Skilaboð samfélagsins voru ljós. Flestir náðu þeirri staðreynd að leikskólakennarar voru samning á eftir og hafa í ofanílagið tekið á sig mikinn niðurskurð og þrengingar. Inn í þennan veruleika semur sáttasemjari ríkisins miðlunartillögu. Hún á auðvitað eftir að fara í atkvæðagreiðslu en miðað við þann tón sem samninganefnd leikskólakennara slær er lítil hætta á að hún verði felld.

Leikskólakennarar geta þakkað samfélaginu ekki varð langt verkfall, stuðningur þess var ómetanlegur. Sjálf hafði ég spáð að ef til verkfalls kæmi yrði það annað hvort mjög stutt eða mjög langt. Enginn millivegur. En í þetta sinn eins og seinast sömdu leikskólakennarar á 11 stundu. Til hamingju leikskólakennarar.

Það er von mín að barátta leikskólakennara hafi líka skilað skilaboðum um stéttina og starfið til samfélagsins og ein aukaafleiðing verði að konur og karlar flykkist í leikskólakennaranám. Enda er B.ed gráða gott veganesti fyrir allavega áhugaverð störf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Kristín, tek undir með þér. Til hamingju leikskólakennarar.

Ég held að annað mikilvægt hafi gerst í þessari kjarabaráttu leikskólakennara. Það varð ákveðin vitundarvakning um mikilvægi stéttarinnar og nauðsyn þess að hafa faglært fólk inni á leikskólunum eins og í grunnskólunum.

Það má aldrei gleymast hvað þessi mótunarár barnanna okkar skipta gríðarlegu máli og starfið sem fer fram á leikskólunum er svo mikilvægt. Áfram leikskólakennarar.

Svandís Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 09:20

2 Smámynd: hilmar  jónsson

7% í upphafi og séð til með rest ? Þú hlýtur að vera í skýunum...

hilmar jónsson, 21.8.2011 kl. 13:16

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hef ekki séð samninginn, þangað til ég fæ kynningu læt ég vera með að tala hann niður. Hef hinsvegar nokkra reynslu af samningum og veit að allt kemur nú ekki endilega í fjölmiðlum strax. Svo, þangað til ég sé pappíra ...

Kristín Dýrfjörð, 21.8.2011 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband