Davíð er hluti af vandanum, ekki lausninni

Svo má lesa í Financial Times í grein eftir Richard Portes. Hér eru nokkur kvót.

David Oddsson, was prime minister for 13 years prior to moving to the CBI in 2005. His decision reflected politics, technical incompetence and ignorance of markets, and his comments thereafter were highly destabilising.

There are further lessons. Politicians should not become central bank governors. Mr Oddsson is part of the problem, not of any solution, and should resign immediately. Allowing partial “euroisation” was a recipe for instability. And Iceland was unable or unwilling to arrange early international support, nor did it wish to call in the International Monetary Fund.

Kaupthing still seemed viable. But last Tuesday, Mr Oddsson made public remarks that were interpreted to mean that Iceland would not meet its obligations to UK depositors. This was politics for home consumption. So was the UK’s retaliation, with an ill-considered invocation of anti-terror laws to seize the UK assets not only of Landsbanki, but also of Kaupthing. Gordon Brown’s highly aggressive statement was not his best moment of the financial crisis.

The debacle is due to the unexpected severity of the financial crisis and shocking policy errors. But Iceland has excellent institutions and human capital, as well as sophisticated service enterprises. Its people will have to absorb a temporary fall in their high living standards. Its banks will be revived as much smaller institutions, still with highly capable managers. It will ultimately prosper again.


Afrit af viðtali Árna við Darling

Ég hef fylgst með á enskum bloggum í dag þar sem hafa tekist á Íslendingar og Bretar. Ég tek undir með mörgum Bretum sem krefjast þess að fá að lesa afrit af samtali Árna og Darling. Björgvin segir Íslendinga vera búin að margfara yfir samtalið og ekkert sem þar sé sagt gefi tilefni til viðbragða Brretana. En kannski er komið að því að við fáum sjálf að dæma um það. Við höfum of lengi tekið orð pólitíkusa trúanleg og við sjáum öll hvert það hefur leitt okkur. Nú viljum við sjá samtalið með eigin augum og leggja eigið mat á.   

Ég legg til að fjármálaráðuneytið birt afrit af því á vef sínum hið fyrsta.


Um lagbrögð og gulli skreytt fólk

Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð

Kannski við ættum að syngja þriðja versið sem hið fyrsta í Alþjóðasöng verkalýðsins þessa daga. Finnst eins og það hafi verið sniðið að málefnum dagsins. Við ættum flest að rifja allan Nallann upp. Það er vissulega að renna upp nýtt þjóðskipulag, það er í okkar höndum að móta það. Stöndum vörð um þau gildi sem okkur eru kær, jafnrétti frelsi og bræðralag. Um undirstöður sjálfs lýðræðisins.  

  Alþjóðasöngur verkalýðsins

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.

þó að framtíð sé falin
grípum geirinn í hönd
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd
(2x)

Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt
þó að framtíð sé falin o.s.frv.
refren'
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.
Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð.
þó að framtíð sé falin o.s.frv.
refren'

texti: Sveinbjörn Sigurjónsson

 

Ps. mér er sagt að það hafi á sínum tíma verið átök um þýðinguna og gæði hennar, fyrir mitt leyti verið ég að segja að mér finnst hún góð og vona að við náum að kenna hana okkar yngri kynslóðum. Á því berum við ábyrgð foreldrar og ömmur og afar.


Næringarríkt fæði og griðastaður

Það er gott að sjá að leikskólakennarar hvetja til þess að börn fái á næstu mánuðum að dvelja í leikskóla óháð efnahag heimilanna. Það er ekki bara að leikskólinn eigi að vera griðastaður barna, heldur verður hann í mörgum tilfellum sá staður þar sem börnum verður tryggður aðgangur að næringarríkum mat og það er ekki lítið. Skólar verða þeir staðir sem foreldrar treysta á að börnunum verði tryggður aðgangur að fjölbreyttu fæði sem þeir sjálfir verða sumir að ströggla við að veita.  

Ég hef reyndar líka velt fyrir mér hvort að leikskóladagurinn styttist töluvert í kjölfar þessara hremminga. Að fleiri foreldrar óski eftir styttri vistunartíma. Þrátt fyrir að ég telji að leikskóladagurinn hafi verið orðinn fulllangur þá tel ég mikilsumvert að gera ekki of miklar breytingar á daglegu lífi barna við núverandi aðstæður. Þó svo að ég telji gott mál ef hægt er í einhverjum tilfellum að stytta daginn niður í 6-7 tíma.     

 


mbl.is Börnum verði tryggður fullur aðgangur að leikskólanámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögguvakt hjá Bretunum

Átti leið framhjá sendiráði Breta áðan og sá að þar er búið að efla alla gæslu, einn löggubíll staðsettur fyrir utan og alla vega einn í viðbót sem hringsólaði hægt um hverfið. Kannski nauðsynlegar ráðstafanir gagnvart þjóð sem hefur allt að því lýst okkur sem uppeldisstöð terrorista og beitt lögum í samræmi við þá vissu. En þetta minnti mig á atganginn hér niður á Laufásvegi fyrir sjö árum. Þá var varla hægt að fara út án þess að þverfóta fyrir löggum. Þann 11. september 2001 var ég á Akureyri og ákvað að hoppa upp í næstu vél heim eftir árásirnar á tvíburaturnana. Við vorum með bandaríska ættingja hjá okkur og fyrstu fréttir eins og flestir muna mjög óljósar. Alla vega þá tek ég leigubíl á Reykjarvíkurflugvelli og bað hann að aka í Miðstrætið. Hann neitaði, sagðist ekki hætta lífi sínu nálægt Bandaríkjamönnum á þessari stundu. Setti mig út upp í Bergstaðastræti. Held hins vegar að það sé rétt mat að setja aukavakt á Bretana. Margir þeim mjög reiðir. Alveg eins og þeir okkur.


Ytra mat, árangur eða tímasóun?

Á mánudag flutti ég fyrirlestur fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga um ytra mat. En í nýjum lögum um bæði leik- og grunnskóla er sveitarfélögunum færð ýmis ný verkefni meðal annars að bera ábyrgð á ytra mati á skólastarfinu. Í erindinu reifaði ég m.a. áhyggjur mínar af þeim kostnaði sem ég tel að verið að sé að koma yfir á sveitarfélögin. En líka ýmislegt um mat. Alla vega þá var ég spurð hvort ég mundi ekki skella erindinu inn á bloggið og þar sem ég sé ekki að ég ætli að nýta erindið til annars ákvað ég að skella því hér með. Svona fyrir þá sem hafa áhuga.

Í málstofunni voru nokkrir ræðumenn á undan mér sem höfðu ákveðið að tileinka sér bíssnesmál til að ræða um; skólamál, börn, foreldra og kennara. Þeir ræddu um aðföng, um hráefni, um skilvirkni og árangur á þann hátt að mér varð bumbult. Ég held að viðkomandi nái ekki til skólafólks með því að tala á þennan hátt. Sérstaklega ef þeir vilja í raun taka höndum saman við það og breyta skólastarfinu. Bíssnessmálið er ekki aðferðin sem dugar til að ná sér í bandamenn. En auðvitað getum við lært af því sem hefur átt sér stað í viðskiptaumhverfinu við þurfum bara ekki að éta það hrátt upp.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Óróleg börn

Ég fór í leikskóla í morgun, einn leikskólakennarinn sagði við mig. "Ég veit ekki hvað er að börnin sofa ekki þau eru búin að vera óróleg í allan morgun." Þetta er leikskóli fyrir ársgömul börn. Ég held að þau skynji spennuna í umhverfinu og það hefur áhrif á líðan þeirra. OG ÞETTA eru ómálga börn sem ekki vita hvað er rætt. Ræðum við börnin okkar, róum þau og reynum að gera þeim lífið bærilegt. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband