Litli svarti Sambó og Litla hvíta Lukka

 

1890_lg
Myndskreyting Fred Marcellino

Fyrir mörgum árum kom breskur skólastjóri í heimsókn þar sem ég var þá leikskólastjóri. Hann horfði stóreygur í bókahillurnar hjá okkur, vegna þess að þar var ein helsta bannbók enskra barnabóka, sjálfur Litli svarti Sambó, eftir Helen Bannermannog að hún væri uppáhaldsbóka íslenskra barna fannst honum merkilegt. Sagði mér þá að Sambó væri búin að vera mörg ár á bannlista þar vegna rasískra viðhorfa. Ég skyldi ekki á þeim tíma hvað var rasískt við söguna sjálfa enda kom í ljós að það er nafngiftin Sambó sem er vel þekkt sem níð og niðrandi hugtak um svart fólk. Bókin hefur á seinni árum verið endurútgefin í Bretlandi með nýjum myndum og Sambó heitir nú, Story of Little Babaji. Sagan sjálf er ævintýr þar sem lítil drengur sigrast á aðstæðum  - en vegna þess hvaða mynd var dregin upp með bæði nafngiftinni og myndskreytingunni gleymdist það 

Þá má heldur ekki gleyma að Englendingar eru nýlenduherrar og þurfa verulega að gæta sín í samskiptum við fyrrum nýlendur. Í fræðunum er til hugtakið nýlenduvæðing hugarfarsins - þegar það gerist, gera viðkomandi sér ekki einu sinni grein fyrir hversu meiðandi sumt það sem sagt er og gert getur verið fyrir aðra.  En svo fannst mér nafnið á lögfræðingunum pínu fyndið Sjálfur Enright sem gerði athugasemd

Stenst ekki mátið að bæta við hér slóð á upplýsandi grein um Litla svarta Sambó- og hvers vegna nafnið vakti svona mikil viðbrögð sérstaklega í Bandaríkjunum. Jafnframt læt ég fylgja með slóð inn á Wikipedia um bannaðar bækur

umbrella300
Myndskreyting Christopher Bing
Story of Little Black Sambo

mbl.is Tinni fjarlægður úr barnabókahillum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólahringsstofnanir

Í mörg ár velti ég fyrir mér hvenær málefni vist- og barnaheimila á Íslandi yrðu að opinberu viðfangsefni. Sumt vissi ég, t.d. um nokkur þeirra “heimila” sem rekin voru. Sumt fann ég út eins og þjóðin og því miður kom ekki allt á óvart. Kannski vegna þess að slíkar sögur hafa komið frá öðrum löndum og við höfum því miður ekki skorið okkur úr varðandi aðra slæma þætti og samfélagsmein.

  

Hluta af áhuga mínum má rekja til þess að tveir leikskólar sem ég starfaði í höfðu áður verið sólarhringstofnanir fyrir börn. Annarsvegar leikskólinn Hlíðarendi sem var starfræktur sem sólahringsheimili til 1963 og svo Ásborg sem var starfræktur frá 1963 – 1978 sem sólahringsstofnun, þá þekkt undir heitinu Thorvaldsen. Stundum upplifði ég sem leikskólastjóri fólk koma inn af götunni til að leita upplýsinga um sig. Af hverju var ég hér? Veistu það? Veistu hvar ég finn gögn um mig? Voru algengar spurningar. Á báðum leikskólum voru ummerki eftir fyrri starfsemi. þar voru t.d. gluggar inn í herbergi af göngum, sérstök næturljós, barnarúm sem höfðu tilheyrt Thorvaldsen. Það sem mér þótti e.t.v. merkilegast voru samt skírnarskál og kertastjaki úr silfurpletti, útsaumaður dúkur undir skálina og lítil vasaklútur sem var notaður til að þerra skírnarvatn.

  

Þegar ég var leikskólastjóri í Ásborg (1988-1997) tók ég saman í nokkrum orðum sögu leikskólans. Ég ákvað að láta þau orð fylgja með þessu bloggi.

 

Þetta var svo langt á blogginu sjálfu og ség náði kki að láta það líta sæmilega út svo ég ákvað að skella söguni í skrá sem má finna hér 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Sólborg nafli Akureyrar

Ríkiskaup hefur nú boðið út fjórða áfangann  á Sólborg – en þar er Háskólinn á Akureyri til húsa. Þegar þessari byggingu verður lokið verður vonandi hægt að sameina svo til alla starfsemi háskólans undir “eitt þak”. Með nýju byggingunni skapast líka aukið svigrúm og sóknarfæri fyrir Akureyri – t.d. varðandi ráðstefnuhald.  Ég sé reyndar að þar sem nýi áfanginn á að mæta “gömlu” Sólborg myndast stórt og mikið L laga svæði sem snýr á móti suðri og austri og er í skjóli frá norðanáttinni, þaðan er er líka nokkur skref í fallegt útivistarsvæði.

Í horninu á eftir að myndast fyrirmyndartorg fyrir ýmsa atburði og jafnvel tónleikahald. Arkitektarnir sögðu mér að gert sé ráð fyrir raflögnum utan dyra á svæðið. Ég held að Sólborg geti orðið að nafla bæjarins. Kannski loksins – þegar ég byrjaði við HA gekk strætó ekki einu sinni nálægt nú stoppar hann þó á Borgarbrautinni. Saga Sólborgar er líka saga heimila sem voru reist utan við samfélög – svona í hæfilegri fjarlægði fyrir okkur öll, þannig að við þyrftum ekki að upplifa að til var fólk sem bjó eða fæddist til öðruvísi lífs en við sjálf. Þó ekki væri nema í nafni þeirrar sögu á Sólborg skilið að verða nafli bæjarins. Reyndar finnst mér vanta skjöld (kannski hefur hann bara farið fram hjá mér) með sögu þessa húss – með ágripi af sögu þeirrar stofnunar sem þar var. Alveg eins og Íslandsklukkan er áminning (og fær heilmikla umfjöllun á vef skólans) er saga Sólborgar líka áminning Hún má ekki verða gleymsku að bráð.


Hin sívinsæla grænmetissúpa

Sonur minn hringdi áðan og spurði hvort það sé ekki langt síðan ég hafi eldað matarmikla grænmetissúpu? Jú ekki frá því þið voruð hér síðast að spyrja um það sama – en segi svo að ég skulu demba einni saman.

 

Uppskriftin er pínu lauslegt viðmið um hvað eigi að vera í súpu á þessum bæ,

Núna lenti í henni

  • Lítil blómkálshaus,
  • Einn púrrulaukur
  • 2 stilkar af sellerí
  • 3 lauf hvítlauk
  • 1 rauðlaukur
  • 1 rauð paprika
  • 6-8 gulrætur
 

Allt smátt skorið og bakað upp í olíu – slatta af vatni bætt út í.

 
  • Slatti af íslensku bankabyggi
  • Ólívuolía
 
  • 1 Msk koriander fræ – mulin í mortélinu
  • 2. Ferningar af grænmetiskrafti úr Yggdrasil –eru reyndar vel sterkir.
  • Slatti pipar

Soðið í ca 45 – 55 mín

 

Tvær dósir af niðursoðnum smáskornum tómötum

Með þessu er hent saman í litlar brauðbollur – slatti af

  • Hveiti
  • Risahöfrum
  • Semsamfræjum
  • Durumhveiti
  • Salt og ólívuolía
  • Lífræn ab mjólk blönduð vatni,

Til að flýta fyrir hefingu (af því að fyrirvarinn var svo skammur – skellti ég deiginu í 15 mínútur í 50 gráðu heitan ofninn). Svo bara að móta bollur – og baka.

   

Og svo bloggar maður bara um heila galleríið og leggur á borð.


Kjarkleysi - mig brestur kjark til að steypa mér út í ...

Stundum er ég spurð hvort ég sakni þess ekki að vera ekki lengur á vettvangi – vinna í sjálfri grasrótinni, í leikskólanum. Ég skal fúslega viðurkenna að ég sakna þess oft, ég sakna þess mikið, sérstaklega sakna ég samveru með börnum. Stundum þegar ég er orðin leið á að vera sem mest með mér – hugsa ég til þess að kannski ætti ég að fara aftur inn í leikskólann. Sennilega verð ég líka að meira gagni þar en í háskólanum. Það er svo ótalmargt sem mig langar að gera, sem mig langar að prufa, nýjar leiðir sem ég vil fá að skoða og slóðir að troða í leikskólastarfinu. En svo man ég eftir síðustu árunum mínum í starfi, man eftir morgnum sem ég vaknaði og fyrsta hugsun með ónotum var, “hvað skyldi vanta marga í dag?” Það er nefnilega ekki nóg að byggja og byggja leikskóla ef ekkert er fólkið til að starfa.Starfa þar af metnaði. Auðvitað eiga öll börn rétt á leikskóla, en eiga þau ekki líka rétt á frábæru starfi og starfsfólki? Það skal fúslega viðurkennt að ég sakna þessara morgna ekki.

 

Svo skal viðurkennt að ég þekki það að vera góðu vön, þekki muninn á að vinna í andrúmslofti metnaðar og þess að láta hlutina ganga upp. Ég hef notið þeirra forréttinda að starfa í hóp með frábæru fagfólki. Ég held ég þyrfti að vera nokkuð örugg um það sama aftur til að þora út í laugina.

Ég tek hattinn ofan fyrir öllu því frábæra fólki sem er þarna úti að þreyja þorra og góu sem trúir því að betri tíð sé handann við hornið.  


Hver yrkir leikskólahugmyndafræði á Ísalandi?

Þegar ég lít hingað heim á Íslands strendur og hugsa hver hefur haft viðlíka áhrif á leikskólastarf og frumkvöðlarnir sem ég minnist á í síðasta bloggi, koma fáir upp í hugann. Sennilega er það Steingrímur Arason sem stendur upp úr, jafnvel að hluta óverðskuldað. Því sannarlega voru það konur sem ruddu brautina að stofnun Sumargjafar en vikju svo til hliðar fyrir Steingrími. Áhrif á mig persónulega, auðvitað Bryndís Zoëga, ekki vegna þess að ég hafi verið barn hjá henni, ekki vegna þess að ég hafi starfað með henni, heldur fyrir okkar fyrsta fund á sandkassabrún á Vesturgöturóló þegar ég var að sleikja sautjánda árið. Að sjálfsögðu eiga Þórhildur, Ída, Gyða, Svandís og Valborg sinn sess í leikskólasögunni. En það voru fleiri sem ruddu brautina, um flestar hefur lítið verið skrifað og saga þeirra því að mestu fallið í gleymsku. Því miður. Mér finnst líka leitt að játa að ég sé engan hugmyndafræðilegan arftaka hérlendis. Með arftaka á ég nefnilega ekki bara við fólk sem gerir, heldur líka fólk sem yrkir, yrkir hugmyndafræði. Fólk sem fjallar á þann hátt um leikskólastarf og hugmyndafræði að það framkalli AHA viðbrögð hjá mér. Sem veitir mér nýja sýn á leikskólastarf, opnar áður óþekktar gáttir sem setur málefni barna á einhvern hátt í nýtt alþjóðlegt og/eða félagslegt samhengi. Einhver gæti spurt hvað um þær sem halda uppi merkjum kynjaskipts starfs, heilsuleikskóla, eða jafnvel þær sem voru frumkvöðlar í að innleiða valkerfi í íslenska leikskóla – ég verð að hryggja viðkomandi með að óumdeilanlega hafa þær konur haft gríðarmikil áhrif hérlendis en ég flokka þær ekki undir þá sem yrkja.


Hvernig leti afvegaleiðir besta fólk

Ég er illa haldin af leti, sýki sem hrjáir mig með jöfnu millibili. Þessi leti mín lýsir sér í miklu framtaksleysi og gælum við algjörlega nytlausar iðjur. Ein þeirra er að blogga, önnur að lesa allt annað en það sem ég þarf að lesa. Í mörg ár hefur saga heillað mig, saga leikskólans sérstaklega. Og núna þegar ég ætti að vera að lesa um póststrúktúralískan femínisma, um hugmyndir Foucault um vald eða hvernig opinberar áætlanir verða til, eru ýmsar pælingar um frumkvöðlanna mér ofar í huga, Fridrich Fröbel ávallt vinsæll, John Dewey, Elsa Kölher, Alfa Myrdal, Ellen Key, Johann Pestalozzi, Robert Owen, MacMillan systur, Maria Montesorri, Paulo Freire,  Loris Malaguzzi, eru þau sem halda mér hugfanginni. Annað slagið rekur svo á fjörur mínar  áhugaverð lesning, núna er ég t.d. að bíða eftir “Dagbók kennarans” eftir Ítalann Albino Bernardini en upp úr þeirri bók var gerð kvikmynd sem er ábyrg fyrir starfsvali mínu. Kvikmynd sem sýnd var í tveimur pörtum í sjónvarpinu veturinn 1975 (minnir mig) og hafði gríðarsterk áhrif á mig. Alla götur síðan má segja að minningin um þennan frábæra kennara hafi fylgt mér og verið ákveðið leiðarljós. Ég hlakka því mikið til að fá ævisögu hans í hendur – og leggjast í leti upp í sófa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband