Nauðsynlegasta heimilistækið þessa daga er borvélin

undir sólhlíf

Það er léttir að verslunarmannahelgin hafi farið vel fram. Ég vona að hún nái að klárast áfallalaust. Það skal fúslega viðurkennt að í mér er alltaf ákveðinn hrollur og þetta er sú helgi ársins sem ég bíð að taki endi. Hin síðari ár höfum við oft valið að vera úti fram yfir verslunarmannahelgi. Fjarri fréttatímum og hljóðum þyrlu gæslunnar. 

Í þetta skipti erum við heima og hefur helgin farið í að endurskipuleggja vinnuherbergið mitt og eldhúsið. Bæði tímafrek og nauðsynleg verkefni. Keypti forláta búrskáp í IKEA til að setja í búrið. Hann er risastór 60 cm breiður og vel yfir tvo metra. Það var púsl að koma honum saman. Sonurinn verkstýrði því, enda með meiri reynslu í samansetningum á IKEA húsbúnaði en við. Mér var á orði að það væri nú ekki endilega auðveldasta verk í heimi að koma saman hlutum frá Ikea. Teikningar þó góðar væru ekki alltaf alveg lýsandi. En ég er líka búin að komast að því að eitt nauðsynlegasta heimilistækið er bor/skrúvél sonarins af Hitatchi gerð. Sé okkur ekki alveg munda skrúfjárnin af sömu leikni og krafti og borvélin leyfir.     

Það sem er annars helst í fréttum er að Sturlubarnið fór í gær með foreldrum sínum í sveit og fékk að fara á hestbak. Var mjög ánægður með það. Á föstudag fór hann með mér í heimsókn til langafa og langömmu í Skeifuna. Skelli inn nokkrum svipmyndum þaðan. Garðurinn hennar mömmu er eins og alltaf, augnayndi.

undir sólhlífinni 2undir sólhlífinni1

 

Sturla og Biggi afi á pallinumSturla og Biggi afi

Sturla með Gerði ömmusysturGerður, Sturla og Lóló langamma

Mamma og Sigga mákona hennar

í skeifuMamma og siggaausturgarðurinn í Skeifugarðurinn hjá mömmu7

garðurinn hjá mömmu6garðurinn hjá mömmu5

garðurinn hjá mömmu4garðurinn hjá mömmu2

garðurinn hjá mömmu1garðurinn hjá mömm3


Dagur í forsælu

Auðvitað er það stórkostleg upplifun að þurfa að vera í forsælu úti í garði, að taka síesta á miðjum degi hér á Íslandi. Í síestunni notaði ég tækifærið og skypaði til vinkonu í spánskri síestu. Svo kom Sturlubarnið í heimsókn og við skruppum í stútfullan miðbæinn í gönguferð. Allir brosandi og góðir við náungann. Við hittum stelpur í gönguferð með hvuttann Pjakk, svo hittum við líka tvo aðra hunda, Birtu og Sigga. Sturlubarnið var afar upptekinn af þeim öllum. Vildi fá að klappa og svo er hann nýbúinn að uppgötva snjáldrið á þeim. Vil pota í það. Hann fékk líka að pota tánum í lækinn á Ingólfstorgi og gefa öndum í drulluskítugri tjörninni oggu brauð. Hann er líka alltaf jafnheillaður af myndunum af börnunum á Lækjatorgi, hans fyrsta listræna upplifun sennilega. Hann var ekki eins glaður með að sjá galdramanninn á torginu, fór að háskæla.

sturla og amma Sturlubarnið að sýna ömmu fuglana

Sturla og afiVatnið er kalt

Sturla skoða vatniðen spennandi

Sturlubarnið er annars að uppgötva leyndardóm bóka. Að hann getur flett þeim sjálfur og svo á hann svona lyftibók og hann nú er hann hættur að reyna að rífa og lyftir og gáir undir. Ég fjárfesti í fyrra í ódýrri plöstunarvél og nú plasta ég inn fyrir hann myndir og bý til bækur. Ég er búin að plasta inn mynd af kisunni Snata, ef mamma hans biður hann að finna kisu flettir hann fram og til baka og heldur svo stoltur uppi myndinni af Snata.  

Að lokum þá fannst mér ekki mikið til frammistöðu borgarstjóra koma, en hins vegar fannst mér Helgi heldur ekki alveg standa sig nógu vel. Var stundum heldur fljótur að grípa frammí. Mér fannst borgarstjóri líka heldur bláeygur að halda að hann gæti komið og rætt það sem hann vildi en ekki það sem borgarbúar eru að velta fyrir sér. Þ.e. hvernig hann stýrir og tekur ákvarðanir.  


Ofbeldi gegn lýðræðinu

Í ljósi frétta þess eðlis að Hanna Birna hafi náð sáttum við Listaháskólann er forvitnilegt að vita hvort allur borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fundið samstarfsflöt með listaháskólanum eða hvort það eru bara sjálfstæðismenn í skjóli framsóknar (sem er reyndar saga til næsta og þarnæsta bæjar). Mér finnst reyndar eins og verið sé að beita lýðræðið ofbeldi með síðustu ráðagjörð borgarstjórans. En það hlýtur að flokkast undir ofbeldi gegn lýðræðinu að setja fólk úr nefndum vegna þess eins að það hefur ekki nákvæmlega sömu skoðun og fyrsti fulltrúi viðkomandi lista. Mér finnst reyndar aumt að sjálfstæðismenn hafi svo bogna sjálfsmynd að þeir dansa með. Öðruvísi get ég ekki séð að varaformannskiptin eigi sér stað.

Í stjórnmálum verður fólk að geta verið stærri en eigið sjálf, það verður að kunna að deila og semja. Það verður að kunna að stundum þarf að fara leiðir málamiðlanna. Það verður líka að læra að velja þær orrustur sem það vill legg allt undir fyrir. Því miður sé ég ekki að borgarstjórinn hafi slíkt á valdi sínu. Því miður.


mbl.is Verðlaunatillaga um Listaháskóla Íslands yfirfarin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættarmót á Eskifirði - veiðimenn og kerlingafleytarar

Um helgina vorum við á niðjamóti á Eskifirði. Ég hafði ekki komið á Eskifjörð í 39 ár og var ekki viss um að rata. Var þó fljót að átta mig og fann strax hús afa og ömmu, hótelið þeirra og barnaskólann, gömlu símstöðina og bryggjurnar sem ég lék mér á sem barn. Ég verð að viðurkenna að allar fjarlægðir voru miklu meiri í minningunni. Mér fannst t.d. órafjarlægð heiman frá ömmu og afa niður að girðingunni þangað sem við sóttum mjólkurbrúsann þeirra á nagla. Já eða út í pöntunarfélag. Nú sé ég að þetta er allt steinsnar. Svona breytist afstaðan með lengd lappanna.

 Sjónarhæð húsið sem afi byggði og matti hræði steypuna í Hótel afa og ömmu 

Gamli barnaskólinn

Á leiðinni til Eskifjarðar fórum við norðurleiðina, gistum á Akureyri hjá vinkonu okkar sem reyndar er ættuð frá Eskifirði (Örnu Valsdóttur), skruppum út á Hjalteyri og fengum okkur kaffi í Bókaval sem heitir kannski Penninn núna og keyptum kjöt á grillið hjá Friðrik og Öddu á Friðriki fimmta. Síðan var lagt austur, stoppuðum reyndar í nokkra tíma við Ljósavatn þar sem Lilló reyndi árangurslaust að ná í fisk.

Eftir nokkur stopp á leiðinni renndum við frá Egilstöðum og beint inn í austfjarðarþokuna. Þokan lá eins og þétt slæða yfir og við sáum vart handa okkar skil. Lilló spurði hvar góða veðrið sem ég svo lofaði fyrir austan væri. Ég náttúrulega fljót til tilkynnti að það væri ekkert að þokunni, hún væri líka stór hluti af austfjörðunum og veðursældinni þar. Það er nefnilega lygnt í þokunni.

Síðasta aftakan á Austfjörðum á Mjóeyri

Þegar á tjaldstæðið við Mjóeyrina kom voru flestir mættir. Fólk í óðaönn að koma sér fyrir. Systkini (helmingur) mín höfðu verið á göngu fyrir austan alla vikuna áður. Búin að búa í tjaldi í viku, orðin nokkuð vön. Þeir sem ekki vildu stunda tjaldlíf gátu fengið leigð frábær smáhýsi. 

Við erum nokkuð dugleg að halda ættarmót, niðjar Kristínar Þorsteinsdóttur og Viggós Loftssonar, gerum það reglulega og venjulega er afar vel mætt. Mæting var þó frekar dræm í þetta sinn vorum um 35. Kannski var fjarlægðinni frá Reykjavík um að kenna. En hvað um það við sem mættum vorum afar ánægð og þótti gaman að vera með foreldrum okkar sem rifjuðu upp æskuárin á Hlíðarenda. Logi bróðir minn sá um skipulagið í þetta sinn og fórst það afar vel úr hendi.  

Efri röð mamma (Kristín), Matti, Doddi, Siggi neðri röð, Valdi, Haukur, Afi Viggó, Fúsi,  Amma Kristín með Tona í fanginu og Unnur við hlið hennar

Amma og afi með hópinn sinn

Lilló skrapp strax niður í fjöru með börnunum og viti menn í fyrsta kasti beit á þyrsklingur hjá sjálfri fiskifælunni, setti það mikið kapp í börnin sem upp frá þessu gerðust veiðimenn. Íris sem aldrei hafði farið í veiði varð undir eins mikil aflakló, náði strax miklu lagi á stönginni og kastinu. Hún veiddi m.a. hina prýðilegustu lúðu sem var grilluð um kvöldið.

´lilló að fixa stöng fyrir börninBaldur með stöngina

sölvi íris og lilló við veiðar

Daginn eftir var farið í bástferð á firðinum, bæði til að skoða og veiða. Fannst börnunum þetta hin mesta skemmtun. Á eftir fóru Mamma og Matti bróðir hennar með okkur í gönguferð um bæinn, sýndu okkur og sögðu frá. Við enduðum á byggðasafninu sem geymir einmitt eldavél langömmu okkar Þuríðar Andrésdóttur.

Gamlar endurminningar rifjaðar uppSteinn þar sem húsið sem langafi minn byggði og mamma og systkini hennar fæddust í 

var það þarnamamma og matti 2

eldavél Þuríðar langömmu minnar af Hlíðarenda (á byggðasafninu)

 

Viggó bróðir minn, Barbara kona hans og gerður systir eru öll áhugafólk  um kajakaróður. Þau höfðu verið að róa hér og þar við austurland og nú voru bátarnir teknir niður. Gerður og Viggó fóru í langan túr og svo kenndi Gerður, Viggó Þór tökin. Mér skilst að  hann hafi smitast alvarlega (reyndar held ég líka að lítið hafi þurft til en það er nú önnur saga). 

Gerður og Viggó Þór kennslagerður pró

Viggó þór á ferðViggó í blautgalla

 

Um kvöldið grilluðum við saman í Randulffssjóhúsi. Þar er frábær aðstaða. Börnin höfðu nóg við að vera og hinir fullorðnu líka. Grjótburður, veiðar, matur, rabb og meira rabb að ógleymdum kerlingafleytingum, allt var þetta ástundað að mikilli list.

Andri Sigfús í fjöru2á meðan Baldur og Óskar páll burðuðust með grjót þá veiddi Sölvi einn

fleyta kerlingum2Hér er fengurinn

lúðan tilbúin fyrir grillVera með Martein

lilló, íris, birta og ingibaldur með stóra á bryggjunni

fleyta kerlingummatti og unnur

Frænkurkarlar grilla

Eftir matinn fórum við niður á Mjóeyri á þann stað sem Eskfirðingar höfðu sín áramótabál á árum áður (og kannski enn), þar var kveiktur varðeldur og sungið við m.a. gítarundirleik Lilló. Sumt kunni hann ekki t.d. lagið sem öll börnin kunna um bahama og vísakort. Við sungum líka Þýtur í laufi en lagið er eftir Dídu (Aldísi Þuríði Ragnarsdóttur) frænku mína. Ragnar ömmubróðir minn var einmitt skólastjóri í Barnaskólanum á Eskifirði á árum áður. 

Tunglið, hólmatindur og Logivarðeldur á Mjóeyrinni þar sem áramótabrennan var þegar mamma ólst upp

Daginn eftir á sunnudegi, fórum við systkinin með mömmu út í Helgustaðarnámu þar sem afi vann áður fyrr. Ég gleymdi því miður að setja rafhlöðuna í myndavélina. Það var gaman að koma að námunni. þegar við vorum lítil var (og er) til silfurberg heima sem við gátum lesið í gegn um. Alveg tær steinn. Svona eins og var notaður í smásjár og fleytti fram þekkingu mann á eðli ljóssins og ljósbroti.

icelandspar_060305 Sifurberg í náttúrusögusafni í London.

 


Þegar krabbi býr með meyju ja eða meyja með krabba

Það er hrikalega erfitt að losa sig við drasl sem maður hefur sankað að sér. Jafnvel skó sem ég hef ekki farið í í rúm 30 ár. En vegna framkvæmda í kjallaranum (já þær eru hafnar) þá hefur undanfarna daga reynt á getu mína til að henda og standast freistingar. Getu til að henda pappírum sem eru í raun vitagagnslausir og ég á öruggleg ekki eftir að líta í, skó, fatnað sem er út úr korti á allan hátt. Svo hef ég þurft að standast þær freistingar að gramsa ekki í pokunum sem Lilló er búinn að úrskurða hending. Hann nefnilega hefur mun hærri stuðul en ég, hlutir sem mér finnast alveg nothæfir og alls ekki hendingur lenda alveg án vandmála í hans pokum. Ég féll aðeins í dag, "bjargaði" svona einum eða tveimur hlutum.

Hér áður fyrr tók Lilló alltaf til í geymslunni þegar ég var ekki heima. Þá hafði hann úrskurðarvald um það sem honum sýndist. Þegar leikföng drengjanna voru búinn að vera x mörg ár í geymslunni tók hann sig til ætlaði að henda þeim. Mágur minn einn kom þá í heimsókn og bjargaði til annarra barna í fjölskyldunni megninu af því dóti. Sjálfsagt hefur þessi tiltektardella hans í geymslunni í áranna rás gert það að verkum að það er enn hægt að þverfóta hér um slóðir.  Mér hefur verið bjargað frá sjálfri mér.

Lilló er eins sjá má meyjan á heimilinu en ég krabbinn, kannski að það útskýri sitthvað. Ja ef maður trúir á slíkt. Reyndar hef ég hann grunaðan um að skipta sér ekki af dótinu ef ég væri með það í kerfi, væri búin að flokka það og helst skrá, þá liði meyjunni á heimilinu sennilega ágætlega með það, vandamálið er að krabbinn er bara ekki nógu skipulagður til slíks. Hann er nefnilega alltaf að hoppa á milli verka (svona eins og að blogga og taka til). Þessi munur á okkur sést líka ágætlega í ýmsu öðru t.d. hvernig við hengjum upp myndir, ég vil ekki mjöggg beinar línur, Lilló vill mjöggg beinar línur. En á endanum blessast þetta nú samt og við komumst á sameiginlegri niðurstöðu.  

En það er best að halda áfram í kjallarnum... hafa auga með kauða ... 

Við tókum við á það ráð í vikunni að setja hér út á stétt kassa með alskins bókum, gömlum og nýjum, íslenskum og erlendum og miða á kassann þar sem við báðum vegfarendur að bjarga sér með bók eða bækur. Það gekk nokkuð vel að losa kassann (við fylltum nokkrum sinnum á), vonum við nú að bækurnar lifi framhaldlífi á nýjum stöðum.  


Hættur þess að drekka kók læt

Í fyrrakvöld skrapp ég út í sjoppu. Þar er líka vídeóleiga, strákurinn í afgreiðslunni fór þegar að spyrja mig hvort ég hafi séð hina eða þessa myndina. Þessi er rosagóð. Góðir leikarar í þessari. En þessi heldurðu að þú viljir sjá hana. Á endanum læt ég tilleiðast og tek eina, skila henni reyndar óséðri. Svo kom að meðlætinu, "ég ætla að fá tvo lítra af kók læt" segi ég. "Ertu viss um að þú viljir ekki venjulegt kók, það er miklu hollara". "" segi ég "ætla að hafa það læt" "En veistu ekki að þýskir vísindamenn er búnir að rannsaka og sanna að það er óhollara að drekka kók læt með fullt af gerviefnum en að vera í New York í viku". Ég horfi alvarlega (en glottandi inn í mér) framan í piltinn og segi." Já en það er tölfræðilega ekkert hættulegt að búa í New York í viku."  "Viltu kvittun?"

Mundi eftir þessu þegar ég las um hættur þess að búa í Reykjavík.   


Frítt í strætó að fordæmi Akureyringa

Á tímum þegar verðið á olíu og bensíni stígur hratt og mun hraðar en tekjur fólks sjást ýmsar breytingar á atferli fólks. Á dögum eins og 17 júní og Menningarnótt hef ég pirrað mig yfir þeirri áráttu úthverfabúa að þurfa endilega að taka stóru jeppana sína (helst upphækkaða) og skreppa með fjölskylduna í miðbæinn. Í miðbænum vilja þeir svo leggja sem næst Lækjargötu, helst upp á gangstétt fyrir utan gluggann hjá mér eða nágrönunum. Kannski væri mér sama nema að þetta skerðir dagsbirtuna hjá mér verulega, útsýnið hjá mér verður ekkert nema svartar rúður bílanna. Vel að merkja það er hægt að leggja þremur jeppum fyrir utan stofugluggann minn. En síðasta 17. júní fann ég breytingu, það voru  örfáir jeppar á ferð, (svona miðað við venjulega), fyrir utan gluggann hjá mér lögðu 5 smábílar og það varð ekki skuggsælt í stofunni.   

Ég held líka að nú sé færi til stærri breytinga. Strætisvagnar Reykjavíkur ætla að bjóða út hluta af starfsemi sinni. Í tengslum við það útboð hafa m.a. komið fram tölur um hvað kostar að reka kerfið til 10 ára. Inn í þær tölur er sennilega ekki tekinn neinn sparnaður af minnkandi álagi af gatnakerfi ef fleiri fara að nota strætó, það er örrugglega ekki reiknað út hvað koltvísýringsútblástur okkar minnkar ef fleiri nota strætó, það er örugglega ekki reiknað út hvað vöruskiptajöfnuður við útlönd lagast við færri innflutta bíla og minni innflutning á bensíni ef fleiri nota strætó. Ég held að nú sé lag fyrir borgaryfirvöld (og auðvitað líka hin sveitarfélögin sem eru í strætósamlaginu) að fara að fordæmi Akureyringa og hafa frítt í strætó fyrir alla.

Ég held að einmitt nú séu hagstæðar aðstæður, það fari saman, þjóðfélagsástand og hugmyndafræði sem gerir slíka tilraun mögulega.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband