Lágkúra Sambands sveitarfélaga

Það er leið þeirra sem valdið hafa að reyna að brjóta verkföll á bak aftur. Gera sitt besta til að reka flein á milli aðila. Það er ljóst eftir síðustu fréttir að sveitarfélögin ætla sér ekki að semja. Þau eru líka farin að sýna klærnar, vel að merkja það eru embættismenn þeirra sem það gera. Pólitíkusar koma hvergi nærri, sem fyrr geta þeir falið sig á bak við embættismennina. En nú á að reyna að gera verkfall að smávegis óþægindum fyrir foreldra. Það er verið að fá leikskólastjóra til að skipulaegga róterandi mætingu barna á deildir og svo framvegis, svo foreldrar verði sem minnst varir við þetta leiðinda verkfall. Ég verð að segja að mér finnst sambandið hafa lagst lágt. Lægra en ég hefði trúað fyrirfram að þeir hefðu geð til. Mér er nærri að segja "skammist ykkar".

Verkföll eru lögleg aðgerð, þau eru eitt af því fáa sem launafólk getur beitt til að koma viðsemjendum að borðinu. Ég á ekki von á öðru en að leikskólakennarar muni bregðast við af fullri hörku og að verkfallsvarsla verði árvökul.

Í sjálfstætt reknum leikskólum er ekki verfall, ég trúi samt ekki öðru en þegar að það starfsfólk sem á börn í verkfallskólum þarf að vera heima verði dregið úr starfsemi einkareknu skólanna.

 

 


mbl.is Hvetja til verkfallsbrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er opinmynnt af hneykslun yfir þessum yfirlýsingum Sambandsins og þessu bréfi til stjórnenda leikskóla. Að viðsemjendur í kjaradeilu skuli beinlínis hvetja til verkfallsbrota (ef ekki ótvírætt í lagalegum skilningi, þá í það minnsta í siðferðislegum skilningi) er lyginni líkast og sýnir og sannar hversu lítinn skilning og þekkingu SÍS hefur í raun á störfum og mikilvægi leikskólakennara. Þakka þér, Kristín, fyrir frábær og skýr skrif um þessi mál, nú sem fyrr. Sem foreldri er ég sármóðguð fyrir hönd kennara barnanna minna.

Halla Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 17:52

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk Halla.

Kristín Dýrfjörð, 16.8.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband