Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
15.4.2009 | 11:24
Ætti að ræða við borgarstjóra um framkvæmdina
Ég legg til að Sigurður Kári ræði við samflokksfólk sitt í borgarstjórn um launalækkanir og þá aðferðafræði sem beitt er. Þar er nokkur reynsla. Ég á nokkuð marga vini og kunningja sem starfa hjá borginni og geta sagt honum sögur af framkvæmdinni þar. Hann getur líka rætt við fólk sem vinnur hjá hinum ýmsu einkareknu fyrirtækjum sem hafa verið að gera slíkt hið sama.
Ég er hvorki að mæla aðferðinni bót eða setja mig í mót henni. Ég tel að hver skipulagseining verði að skoða hvað hún getur gert. Að saman verði fólk að hugsa lausnamiðað. Ég er viss um að í þeim fyrirtækjum sem fólk hefur lækkað laun sín og launahlutfall verulega til að tryggja störf sjái fólk ekki mikið eftir því. Kannski sumir eitthvað.
Tekist á um skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2009 | 11:28
Listinn er flottur, fer ekki rassgat
Vissi stjórnmálafræðingurinn Guðlaugur Þór það ekki? Hefði haldið að maður sem hefur lifað og starfað í opinberri stjórnsýslu í áratug vissi betur. Eða var þetta ætlað til að dreifa athyglinni? Ekki það að sem kjósandi annars flokks finnst mér að Guðlaugur eigi að vera sem lengst í framboði (þó það sé heldur ekki alveg siðlegt af mér). Sitja sem fastast og fara ekki rassgat eins og kappinn forni á Hlíðarenda sagði.
PS. breytti færslunni eftir ábendingu frá Þrym og biðst afsökunar á misminninu.
Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.4.2009 | 14:13
Hagsmunir barna?
Vinnutími á Íslandi hefur verið allt of langur. Kostnaðurinn hefur lent á m.a. börnunum. Meðal annars í formi langs leikskólatíma eða 45 -50 tíma á viku. Með styttri vinnuviku gefst meiri tími til að rækta það sem möl og ryð fá ekki grandað, fjölskyldu- og vinabönd.
Með kreppunni minnkar lífsgæðakapphlaupið, allir þurfa ekki lengur að eiga allt. Það sem áður var sjálfsagt og keppst var að er nú álitið græðgi. Þrátt fyrir að kreppa hafi marga slæma og verulega slæma fylgifiska þá held ég að styttri vinnutími foreldra sér til hagsbóta fyrir allt samfélagið til lengri tíma litið. Í gær voru fréttir af 25% samandrátt i sjúkraflugi. Sá sem talað var við frá Mýflug átti ekki aðra skýringu en að samfélagið væri hægara. En eitt af því sem hefur sjálfsagt áhrif er styttri vinnutími. Með honum skapast minni hætta á slysum sem tengjast þreytu og álagsmeiðslum og e.t.v. minni hætta á sjúkdómum sem tengjast miklu vinnuálagi. Í framtíðinni verður þetta sjálfsagt lýðheilsurannsóknarefni.
Hins vegar ber að vara við að á sumum stöðum virðist vera til umræðu að skerða laun fólks en krefjast sama eða meira vinnuframlags. Sérstaklega á þetta við hjá ýmsum opinberum starfsmönnum . Vissulega er víða hægt að hagræða og gera hlutina á annan hátt en að sama skapi held ég að á öðrum eigi álagið bara eftir að aukast með öllum þeim aukaverkunum sem því fylgja.
Vinnutími styttist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2009 | 02:18
Lýðræði kostar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2009 | 01:51
Fyrir flokksmenn - enda ekki kröfuharðir
Fyrir FLOKKSMENN er allt sem skiptir máli komið fram segir Bjarni með nokkru yfirlæti. En ég velti fyrir mér, hvað með almenning? Viljum við vita meira um fjármál flokksins? Hverjir voru til dæmis heildarstyrkir til flokksins 2006? Ég vil fá að vita um allan fótinn og kroppinn líka ekki bara litlu tánna (81 milla) sem okkur er sýnd.
Upp á borð með allt bókhaldið. Það er óþarfi að gefa upp hvað hver gaf yfir milljón en að öðru leyti sundurliðað bókhald flokksins.
Annars var frekar fyndið að lesa AMX þar sem farið er yfir bókhald flokkanna og sýnt hvað SjálfstæðisFLokkurinn stóð vel 2007 með hæstu prósentu eigið fé. Það getur vel verið að það standist bókhaldslega en ef 55 milljónir sem þeir fengu rétt fyrir áramót 2006 til að laga stöðuna eru dregnar frá er dæmið ekki alveg jafn fallegt, eða hvað?
Allt komið fram sem máli skiptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2009 | 01:12
Innmatur Trójuhestins fundinn
Í ljósi þess sem ég hef sagt um Trójuhest Samfylkingarinnar í Valhöll er nú upplýst hverjir voru inn í honum. Kemur reyndar frekar á óvart að það eru báðir framkvæmdastjórar flokksins og svo góðir og gegnir flokksmenn, sem hafa verið duglegir í viðskiptalífinu. Annar kenndur við Kók og hinn verðbréf. Í mínum villtustu draumum átti ég ekki von á að þeir væru laumu Samylkingarmenn.
Ef annar flokkur hefðu "lent" í viðlíka klandri og Sjálfstæðisflokkurinn nú hefði Morgunblaðið og bloggarar á vegum flokksins ekki hætt að hamast og hamast. Það sem verra er þeir hefðu hamast á persónulegum nótum. Slíkt höfum við séð í gegn um tíðina. Það er sennilega happ þessara manna að SjálfstæðisFLokkurinn á moggann.
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2009 | 21:26
Trójuhestur í flokknum
Loksins er ég búin að fatta þetta með millurnar í flokksjóðinn. Auðvitað, það var Trójuhestur í Sjálfstæðisflokknum. Hvernig er annars hægt að skýra að jafn vammlaus flokkur hafi tekið við upphæðum sem hvergi hafa sést í flokkapólitík áður. Þetta hlýtur að vera Samfylkingarfólkinu í Sjálfstæðisflokknum að kenna. Fólkinu sem hefur starfað í leynd í flokknum í áratugi. Svona "svefngenglar" sem hægt var að vekja á viðkvæmum tímum til að njósna í Bandaríkjunum á árum kaldastríðsáranna. Þannig er þetta auðvitað, hjúkkett fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Allt í grænum sjó þar á ný eða kannski bláum.
Framhaldið í höndum formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 12:49
Tómur sparibaukur flokksins
Það hefur alla tíð verið ljóst að fjárhirslur Sjálfstæðisflokksins hafa verið drýgri og auðveldara að afla í þær en hjá öðrum flokkum. Það þarf ekki annað en að horfa á magn auglýsinga og hversu faglega þær hafa yfirleitt verið unnar. Slíkt fæst ekki gefins. Flokkurinn hefur líka lengstum verið flokkur fjármagnseigenda, flokkur þeirra sem trúa á gildi; ég klóra þér, þú klórar mér pólitíkur. Eitt birtingarform hennar er að gefa vel til flokksins.
Ég veitti eftirtekt að Bjarni Ben lofaði að birta lista yfir alla sem gáfu meira en milljón. Frá því hefur Valhöll horfið enda held ég að þjóðinni myndi ofbjóða sú græðgi sem þá opinberaðist. Sennilega hefur flokkurinn fengið tugi ef ekki á annað hundrað milljóna samanlagt í minni styrki. Að þeir hafi síðan þurft risastyrki til að láta enda ná saman sýnir óábyrga kosningarbaráttu og verulega ótrausta efnahagsstjórn innan flokksins.
Þær fréttir hafa verið að berast að Samfylkingin hafi þegið 13 milljónir samanlagt í styrki frá Landsbankanum, Kaupþingi og Glitni. Nokkuð virðist vera ljóst að stærstu bankarnir hafa styrkt þá flokka sem um hafa beðið með svipaðri upphæð. Með því hafa þeir reynt að viðhalda ákveðnu jafnræði milli flokka.
Styrkir eru og hafa verið hluti af því sem mörg fyrirtæki líta á sem styrk til lýðræðisins. Þess vegna styrkja þau flest fleiri en einn flokk. Um það hefur aldrei verið deilt, deilurnar snúa um upphæðirnar. Kosningarbarátta, jafnvel hófstilltri, kostar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er barnaskapur að halda að allir flokkar reyni ekki að afla fjár á einhvern hátt.
Eftir að lögin voru sett 2006 jukust þær upphæðir sem flokkarnir fengu úr sjóðum hins opinbera. Með því var hugmyndin að frelsa flokkana undan því að þurfa að afla styrkja á sama hátt og áður.
Landsbankinn veitti 2 styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2009 | 13:44
Skera niður leikskólastarf
Í gær horfði ég á samantektina á undan kosningarsjónvarpinu á RÚV. Sérstaka athygli mína vakti viðtal við Karl Björnsson framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga. Hann taldi nokkuð ljóst að lítið yrði hægt að draga saman í grunnskólanum en leikskólinn væri allt annað mál, hann væri ekki lögbundinn á sama hátt og grunnskólinn. Þar væru því tækifæri til sparnaðar. Það væri afar forvitnilegt að vita hvað Karl meinti með þessu og hvað hann telur að skera eigi niður eða hvar eigi að auka gjaldtökur í leikskólanum. Sjálf er ég þeirrar skoðunar að það skref að láta greiða sérstaklega og hátt gjald fyrir 9 tímann sé heillavænlegt skref hjá borginni (að teknu tilliti til einstæðra foreldra). Og ég tel t.d að þetta gjald eigi að undirskilja systkinaafslætti. Með þessu fengist ýmislegt. Til heilla fyrir börn og rekstur leikskóla.
Sjálf hef ég talað fyrir því að allt að 5- 6 tímar væri á tilteknu verði en síðan hver tími umfram það seldur margfalt dýrara. Ég vil að öll börn eigi rétt á leikskóla og að að flest börn séu í leikskólum, en hversu góður sem leikskólinn er hafa fá börn eitthvað að gera þar 45-50 tíma á viku.
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort fólk vilji alfarið banna stjórnmálaflokkum að afla fjár frá fyrirtækjum og einstaklingum?
Fjáröflun flokkana er jafngömul flokkunum sjálfum og ekki einsdæmi fyrir Ísland. Það sem þarf er að skýra leikreglurnar og hámark upphæða eins og loks er búið að gera. Eins og Jóhanna er búin að tala fyrir á annan áratug. Ekki það að setja það upp sem eitthvað rangt að fyrirtæki vilji styrkja framgang lýðræðisins. Í stjórnunarfræðum er lýðræði og skýr stjórnsýsla talin vera kostur í fyrirtækjarekstri. Það að fyrirtæki sjái sér hag í að styrkja lýðræðið segir eitthvað um þau. Svo framalega sem upphæðir eru innan skinsamlegra marka, innan marka sem hægt er að kenna við spillingu og mútur.
Í ljósi umræðunnar undanfarna daga er nokkuð ljóst að bankarnir hafa styrkt flest framboð, nú er spurning höfnuðu þau einhverjum?
VG slær sér á brjóst og segir við fengum ekkert. En báðu VG og Frjálslyndir um eitthvað. Mér þykir það meiri fréttir ef þeir hafa gert það og verið hafnað. Þá er kominn fram óásættanlegur lýðræðishalli.
Það er hinsvegar bara fínt ef að VG hefur á sínum tíma tekið meðvitaða ákvörðun um að biðja bankana ekki um styrk. Hafi þeir og Frjálslyndir sett sér þau viðmið í fjáröflun sem gerðu þeim t.d. ókleift að sækja styrki til bankanna. Það gæti verið forvitnilegt fyrir kjósendur að vita þau viðmið þ.e.a.s. ef þau eru til.
Mér finnst skárra að fjáröflunarnefndirnar standi að fjáröflun fyrir flokkana en einstaka frambjóðendur fyrir t.d. prófkjör. Held að það sé eitthvað sem menn ættu að skoða betur og setja um miklu strangari reglur, alla vega um gegnsæi og opinbert bókhald. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fordæmi sem öðrum ber að varast.