Ætti að ræða við borgarstjóra um framkvæmdina

Ég legg til að Sigurður Kári ræði við samflokksfólk sitt í borgarstjórn um launalækkanir og þá aðferðafræði sem beitt er. Þar er nokkur reynsla. Ég á nokkuð marga vini og kunningja sem starfa hjá borginni og geta sagt honum sögur af framkvæmdinni þar. Hann getur líka rætt við fólk sem vinnur hjá hinum ýmsu einkareknu fyrirtækjum sem hafa verið að gera slíkt hið sama. 

Ég er hvorki að mæla aðferðinni bót eða setja mig í mót henni. Ég tel að hver skipulagseining verði að skoða hvað hún getur gert. Að saman verði fólk að hugsa lausnamiðað. Ég er viss um að í þeim fyrirtækjum sem fólk hefur lækkað laun sín og launahlutfall verulega til að tryggja störf sjái fólk ekki mikið eftir því. Kannski sumir eitthvað.


mbl.is Tekist á um skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, vandlæting sjálfstæðismanna, flokksins sem stærstan þátt átti í hruni bankanna og þeirri kreppu sem af kollsteypunni leiddi, er vægast sagt aumkvunarverð. – Mestu varðar bæði í umræðunni um hugsanlega (og tímabundna) lækkun launa og hækkun skatta að þeir taki á sig þyngstar birðar sem best eru settir, en fólki með lágar og miðlungstekjur sé hlíft eftir megni. Svo þarf að sjálfsögðu að taka upp hátekjuskatt að nýju og finna þar eðlileg viðmiðunarmörk. Það er svo brýnt langtímaverkefni að bæta „skattaskil“ (eins og það heitir á fagmálinu) þ.e. að ná til þess stóra hóps sem í öllu „frelsinu“ hefur sloppið við að greiða skatta til samfélagsins en nýtur (að því er virðist án nokkurs samviskubits?) góðs af velferðarþjónustunni.

Gunnar Guttormsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:08

2 identicon

Viltu deila með okkur nánar þessari reynslu Kristín.  Ég hef miklar efasemdir um þessar launalækkunarleiðir. Hvað með orlofsréttindin? Hvað með lífeyrissjóðsréttindin? Hvenær og hver ákveður að það eigi að fara þessa leið? Hún er t.d. ekki framkvæmaleg í grunnskólanum nema breyta lögum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband