Maria Montessori

mm

Maria Montessori (1870 -1952)

Er ein af rissessunum í uppeldisfræðinni. Hún var ítölsk fædd 1870, fyrsta konan þar í landi til að ljúka prófi í læknisfræði (1896). Hún sinnti læknisstörfum m.a. á svonnefndum “fávitaheimilum” fyrir börn. Þar veitti hún því eftirtekt að börn sem fengu einhverskonar minnstu örvun, vegnaði betur en öðrum börnum. Hún komst að þeirri niðurstöðu að andlegur vanþroski stafaði  m.a. af skorti á örvun, börnin þurftu ekki læknishjálp þau þurftu menntun. Hún opnaði 1907 fyrsta skólann sinn "Casa dei Bambini" eða "Hús barnanna". Þar sem hún lagði drögin að og reyndi í verki uppeldifræðikenningar sínar og 1912 gaf hún út sína fyrstu bók um uppeldismál. Með uppgangi fasismans á Ítalíu varð hún landflótta – flutti fyrst til Spánar en hrökklaðist þaðan við upphaf borgarstríðsins og hélt til Hollands þar sem hún lést í hárri elli (1952). Áhrifa hennar gæta í leikskólastarfi um allan heim. Sumstaðar má segja að um ákveðna bókstafstrú sé að ræða á meðan aðrir sækja innblástur í hugmyndir hennar.


 

Maria Montessori fléttaði saman þekkingu sinni í læknisfræði, mannfræði og uppeldisfræði. Hún byggði uppeldisfræðin sína m.a. á kenningum Fröbles sem og á hugmyndum franskra samtímamanna. Hugmyndir Montesorri eru tengdar pósitívismanum sem hafði á þeim tíma mikil áhrif á uppeldis- félags og sálarfræði. Sennilega má jafnvel telja hugmyndir hennar um hlutverk ímyndunaraflsins í þroska barna að hluta runnur frá þeim grunni. En hún vildi ekki að börn leituðu í fantasíuna til að vinna skapandi, sköpunin átti að grundvallast á raunveruleikanum.  

 
Grundvallaratriði

Grundvallarhugmynd í hugmyndafræði Montessori var og er virðing fyrir börnum. Sjálf sagðist hún hafa lært af börnunum, þau hafi kennt henni. Börn eiga að þroskast á eigin hraða og á eigin forsendum, þess vegna verður allt starf að vera einstaklingsmiðað – hvert barn verður að fá að fara í gegn um sín þroskaverkefni á eigin hraða. Þau verða að fá tækifæri til að gera aftur og aftur. En þar sem þroski hvers og eins er einstaklingsbundin verða verkefnin líka að vera það. Vegna þessa verða börn að hafa val. Val um verkefni, tíma og hraða. Má e.t.v. segja að Montessori hafi innleitt val í starf með börnum.

  
Leikefni sem flestir þekkja

Montessoribeitti einna fyrst þeirri aðferð að gera nákvæmar skriflegar skráningar á atferli og gerðum barna, þar kom þekking hennar á sviði vísindalegra vinnubragða læknisfræðinnar og mannfræðinnar að miklum notum. Í Reggio Emilia er upphaf skráninga sem aðferð í leikskólastarfi rekið til hennar. Í kjölfar skráninga þróaði Montessori leikefni sem hún byggði á þessum athugunum. Leikefni sem til er á flestum heimilum í dag og flokkast jafnvel sumt sem eitt af fyrstu leikföngum margra barna. Leikefni Montessori reyndi á öll skynfæri en byggðu líka á mjög sterku flokkunar og röðunarkerfi. Meðal annars þess vegna hefur mikið verið litið til þeirra í stærðfræðikennslu. Dæmi um slíkt er kassinn sem mót eru flokkuð í, misstórir hringir sem er raðað upp á keilu. Það sem einkennir leikefni Montessori er að það er sjálfleiðréttandi – ef barnið gerir ekki rétt, gengur leikefnið ekki upp.  

 
Leikur barna

Sýn Montessori á leik barna hefur löngum verið gagnrýnd – hún leit á leikinn eins og hann er skilgreindur t.d. samkvæmt Fröbelskri hefð sem tímasóun. Með hinum “frjálsa” leik væri illa farið með tíma barna. Börn eru forvitin og leitandi. Því á sterkur rammi að vera í kring um leik barna – umhverfið á að vísa þeim veginn en börnin sjálf að komast að niðurstöðu. Þess vegna eiga kennarar að vera í bakgrunni – eiga ekki að skipta sér of mikið af nema þeir sjái að barnið er að lenda í ógögnum. En samtímis er mikilvægt að þeir séu góðar fyrirmyndir t.d. í meðferð málsins og þeir eiga að vera vakandi fyrir þroska hvers barns. Má segja að umhverfið hafi verið aðalkennari barnsins  - en seinna voru það aðrir Ítalar sem gerðu að leiðarstefi sínu að "umhverfið sé þriðji kennarinn" eftir barnahópnum og leikskólakennaranum (Reggio Emilia).

 
Rýmið

Vegna mikillar áherslu á eigin virkni og frumkvæði barnsins eru Montessori leikskólar innréttaðir með þarfir barna í huga. Borð og stólar eru í hæð barna – efniviður er mjög aðgengilegur og settur fram á tiltekinn hátt. Umhverfið þarf að vera þannig að barnið geti einbeitt sér en jafnframt að vera hlýlegt. Mikil áhersla er lögð á þátttöku barna í daglegum störfum, svo sem að þrífa og hugsa um húsnæðið, en jafnframt er áhersla á  smádýr séu í leikskólanum og flestir Montessori leikskólar reyna að hafa matjurtargarða fyrir börn til að vinna og á þann hátt að tengjast náttúrunni en samtímis læra um gildi vinnunnar.

 
Eign reynsla

Sjálf var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera með litlu tána í Montessori leikskóla í Bandaríkjunum. Sá leikskóli var nokkurn veginn eins lítil afsteypa af lýsingunni hér að ofan. Lilló vann þar hálfan daginn og ég fékk að leysa af sem professional volunteer þá daga sem hann var frá eða aðra starfsmenn vantaði. Skilningur minn á Montessori fræðum í samtímanum jókst töluvert en samtímis styrktist sú skoðun mín að eins og önnur fræði þarf öll uppeldisfræði að þroskast – vera rædd og taka breytingum. Til að uppeldisstarf geti þróast þarf að vera til staðar umræða, gagnrýnin umræða. Ég hafna þeirri sýn á leikskólastarf að það geti verið ein og niðursoðinn súpa sem allstaðar bragðast eins. Ég hafna einhæfum vinnubrögðum og að til sé lausn eða einn sannleikur í leikskólastarfi.


Frábært afrek

Kæru hjón hjartanlega til hamingju. Þetta hlýtur að vera mögnuð tilfinning.

Ég veit um eina stallsystur sem er búin að sjá myndina nokkuð oft. Í hvert sinn til að sjá nýjan flöt, eitt sinn til að upplifa með lokuð augu sagði hún mér.   


mbl.is Sigurinn á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni kom Baltasar Kormáki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilló og Snati

Það er tvennt sem Lilló stenst ekki boð frá, börn og dýr. Þau þurfa ekki nema rétt að líta á hann og hann bráðnar og "hlýðir". Nú kom Snati í heimsókn, Snati, þrílita læðan sem Sturla átti, en varð að flytja í næsta hús. Ástæðan fyrir flutning var nefnilega spurning um mig eða kisu - reyndar held ég að þeir feðgar  hafi þurft að hugsa sig aðeins um. En ég sem sagt hafði vinninginn, en þá voru augnlokin orðin fjórföld - ég leit út eins og leikari í B horromynd. Snati hún flutti í næsta hús og svo kemur hún í heimsókn. Hún er hérna núna - snuddaðist í kring um Lilló - labbaði ein hring upp á sjónvarsstólnum hans og og horfði svo biðjandi á hann. Lilló segir " á ég að láta það eftir þér og fá mér sæti" - " æi ég nenni því ekki" og svo var aðeins meira mænt og nú situr Lilló með malandi kisu í fanginu og klappar henni.

 

lillosnati

-- JANUSZ KORCZAK --

 Korczak with children under the chestnut tree

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    

Í heimi uppeldisfræðinnar eru nokkrir risar og risessur, fólk sem hefur lagt meira af mörkum til viðhorfa okkar til barna en aðrir. Einn þessara risa er pólski, gyðingurinn, læknirinn, rithöfundurinn og mannvinurinn Janusz Korczak(1879 -1942). En hann lagði einna fyrstur fram hugmyndir um sjálfstæðan rétt barna. 

Á árunum fyrir seinna stríð og á stríðsárunum rak hann munaðarleysingarheimili í Varsjá, og hann lét lífið í gasklefum Treblinka ásamt “börnum” sínum. Korczak hafi fengið fjölda tilboða um hjálp til að komast undan nasistum en neitaði staðfastlega, sagðist fylgja börnunum alla leið.    

Korczak stofnaði munaðarleysingjaheimili sem hann nefndi ”lýðveldi barnanna” þetta átti að vera  réttlátt samfélag, þar sem börnin áttu að vera með sitt eigið þing, dagblað, og rétt með kviðdómi. Þar sem börn voru börn án tilliti til trúarbragða, því öll börn hlæja, gráta og hræðast það sama. Börnin áttu að læra að ber umhyggju fyrir hvert öðru og þau áttu að læra sanngirni, áttu að læra að ber ábyrgð á öðrum á þann hátt að það fylgdi þeim til fullorðinsára.  Hann var ekki upptekinn af því að kenna börnum stafrófið, heldur það sem honum fannst mikilvægara, málfræði siðfræðinnar.

 

Hann vildi að fullorðnir kæmu fram við börn af virðingu og sanngirni.  Í yfirlýsingu hans um réttindi barna stóð að hvert barn ætti rétt á að:

 

vera elskað

vera virt

hafa áhrif á eigin uppvöxt og þroska

vera tekið alvarlega

vera ekki barn morgundagsins heldur barn samtímans

fá leyfi til að verða og þroskast eins og því er ætlað

við lærum öll að í óþekktu manneskjunni sem býr innra með hverju barni,

felst von framtíðarinnar

  

Hornsteinn uppeldistarfsins var rétturinn og kviðdómurinn, vegna þess að þannig lærðu börnin að jafnvel í óréttlátri veröld er að finna réttlæti.

 

Gestapó sótti Janusz Korczak þann 6. ágúst 1942, hann gekk í farabroddi barnahópsins að lestinni sem færði þau til Treblikna, tvö yngstu börnin leiddi hann sér við hlið og hin 190 ásamt 10 manna starfsliði fylgdi fast á eftir, á lofti héldu þau fána barnalýðveldisins. Grænn öðrum megin, Davíðstjarna hinumegin.

 

Barnaár Sameinuðu þjóðanna 1970 – 1980 var tileinkað og nefnt eftir Janusz Korczak, eftir hann liggja mikil skrif um málefni barna - þar sem uppeldisfræði hans birtist. Uppeldisfræði byggð á trú á getu og hæfileika barna, uppeldisfræði byggð á ást og virðingu.   

 

Síðasta ritverk Janusz Korczak var Dagbók úr gettói - sem á ótrúlegan hátt lýsir lífinu á munaðarleysingjaheimilinu síðustu 3 mánuðina.


Bakkus bróðir býr víða

 

Ég er búin að búa í miðborg Reykjavíkur í 25 ár, ég er allan þann tíma búin að búa í næsta nágrenni við Farsóttarhúsið í Þingholtstræti. Þar sem börnin mín upplifðu nábýli við Bakkus, en þau þurftu því miður ekkert svo langt til þess, Bakkus bróðir er nefnilega í fjölda íslenskra fjölskyldna, minni meðtalinni.

En hluti af því að ala börn upp hér í miðbænum (sem við völdum) er að kenna þeim á umhverfið, við sem hér búum kennum börnunum okkar á bíla sem ekki virða hámarkshraða, við kennum þeim að fara ekki inn hjá ókunnugum, við fræðum þau um barnaperra og við kennum þeim á það sem finnst í moldinni og í blómabeðum, þ.m.t. sprautur. Það eru meira en 20 ár síðan ég átti slíka samræðu fyrst við syni mína. En ég átti hana og við ræddum þetta fram og til baka.

Systir mín sem býr í sómakæru úthverfi taldi sig ekki á sama tíma þurfa að ræða þessi mál við sín börn - hún bjó jú í Kópavoginum - en hvar skyldu sprautir hafa fundist - nema á skólalóðinni í þessu líka fína hverfi - Þar höfðu foreldrar ekki talið á þeim tíma ástæðu til að ræða þessi mál. Þau áttu nefnilega ekki heima í miðbænum.

Ég var leikskólastjóri í 10 ár - eitt af því sem er gert í mörgum leikskólum, bæði í betri og "verri" hverfum borgarinnar er að yfirfara lóðirnar á morgnana - m.a. til að leita af sprautum og öðru sem þar á ekki heima.  

Í Bretlandi hafa menn nú áhyggjur af því að hafa vafið börn svo inn í bómull að þau beri ekki kennsl á hættur í umhverfinu, kunni ekki að meta hana. Þetta leiði til hluta af þeirri áhættuhegðunar sem nú er uppi. Ég veit ekki hvort það sama eigi við um okkur en að halda það að sprautur finnist bara nálægt heimilum útgangsfólks og heimilisleysinga er hættulegt sakleysi. 

Ég held að ég hafi lesið einhverstaðar að í Sviss hafi yfirvöld boðið fíklum öruggum stað til að sprauta sig á og hreinar nálar - þetta hafi dregið mjög úr þessum fylgifiskum neyslunnar og úr lifrabólgutilfellum, sem ég las áðan í Morgunblaðinu að hafi fjölgað umtalsvert á síðasta ári.

 

(Upphaflega bloggði ég þetta sem svar við athugsemd á blogginu "Bakkus bíll og börn fara ekki saman"


Hvað er kyn-legt við dúkku eða bíl – þurfa drottningar að kúka?

Í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð kom í ljós að flestir leikskólar eru búnir svipuðum efnivið og leikföngum. Þar kom fram að hægt væri að flokka  efniviðinn á nokkra vegu.

  

Efniviður til skapandi starfs s.s. málning, litir, perlur, leir og ýmislegt sem tilheyrir dúkkuleik, bílaleik og byggingarleikjum (kubbar af ýmsum tegundum), leikföng sem ýta undir og styðja við grófhreyfingar. Mest var til af leikföngum sem studdu félaglegan og vitrænan þroska, næst kom hreyfiþroski.

  

Þegar skoðað hvað hvernig skiptingin á milli flokka var, kom í ljós að mest var til af efnivið sem tengdist skapandi starfi og smíðum en minnst þar sem, tónlist, málið og bókmenntir eru umfjöllunarefni. Það sem hinsvegar kom líka í ljós að þrátt fyrir að mikið væri að efnivið til skapandi starfa – var  aðgengi barnanna að því lítið. Þetta er efniviður sem er lokaður inni, notaður spari – eða að börnin þurfa alltaf að biðja um hann.  Það er enginn ástæða að ætla að íslenski leikskólar séu mikið öðruvísi en þeir sænsku – kannski minna um smíðar en annar efniviður er nokkuð svipaður.

 

Leikföngin sem finna má í flestum leikskólum endurspegla sterkt hinar Fröbelsku hefðir og rætur leikskólans en minna daglegt líf flestra barna. Má segja að leikskólinn á vissan átt neiti að viðurkenna þróun samfélagsins, vilji halda í þá rómantísku sýn sem Fröbelleikskólinn stendur fyrir. Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein um þrá okkar leikskólakennara til að skilgreina fyrir barnið – til að afneita því umhverfi sem það býr í. Afneita, barbie, he-man; transformers og öllum hinum ofurhetju- og álfameyjuleikjunum. Afneita áhrifum barnaefnisins -  auglýsinganna, poppmenningarinnar og tölvanna sem flest börn búa við heima.

 

Þetta er gert með því m.a. að ræða um að leikskólinn eigi að vera öðruvísi en heimilið, að vera hvíld frá yfirfullum barnaherbergjum og kröfum um nýjasta tæknidótið. Má meira að segja lesa út ákveðna fyrirlitningu gangvart þeirri "áráttu" foreldra að fylla barnaherbergin af "drasli".

 

Annað viðhorf til barn og dægurmenningar má lesa úr þessari tilvísun til Loris Malaguzzi þar sem hann fjallaði um tölvur og börn árið 1986 (á íslenku 1988).

 

Það dugir ekki að snúa baki við raunveruleikanum í leitandi uppeldisstarfi, sem áttar sig á breytingum í heiminum. Þau fyrirbrigði sem barnið kemst í kynni við í raunveruleikanum þarf það einnig að fræðast um í skólanum til þess að geta séð þau sem þátt í menningunni.   

 

Með því að henda út og banna öll leikföng sem annaðhvort falla ekki að hinni fröbelísku hefð eða sem við teljum stuðli að "slæmum" staðalímyndum barna, erum við í leiðinni að gjaldfella líf þeirra og reynslu. Við erum að ákveða hvað er merkingarbært eða á að vera merkingarbært fyrir börn. Og við fáum aldrei tækifæri til að ræða um þær merkingar sem börnin leggja sjálf í leikheim sinn – fáum ekki tækifæri til að ræða um eða efast um skilning þeirra. Til að ögra honum.

 

Af þessu öllu missum við af því að við erum svo upptekin af okkar mynd af barninu. Takamarkaða barninu – barninu sem þarf að gæta sín á og temja, barninu sem virðist samkvæmt námskrá sumra leikskóla vera óvinurinn- barnið sem rænir völdum * ef við pössum ekki upp á völdin.

 

Þegar ég var 7 ára velti ég því fyrir mér hvort að drottningar þyrftu að kúka – spurningarnar hafa breyst þær gætu verið; þarf He-man að hugsa um börnin sín eða Superman að kaupa í matinn – þarf Barbie á klóið, hver les fyrir ofurstelpurnar á kvöldin? Hvað gerist inn í tölvuleiknum? Hugsa tölvur? Af hverju leika strákar ofurhetjur á meðan stelpur leika prinsessur og álfmeyjar? Eða leika kannski stelpur líka ofurhetjur og strákar álfmeyjar? Hvernig er hægt að stuðla að viðhorfsbreytingu hjá börnum ef við erum ekki einu sinni til í að setja þeirra mál og leiki á dagskrá leikskólans?

 

Hvenær eru leikföng kynbundin – Hvað með kynjaða leiki?

 

* Hjallastefnunni er ætlað að kenna börnum aga og hegðun á jákvæðan, hlýlegan og hreinskiptinn hátt þar sem taminn vilji er leiðin til öryggis og frelsis fyrir alla... í stað undanlátssemi sem leyfir börnum að ræna völdum og stjórna í skjóli valdaráns sem þau hafa engar forsendur til að axla og í stað þess að nöldra, skammast og þora ekki að taka fullorðinsábyrgð á að stjórna og temja.  (sjötta meginregla stefnunnar af http://www.hjalli.is/fraedsla/)


Bakkus, bíll og börn fara engan veginn saman

Samkvæmt frétt RUV voru tvö stúkubörn með mönnunum í för - er fólk ekki í lagi? Tveir fullorðnir karlar með Bakkusi bíl og börn.

Væntanlega er viðkomandi barnaverndarnefnd látin vita, það á að hafa afleiðingar aðrar en að missa prófið að sýna svona algjöran dómgreindarskort.

En þar fyrir utan er svollítið hlægilegt að missa bílinn út í Ljótapoll. 


mbl.is Keyrði út í Ljótapoll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband