Til hamingju Reykjavík

Við virðumst svo mörg álíta að það sé best að hafa þá sem minna mega sín og skera sig úr samfélaginu einhverstaðar nálægt einhverjum öðrum enn okkur. Ég ólst upp í Blesugrófinni, hverfi sem margir álitu vera fátækrarhverfi Reykjavíkur. Þar átti heima fólk sem gekk ekki endilega sömu slóðir og flestir aðrir. Þar átti heima í fólk sem átti við allavega andlega kvilla að etja - það sem við í dag köllum ógæfufólk og fíklar. ÉG er ekkert verri manneskja, jafnvel þó ég hafi verið smeyk við suma þessara einstaklinga, t.d. manninn sem fór með geiti í bandi um hverfið, girtur hníf. Að okkur systkinum var haldið ákveðið umburðarlindi gangvart þessum meðbræðrum og systrum. Ég ól mína syni upp 50 metra frá gistiskýli borgarinnar í Þingholtunum (og bý þar enn)- Sonur minn fagnaði því að nú ætti loks að leyfa mönnum að vera á nóttunni, jafnvel þó þeir væru undir áhrifum.

  

Ég var í fjölda ára leikskólastjóri í hverfi þar sem mög heimili fyrir geðfatlað voru - þá kom líka upp umræða - byggð á hræðslu. 

 

Fyrri blogg mín um sama mál má finna hér og hér


mbl.is Ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Var staðið nægilega vel að kynningu eða hefði verið sama hvernig að kynningu hefði verið staðið, að andstaðan hefði komið upp samt?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.7.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Af reynslu, því miður held ég að það sé sama hvernig staðið er að kynningu það kemur upp andstaða.  Hvort hún verður meiri eða minni skal ósagt látið.

Það er annað með nágranna þú færð nú yfirleitt ekki að velja þá, ég t.d. hef nú verið heppin með mína í gegn um tíðina (sp. hvort þeir séu sama sinnis er annað mál), en ég veit dæmi þess að í áratugi hafi fólk í sama húsi ekki talað saman nema með hjálpa lögfræðinga. Lætur allt í fari nágranna sinna pirra sig og á erfitt líf með þeim. Það þarf nefnilega ekki heimilislaust fólk til.

Kristín Dýrfjörð, 5.7.2007 kl. 14:51

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Rétt. Maður ræður þessu yfirleitt ekki.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.7.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband