Trójuhestur í flokknum

Loksins er ég búin að fatta þetta með millurnar í flokksjóðinn. Auðvitað, það var Trójuhestur í Sjálfstæðisflokknum. Hvernig er annars hægt að skýra að jafn vammlaus flokkur hafi tekið við upphæðum sem hvergi hafa sést í flokkapólitík áður. Þetta hlýtur að vera Samfylkingarfólkinu í Sjálfstæðisflokknum að kenna. Fólkinu sem hefur starfað í leynd í flokknum í áratugi. Svona "svefngenglar" sem hægt var að vekja á viðkvæmum tímum til að njósna í Bandaríkjunum á árum kaldastríðsáranna. Þannig er þetta auðvitað, hjúkkett fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Allt í grænum sjó þar á ný eða kannski bláum.

 


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eða kannski gamli "hulduherinn" hans Alberts? Afneitun er hugtak sem mætti halda að hafa verið fundið upp í flokknum sem auglýsir "göngum HREINT til verks" og vill eina þjóð í landinu, stétt við stétt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Það er dásamlegt þegar sannleikurinn um þessa rótgrónu mafíu kemur í ljós. Ég hef beðið eftir þessu á mörg ár. Hér er það að koma upp á yfirborðið sú spilling sem öllum hugsandi mönnum hefði mátt vera ljóst í marga áratugi. Það hefði mátt vera öllum ljóst að t.d. Valhöll var aðeins reist af mútufé og verndartollum.

Magnús Bergsson, 10.4.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sjálfsstæðisflokkurinn hefur allt sem mafía hefur.  Hver man ekki eftir kolkrabbanum og svoleiðis glæpafélögum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband