Hvernig leti afvegaleiðir besta fólk

Ég er illa haldin af leti, sýki sem hrjáir mig með jöfnu millibili. Þessi leti mín lýsir sér í miklu framtaksleysi og gælum við algjörlega nytlausar iðjur. Ein þeirra er að blogga, önnur að lesa allt annað en það sem ég þarf að lesa. Í mörg ár hefur saga heillað mig, saga leikskólans sérstaklega. Og núna þegar ég ætti að vera að lesa um póststrúktúralískan femínisma, um hugmyndir Foucault um vald eða hvernig opinberar áætlanir verða til, eru ýmsar pælingar um frumkvöðlanna mér ofar í huga, Fridrich Fröbel ávallt vinsæll, John Dewey, Elsa Kölher, Alfa Myrdal, Ellen Key, Johann Pestalozzi, Robert Owen, MacMillan systur, Maria Montesorri, Paulo Freire,  Loris Malaguzzi, eru þau sem halda mér hugfanginni. Annað slagið rekur svo á fjörur mínar  áhugaverð lesning, núna er ég t.d. að bíða eftir “Dagbók kennarans” eftir Ítalann Albino Bernardini en upp úr þeirri bók var gerð kvikmynd sem er ábyrg fyrir starfsvali mínu. Kvikmynd sem sýnd var í tveimur pörtum í sjónvarpinu veturinn 1975 (minnir mig) og hafði gríðarsterk áhrif á mig. Alla götur síðan má segja að minningin um þennan frábæra kennara hafi fylgt mér og verið ákveðið leiðarljós. Ég hlakka því mikið til að fá ævisögu hans í hendur – og leggjast í leti upp í sófa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kristín

alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt - sem ég geri reglulega en er ekki nógu dugleg að skrifa inn - það er nefnilega bölvað vesen að skrifa athugasemd ef maður er ekki skráður bloggari, en hvað um það. Vona að þú sért búin að finna bókina um kennarann? 

kveðja, Síta

Síta (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband