Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
5.7.2007 | 21:23
Hvað er kyn-legt við dúkku eða bíl – þurfa drottningar að kúka?
Í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð kom í ljós að flestir leikskólar eru búnir svipuðum efnivið og leikföngum. Þar kom fram að hægt væri að flokka efniviðinn á nokkra vegu.
Efniviður til skapandi starfs s.s. málning, litir, perlur, leir og ýmislegt sem tilheyrir dúkkuleik, bílaleik og byggingarleikjum (kubbar af ýmsum tegundum), leikföng sem ýta undir og styðja við grófhreyfingar. Mest var til af leikföngum sem studdu félaglegan og vitrænan þroska, næst kom hreyfiþroski.
Þegar skoðað hvað hvernig skiptingin á milli flokka var, kom í ljós að mest var til af efnivið sem tengdist skapandi starfi og smíðum en minnst þar sem, tónlist, málið og bókmenntir eru umfjöllunarefni. Það sem hinsvegar kom líka í ljós að þrátt fyrir að mikið væri að efnivið til skapandi starfa var aðgengi barnanna að því lítið. Þetta er efniviður sem er lokaður inni, notaður spari eða að börnin þurfa alltaf að biðja um hann. Það er enginn ástæða að ætla að íslenski leikskólar séu mikið öðruvísi en þeir sænsku kannski minna um smíðar en annar efniviður er nokkuð svipaður.
Leikföngin sem finna má í flestum leikskólum endurspegla sterkt hinar Fröbelsku hefðir og rætur leikskólans en minna daglegt líf flestra barna. Má segja að leikskólinn á vissan átt neiti að viðurkenna þróun samfélagsins, vilji halda í þá rómantísku sýn sem Fröbelleikskólinn stendur fyrir. Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein um þrá okkar leikskólakennara til að skilgreina fyrir barnið til að afneita því umhverfi sem það býr í. Afneita, barbie, he-man; transformers og öllum hinum ofurhetju- og álfameyjuleikjunum. Afneita áhrifum barnaefnisins - auglýsinganna, poppmenningarinnar og tölvanna sem flest börn búa við heima.
Þetta er gert með því m.a. að ræða um að leikskólinn eigi að vera öðruvísi en heimilið, að vera hvíld frá yfirfullum barnaherbergjum og kröfum um nýjasta tæknidótið. Má meira að segja lesa út ákveðna fyrirlitningu gangvart þeirri "áráttu" foreldra að fylla barnaherbergin af "drasli".
Annað viðhorf til barn og dægurmenningar má lesa úr þessari tilvísun til Loris Malaguzzi þar sem hann fjallaði um tölvur og börn árið 1986 (á íslenku 1988).
Það dugir ekki að snúa baki við raunveruleikanum í leitandi uppeldisstarfi, sem áttar sig á breytingum í heiminum. Þau fyrirbrigði sem barnið kemst í kynni við í raunveruleikanum þarf það einnig að fræðast um í skólanum til þess að geta séð þau sem þátt í menningunni.
Með því að henda út og banna öll leikföng sem annaðhvort falla ekki að hinni fröbelísku hefð eða sem við teljum stuðli að "slæmum" staðalímyndum barna, erum við í leiðinni að gjaldfella líf þeirra og reynslu. Við erum að ákveða hvað er merkingarbært eða á að vera merkingarbært fyrir börn. Og við fáum aldrei tækifæri til að ræða um þær merkingar sem börnin leggja sjálf í leikheim sinn fáum ekki tækifæri til að ræða um eða efast um skilning þeirra. Til að ögra honum.
Af þessu öllu missum við af því að við erum svo upptekin af okkar mynd af barninu. Takamarkaða barninu barninu sem þarf að gæta sín á og temja, barninu sem virðist samkvæmt námskrá sumra leikskóla vera óvinurinn- barnið sem rænir völdum * ef við pössum ekki upp á völdin.
Þegar ég var 7 ára velti ég því fyrir mér hvort að drottningar þyrftu að kúka spurningarnar hafa breyst þær gætu verið; þarf He-man að hugsa um börnin sín eða Superman að kaupa í matinn þarf Barbie á klóið, hver les fyrir ofurstelpurnar á kvöldin? Hvað gerist inn í tölvuleiknum? Hugsa tölvur? Af hverju leika strákar ofurhetjur á meðan stelpur leika prinsessur og álfmeyjar? Eða leika kannski stelpur líka ofurhetjur og strákar álfmeyjar? Hvernig er hægt að stuðla að viðhorfsbreytingu hjá börnum ef við erum ekki einu sinni til í að setja þeirra mál og leiki á dagskrá leikskólans?
Hvenær eru leikföng kynbundin Hvað með kynjaða leiki?
* Hjallastefnunni er ætlað að kenna börnum aga og hegðun á jákvæðan, hlýlegan og hreinskiptinn hátt þar sem taminn vilji er leiðin til öryggis og frelsis fyrir alla... í stað undanlátssemi sem leyfir börnum að ræna völdum og stjórna í skjóli valdaráns sem þau hafa engar forsendur til að axla og í stað þess að nöldra, skammast og þora ekki að taka fullorðinsábyrgð á að stjórna og temja. (sjötta meginregla stefnunnar af http://www.hjalli.is/fraedsla/)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.7.2007 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.7.2007 | 13:17
Bakkus, bíll og börn fara engan veginn saman
Samkvæmt frétt RUV voru tvö stúkubörn með mönnunum í för - er fólk ekki í lagi? Tveir fullorðnir karlar með Bakkusi bíl og börn.
Væntanlega er viðkomandi barnaverndarnefnd látin vita, það á að hafa afleiðingar aðrar en að missa prófið að sýna svona algjöran dómgreindarskort.
En þar fyrir utan er svollítið hlægilegt að missa bílinn út í Ljótapoll.
Keyrði út í Ljótapoll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2007 | 01:19
Arkitektúr og leikskólar
Í október næstkomandi er ráðstefna fyrir þá sem hafa á áhuga í borginni Reggio Emilia á Ítalíu, þar á að fjalla um tengsl leikskólastarfs og þeirrar uppeldisfræðilegu-sýnar sem starfið byggir á. Þar sem lögð er áhersla á samspil umhverfis og þess sem þar á að gerast.
Þegar ég hef rætt um arkitektúrinn við fólkið í Reggio Emilia er samlíking við kirkjuna oft notuð. Þegar verið er að hanna og byggja kirkjur er það gert í kringum þær athafnir og þá helgisiði sem þar hafa skapast. Sama þarf að gera þegar verið er að hanna leikskóla og skóla. fyrst þarf að huga að því starfi sem á að fara fram þeim sem ætla að nota bygginguna.
Það form á samveru barna í leikskólum að sitja í hring er t.d. rakið til Fröbels, sem oft hefur verið nefndur faðir leikskólans. Pestalozzi annar frumkvöðull í menntun barna - lét börnin sitja í röðum. Breski félagsfræðingurinn Bernstein hefur sett fram módel m.a. um hverskonar húsnæði hentar hvaða tegund uppeldisfræði. Samkvæmt hans kenningum þurfa skólar sem leggja mikla áherslu á skapandi starf, hópastarf og sameiginlegt nám barna og fullorðinna á allt öðruvísi húsnæði (og stærra) en skólar sem leggja áherslu á gamaldags innlögn. Í ljósi alls þessa tel ég það vera mikilvægt að skoða og pæla í hvernig leikskólar eru hannaðir.
Hvernig leikskólar og innviðir þeirra eru sameiginlegt sköpunarverk þeirra sem þar starfa, þeirra sem þar koma og þeirra sem það hanna.
Ráðstefnan fer fram á ensku og eru takmarkaður fjöldi sem kemst að. Áhugasamir geta fengið skráningarblöð og frekari upplýsingar hjá mér á dyr@unak.isVísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.7.2007 | 20:00
Til hamingju Reykjavík
Við virðumst svo mörg álíta að það sé best að hafa þá sem minna mega sín og skera sig úr samfélaginu einhverstaðar nálægt einhverjum öðrum enn okkur. Ég ólst upp í Blesugrófinni, hverfi sem margir álitu vera fátækrarhverfi Reykjavíkur. Þar átti heima fólk sem gekk ekki endilega sömu slóðir og flestir aðrir. Þar átti heima í fólk sem átti við allavega andlega kvilla að etja - það sem við í dag köllum ógæfufólk og fíklar. ÉG er ekkert verri manneskja, jafnvel þó ég hafi verið smeyk við suma þessara einstaklinga, t.d. manninn sem fór með geiti í bandi um hverfið, girtur hníf. Að okkur systkinum var haldið ákveðið umburðarlindi gangvart þessum meðbræðrum og systrum. Ég ól mína syni upp 50 metra frá gistiskýli borgarinnar í Þingholtunum (og bý þar enn)- Sonur minn fagnaði því að nú ætti loks að leyfa mönnum að vera á nóttunni, jafnvel þó þeir væru undir áhrifum.
Ég var í fjölda ára leikskólastjóri í hverfi þar sem mög heimili fyrir geðfatlað voru - þá kom líka upp umræða - byggð á hræðslu.
Fyrri blogg mín um sama mál má finna hér og hér
Ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2007 | 15:08
Á að vera hluti af sorhirðunni
Fyrir heilum 13 árum bjó ég í um tíma miðvesturríkjum Bandaríkjanna, nánar tilekið í borginni Oak Park við Chicago, þar flokkuðum við sorp og settum út í þar til gerðar tunnur á tilteknum dögum, á þriðjudögum hirtu þeir heimilissorpið á fimmtudögum kom bílinn sem hirti pappír og þessháttar aðra hverja viku kom glerbílinn. Við húsið voru 3 tunnur, hver með sínum lit. Þetta var á þeim tíma talin sjálfsögð þjónusta borgarinnar við íbúa. Meira að segja í Bandaríkjunum var þetta hluti af samfélagsþjónustunni. Ég hef oft velt fyrir af hverju íslensk borgaryfirvöld hafa ekki haft þetta sem hluta af sinni þjónustu því segi ég takk fyrir mig. Mér finnst þetta vera eitt af verkefnum sveitarfélagana er hluti af sorphirðunni og skiptir gríðamiklu máli við að byggja upp á öllum heimilum venju við að flokka.
Segir Reykjavíkurborg í samkeppni við einkaaðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2007 | 03:15
Guðdómleg Reykjavík
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2007 | 22:59
Bókahillan mín
Við áttum saman herbergi ég og yngri systir mín, okkur fannst þetta höll, því fyrir það höfðum við verið fimm systkinin saman í herbergi, aðeins elsta systir okkar fékk sérherbergi. Herbergið okkar var pínulítið og undir súð. Inn í það voru smíðaðar tvær rekkjur með rúmfatakassa. Þar var ekki mikið gólfpláss en við áttum saman eina kommóðu og svo áttum við sitthvora hilluna við rúmin. Systir mín er mesti snyrtipinni og hefur alltaf verið, hún hefur aldrei þolað drasl. Minn stuðull hefur allaf verið frekar hár, ef ég var með bók lokaði ég á umhverfið. Skynjun mín varð skynjun inn í bókinni. Lyktin sem ég fann var lyktin í sögunni, litirnir, voru litir sögupersónanna.
Systir mín kvartaði sáran yfir að þegar við áttum að taka til, þurrka af og þvo glugga (það þurfti reyndar aldrei að segja henni það) þá byrjaði ég í bókahillunni minni og ég komst aldrei lengra. Fyrst skoðaði ég steinana mína en svo þurfti ég aðeins að kíkja í bók. Og það verður að segja mér til skammar, ég held bækurnar hafi næstum alltaf átt vinninginn.
Núna er ég í sömu skrefum ég hef lítið verið heima frá áramótum og búin að vinna mikið. Nú þarf ég sannarlega að gera skurk í tiltektarmálum en sem fyrr byrjaði ég á bókastöflunum og er búin að vera föst þar. Ég er reyndar nokkuð viss um að draslið mitt fari ekkert og það skal fúslega viðurkennt að ég hef átt skemmtilega stund með gömlum vinkonum, bókunum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 18:04
Um það sem við segjum og um það sem við þegjum
Undanfarna daga hef ég átt í skemmtilegum samræðum við innri mig og ýmsa aðra um leikskólamál. Um lýðræði, um skoðanir, um það sem við segjum og um það sem við þegjum
Ég er oft að velta því fyrir mér hvenær rétti tíminn sé til að hafa eða hafa ekki skoðun, ég var heilmikið í þeim pælingum um tíma og tel sjálf að ég hafi verið mjög dugleg að tipla létt í blómabeðunum til að móðga engan eða særa ... en stundum held ég að það skipti ekki máli - hinir eru nefnilega ekki á tánum þeir eru önnum kafnir við að grafa sama blómabeðið með stórvirkum vinnuvélum - og þegar ég loks átta mig á því er ekkert blómabeð lengur til að tipla í.
2.7.2007 | 17:59
Þegar lægsti samnefnari verður viðmið - leikskólastarfsins
Í dag endurnýjaði ég kynni við bók um uppeldislega sýn í leikskólanum, hvernig hún er sameiginleg og hvernig hún hefur áhrif á hvernig fólk hugsar og starfar þar. Höfundinn norsk fræðikona notar kenningar frakkans Bourdieu til að skýra það sem hún á við. En hún fer víða yfir og skoðar fjölda rannsókna um leikskólastarf. Hún vitnar m.a. í sænska rannsókn þar sem niðurstaðan er að í leikskólanum hættir okkar til að taka tillit til lægsta samnefnara í starfsmannahópnum Þar sé fólk upptekið við að fela fagþekkingu sína til að virðast ekki hærra settir eða snobbaðri en samstarfsfólkið. Leikskólakennarar gera allt til að skapa ekki faglega gjá á milli sín og þeirra ófaglærðu. Til að skapa einingu og góðan starfsanda.
Niðurstaðan er hinsvegar að þetta viðhorf og vinnubrögð komi í bakið á okkur, menntunin og fagið verður við þetta ósýnilegt. Við festumst í neti vinnumenningar sem við eigum erfitt með að klóra okkur út úr. Og þetta styrki viðhorf í samfélaginu um að í leikskólanum sé ekkert að gerast engin menntun, þar séu börn "bara" að leika sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)