Hættur þess að drekka kók læt

Í fyrrakvöld skrapp ég út í sjoppu. Þar er líka vídeóleiga, strákurinn í afgreiðslunni fór þegar að spyrja mig hvort ég hafi séð hina eða þessa myndina. Þessi er rosagóð. Góðir leikarar í þessari. En þessi heldurðu að þú viljir sjá hana. Á endanum læt ég tilleiðast og tek eina, skila henni reyndar óséðri. Svo kom að meðlætinu, "ég ætla að fá tvo lítra af kók læt" segi ég. "Ertu viss um að þú viljir ekki venjulegt kók, það er miklu hollara". "" segi ég "ætla að hafa það læt" "En veistu ekki að þýskir vísindamenn er búnir að rannsaka og sanna að það er óhollara að drekka kók læt með fullt af gerviefnum en að vera í New York í viku". Ég horfi alvarlega (en glottandi inn í mér) framan í piltinn og segi." Já en það er tölfræðilega ekkert hættulegt að búa í New York í viku."  "Viltu kvittun?"

Mundi eftir þessu þegar ég las um hættur þess að búa í Reykjavík.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ég held að það sé mikið til í því að aspartam sé óhollt og ég  reyni að forðast það.  Aspartam kallar  líka fram hungurtilfinningu. Þetta efni er komið í flest tyggjó og sumt sælgæti og  er í fleiri og fleiri mjólkurvörum. 

Sigríður Þórarinsdóttir, 22.7.2008 kl. 00:27

2 identicon

Góð

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það vita flestir að aspartam er ekki hollusta, líka ég, en sykur getur líka verið hættulegur sérstaklega ef viðkomandi býr við skert sykurþol. Best auðvitað að sleppa báðu en...

Kristín Dýrfjörð, 22.7.2008 kl. 11:35

4 identicon

En hvað kostaði svo flaskan ? Ég hef alltaf litið svo á að það væru bara auðkýfingar og öryrkjar sem keyptu gos í sjoppum. Eftir því sem ég best veit ert þú hvorugt, eða ertu kannski auðkýfingur?.

Briet (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:52

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl Briet, hún kostaði heilar 290 krónur í sjoppunni, en ég er löngu búin að reikna út hvað það kostar mig að fara í Bónus, allt of mikið, mér hættir nefnilega til að kaupa allt mögulegt sem ég hef enga þörf fyrir í svoleiðis búðum. En þegar ég fer til kaupmannsins á horninu eða í sjoppuna á horninu, kaupi ég það sem ég fór til að kaupa og ekki meir.  Sem sagt in til langs tíma litið, ekkert bruðl + til þess nota ég tvo jafnfljóta en annars bílinn.

Kristín Dýrfjörð, 22.7.2008 kl. 12:29

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ps. nú skilurðu af hverju öryrkjarnir versla við sjoppur og líka auðkýfingar, þó svo ég tilheyri hvorugum hópnum, heldur hópi hinna hagsýnu húsmæðra.

Kristín Dýrfjörð, 22.7.2008 kl. 12:32

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.7.2008 kl. 13:50

8 Smámynd: Beturvitringur

Þessi afgreiðslumaður hefur bæði haft þjónustulund og almannaheill að leiðarljósi . Margt verra en það

Beturvitringur, 22.7.2008 kl. 14:20

9 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Mér fannst og finnst hann alveg frábær. Sá sami og þegar ég ætlaði að kaupa kaffi og wc pappír eitt sinn (það var búið að loka hjá kaupmanninum á horninu) bauðst til að gefa mér eina rúllu, þeir eru nefnilega hættir að selja wc pappír og kaffi. 

Kristín Dýrfjörð, 22.7.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband