Hagsmunir barna?

Vinnutími á Íslandi hefur verið allt of langur. Kostnaðurinn hefur lent á m.a. börnunum. Meðal annars í formi langs leikskólatíma eða 45 -50  tíma á viku. Með styttri vinnuviku gefst meiri tími til að rækta það sem möl og ryð fá ekki grandað, fjölskyldu- og vinabönd.

Með kreppunni minnkar lífsgæðakapphlaupið, allir þurfa ekki lengur að eiga allt. Það sem áður var sjálfsagt og keppst var að er nú álitið græðgi. Þrátt fyrir að kreppa hafi marga slæma og verulega slæma fylgifiska þá held ég að styttri vinnutími foreldra sér til hagsbóta fyrir allt samfélagið til lengri tíma litið.  Í gær voru fréttir af 25% samandrátt i sjúkraflugi. Sá sem talað var við frá Mýflug átti ekki aðra skýringu en að samfélagið væri hægara. En eitt af því sem hefur sjálfsagt áhrif er styttri vinnutími. Með honum skapast minni hætta á slysum sem tengjast þreytu og álagsmeiðslum og e.t.v. minni hætta á sjúkdómum sem tengjast miklu vinnuálagi.  Í framtíðinni verður þetta sjálfsagt lýðheilsurannsóknarefni.

Hins vegar ber að vara við að á sumum stöðum virðist vera til umræðu að skerða laun fólks en krefjast sama eða meira vinnuframlags. Sérstaklega á þetta við hjá ýmsum opinberum starfsmönnum . Vissulega er víða hægt að hagræða og gera hlutina á annan hátt en að sama skapi held ég að á öðrum eigi álagið bara eftir að aukast með öllum þeim aukaverkunum sem því fylgja.


mbl.is Vinnutími styttist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk fyrir innlitið Þrymur, ég er heldur ekki að mælast til þess að annað foreldrið verið heima. Ég er að mælast til að vinnutími sé skynsamlegur. Víða er það svo að annað foreldrið fer með börnin í skóla og hitt sækir. Með þessu er vistunartími barnanna frá þetta 6,5 til 7,5 tímum á dag í stað þess að vera 8,5 -9 tímar.  

Með styttri vinnuviku er ég að vona að meiri gæðatími verði til fyrir börnin. Það að fleiri sæki um bústaði hjá stéttarfélögunum, fleiri fari í sund og að gestum í almenningsbókasöfn hafi fjölgað verulega eru allt vísbendingar um að fólk er að finna til atriði sem það getur gert með börnum sínum án mikils tilkostnaðar. Ég vona að borgin lækki inn í húsdýra- og fjölskyldugarðinn í sumar ég er viss um að hún nær því upp með fjölgun heimsókna.

Ég er eindregin stuðningsmanneskja leikskóla og leikskólauppeldis en held samt að öllu megi ofgera. Ég var óskaplega þakkát fyrir að barnabarnið mitt var þeirra gæfu aðnjótandi að byrja í leikskóla 10 mánaða.

Kristín Dýrfjörð, 12.4.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel skynsamlegt að vinnutími sé ekki of langar svo fjölskyldan geti notið fleiri samverustunda. Það er þó óskandi að þeir sem lent hafa í vinnuskerðingu og launalækkunum nái enn að láta enda ná saman.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.4.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Að sjálfsögðu vona ég það líka innilega Hilmar. Í gegn um tíðina hef ég eins og flestir aðrir horft upp á og upplifað á eigin skinni hvernig fjárhagsáhyggjur geta leikið fólk. 

Það er t.d. töluvert að verða fyrir 10% launaskerðingu, eiga að skila meira vinnuframlagi og samtímis hækka öll útgjöld heimilisins. Við sem erum tvö í heimili getum þetta e.t.v. betur en þeir sem eru með börn á sínu framfæri.

Kristín Dýrfjörð, 12.4.2009 kl. 23:58

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Já, fjölskyldufólk kemur verst út úr kreppunni. Ég er fráskilinn sjálfur en á eina fósturdóttur (dóttir fyrrverandi konur minnar) og tek ég virkan þátt í uppeldi hennar. Eftir að ég missti vinnuna skömmu eftir hrunið hef ég fundið fyrir að hafa ekki nóg á milli handanna og hef ekki getað veitt okkur tveimur allt það sem ég gat annars áður. Það er vonandi að við náum í sameiningu að rífa okkur út úr kreppunni sem fyrst. Ég reyni allavega að vera bjartsýnn á það.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband