10.11.2008 | 12:10
Af hverju ekki að fara í Bónus ef krónan er ómöguleg?
Ungur vinur minn er búinn að vera að velta fyrir sér hvers vegna allir séu svona vondir út í krónuna. Allir að tala um að hún sé handónýt og ómöguleg og tala bara svo illa um hana sagði hann. Hann spurði mömmu sína hvers vegna fólkið færi ekki bara í Bónus ef það er svona óánægt með Krónuna.
Í þessari litlu sögu kristallast e.t.v. hvað börn eru að hugsa um umræðuna. Fæst þekkja þau gjaldmiðilinn okkar undir krónuheitinu, þau fá nefnilega fimmtíukall, hundrað kall og jafnvel þúsundkall. Krónuna heyra þau flest nefnda í tengslum við tiltekna verslun.
5.11.2008 | 03:40
Von fæðist
Ég vildi gjarnan vera í Chicago á þessari stundu, vera niðri í bæ þar og vera þátttakandi í því ævintýri sem þar á sér stað. Það var stórkostlegt að fá tækifæri til að taka þátt í kosningarfundi Obama í Colorado, finna á eigin skinni stemminguna. Með mér var fólk sem sagist ekki hafa upplifað slíka stemmingu frá því að Kennedy var í framboði, sama fólk sagðist líka vera með í maganum og hafa áhyggjur af öfgafólki.
Einn ágætur einkaleikskólastjóri og góð vinkona mín sagði mér að eldri fólk væri í stórum stíl að færast frá McCain það vissi hvaða orku og úthald það hefði sjálft og hvernig orkan fer dvínandi með hverju ári (hún er sjálf fædd 1943) og Palin skelfdi þetta fólk. Svo hló hún á sinn einstak a hátt og sagðist hafa sagt sínu starfsfólki að ef það kysi ekki Obama þá fengi það ekki launahækkun næstu 10 árin. Held reyndar að hún hafi ekkert mikið þurft að agitera.
Til hamingju heimur til hamingju Ameríka.
Eftirvænting í Chicago | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2008 | 14:51
Að upplifa draum um betri heim
Síðastliðin vika hefur verið annasöm. ég verið í Bandaríkjunum á ráðstefnu. Á sunnudaginn stóð ég með tugþúsundum fólks í Denver og hlustaði á Barak Obama flytja ræðu. Stemmingin í hópnum var ólýsanleg. Sérstaka eftirtekt mína vakir hvað það var mikið að ungu fólki og barnafólki á staðnum. "I am living the dream, I am participating in history" sagði ungur maður á leiðinni út úr garðinum. Þegar´Obama ræddi um ábyrgð foreldra á uppeldi, á því að slökkva á sjónvarpstækinu, sá ég að foreldra senda börnum sínum umum augnaráð og börnin foreldrunum þegar Obama kom að því að hugsa og framkvæma grænt. Á einum veitingastaðnum sagði þjónninn okkur að hann hefði verið á landsfundinum og hann hefði staðið sjálfa sig að því að gráta allat að því með ekkasogum þegar Obama hélt sína útnefningar ræðu. Og það sem meira var ég var ekki einn, í kringum mig grét ungt og gamalt fólk. Við eigum von á að geta breytt, að skapa nýja Ameríku, Ameríku sem stendur fyrir ný gildi.
Annars var ég á ráðstefnu um m.a. lýðræði. Þar hélt erindi Mary Catherine Bateson erindi um hvað við getum lært af börnum og hvaða máli lýðræði skipti, Carlina Rinalditalaði líka um lýðræði og tengsl starfsins í Reggio við lýðræði, allir fyrirlesarar á sunnudaginn tengdu erindi sín á einn eða annan hátt við fjöldasamkomu Obama fyrr um daginn. Það sem var óvenjulegt við þessa ráðstefnu er að við sem vorum boðin að halda erindi borðuðum saman öll kvöld. Það var t.d. ekki leiðinlegt að eiga í löngum samræðum við Mary Catherine en hana hafði ég aldrei hitt fyrr.
Sjálf hélt ég tvo fyrirlestra og gekk það bara vel og ég fékk góðar viðtökur. ´
Svona á léttu nótunum þá sat ég til borðs með borgarstjórnaum í Reggio Emila tvö kvöld og þar var margt skrafað, meðal annars komst ég að því að sonur hans heillaðist af íslandi í sumar og vill helst flytja hingað og borgarstjórinn sjálfur er einlægur aðdáandi SigurRósar og á alla þeirra diska.
"The truth that survives is simply the lie that is pleasantest to believe."
Mary Catherine Bateson
24.10.2008 | 11:34
og svona túlkar Times samtalið
það verður að segjast að Times fer langt með að segja Darling hafa logið að bresku þjóðinni. Að ekkert í samtalinu við Árna gefi í raun tilefni til árásar hans á landið og fréttamaður Times gerir sérstaka grein fyrir því sem hann eins og fleiri virðast skilgreina sem hótun í okkar garð. (Vel að merkja Brown sagði í fréttabútnum frá 8. október sem sýndur var í Kastljósinu í gær að þeir ætluðu að beita lögunum gagnvart íslenska ríkinu (the Icelandic goverment) ekki bara börnkunum).
Chancellor accuses Iceland of lying over health of its financial sector
Alistair Darling, the Chancellor, accused Iceland's Trade Minister of lying about the health of the country's banks in a telephone conversation at the height of Iceland's financial crisis.
But a transcript of the conversation, revealed last night on Iceland's state-owned television channel RUV, undermined Mr Darling's claim that Iceland had refused to honour its commitment to protect British savers.
In the October 7 telephone call, Mr Darling and his Icelandic counterpart, Arni Mathiesen, discussed the collapse of Landsbanki, which operated Icesave, a popular savings operation in Britain. Landsbanki, and Icelandic rivals Kaupthing and Glitnir, have since been nationalised.
On October 8, the Chancellor announced that Iceland would not compensate 300,000 Britons for the loss of about £4.5 billion that they had poured into Icesave.
As a result, Britain invoked terrorist laws to seize the UK assets of Kaupthing. The continuing row over the fate of Britain's savers in Icelance was blamed yesterday for holding up an International Monetary Fund (IMF) bailout of the stricken North Atlantic economy.
In the phone conversation on October 7, Mr Darling mistakes Mr Mathiesen, Iceland's Finance Minister, for Björgvin Sigurðsson, the Minister of Trade, whom he had met in previous weeks.
After being corrected, Mr Darling, referring to the meeting, said to Mr Mathiesen: "I have to say that when I met your colleagues and these others, basically, what we were told turns out not to have been right. I was very concerned about London banking position and they kept saying there was nothing to worry about".
The Chancellor also warns Mr Mathiesen that Iceland's reputation will be hit by a failure to protect British savers.
Mr Darling said: "The problem is that you have people who put their money into a bank here and they are finding that you have decided not to look after their interests. This would be extremely damaging to Iceland in the future."
Mr Mathiesen answered: "Yes, we realise that and we will be trying as we possibly can to make this not a problem. We are in a very, very difficult situation."
But the transcript showed that, contrary to Mr Darling's claims on October 8, Iceland did not categorically refuse to compensate British savers. Mr Mathiesen insisted that Iceland planned to use its compensation scheme, which, under the rules of its membership of the European Economic Area, commits it to paying each saver compensation of 20,887 (£16,462).
He told Mr Darling: "We have the [deposit] insurance fund according to the directive and how that works is explained in this letter [from Iceland's Trade Ministry to Britain's Treasury] and the pledge of support from the [Icelandic] Government to the fund.
Mr Darling answered: "So the entitlements the people have, which I think is about £16,000, they will be paid that?
Mr Mathiesen said: "Well, I hope that will be the case. I cannot visible state that or guarantee that now but we are certainly working to solve this issue. This is something we really dont want to have hanging over us."
Mr Darling, however, told BBC Radio on October 8: The Icelandic Government, believe it or not, have told me yesterday they have no intention of honouring their obligations here."
Yesterday the IMF said that the two countries must sort out their disagreement over Icesave before a decision on the scale of emergency support for Iceland can be made.
The IMF's governing executive body met last night to discuss a potential rescue package worth up to £3.7 billion, backed by several Scandinavian central banks and the Bank of Japan.
24.10.2008 | 00:29
Svona túlkar Financial Times umrætt samtal
Sýnist þeir túlka sem svo að Darling hafi farið offari í þessu máli. En ég hvet sem flesta til að lesa þeirra eigin grein (og svo hinar tvær sem eru líka frá því fyrr í kvöld um Ísland). Sé að fólk túlkar samtalið mjög misjafnlega. Fáir virðast lesa ummæli Darling um orðspor Íslendinga sem dulda hótun.
Yfirlýsing viðskiptaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 00:08
Meðvirk þjóð - erum við öll samsek?
Ég hef verið aðeins á ferðinni undafarna daga, hef ekki verið mikið nálægt tölvu. Hvar sem ég kem er aðalumræðuefnið hrun bankanna og þær aðstæður sem þjóðin er komin í. Fólk er sárt en enn hef ég ekki orðið vör við mikla reiði. Hún á eftir að koma og hún er eðlileg. Undafarið hefur verið klifað á því að við séum öll samsek, allt að því jafnsek. Jafnvel þó ég vilji ekki kenna okkar ágætu auðmönnum alfarið um ófarirnar þá er ég heldur ekki tilbúin að taka á mig sök. Ég hef reyndar hitt fullt af fólki sem er ekki tilbúið til þess, fólk sem hefur ekki lifað á yfirdrætti, hefur ekki keypt sér stærri hús, bíl eða spanderað í óþarfa. Þessu fólki er misboðið þegar það allt í einu er ábyrgt fyrir óráðsíu ungra og aldinna auðmanna og aðhaldsskort þess opinbera. Sumt á þetta fólk kannski einhvern smápening í banka og það hefur undafarin ár og vikur fengið óteljandi upphringingar og bréf frá bankanum um að færa nú sparnaðinn yfir á peningasjóði. Já það hefur fengið upphringingar frá bankafólki á árangurstengdum launum sem hefur pressað og fullvissað um algjört öryggi. Í dag er þetta fólk reitt og því er alvarlega misboðið. Finnst eins og ofbeldismennirnir séu að reyna að koma sökina yfir á það.
Íslenska þjóðin hefur undanfarin ár verið meðvirk. Lýðræði hefur verið buss orð sem við höfum notað ótæpilega en hreinlega ekki skilið. Þeir sem hafa viljað halda uppi umræðu hafa verið stimplaðir sem neikvæðir og leiðinlegir. Svona gaggandi lýður sem enginn nennir á hlusta á. Samansem merki var sett á milli gagnrýninnar hugsunar og neikvæðni. En þetta hefur verið okkur hættulegt og enn og aftur erum við að falla í sömu gryfjuna. Vegna þess hversu lýðræðishugmyndir okkar eru óþroskaðar erum við að falla í þá gryfju að verða aftur meðvirk. Við erum allt í einu tilbúin að taka á okkur skuldina. Við sem þjóð berum ábyrgð á að hafa fallið fyrir gylliboðum bankanna, við höfum keypt bílana, við höfum steypt okkur í skuldir. Nú eru þeir sem afneita þessum veruleika, vilja ekki taka ábyrgð á óráðsíunni vegna þess einfaldlega að þeir tóku ekki þátt í henni, nú eru þeir allt í einu orðnir gaggandi minnihluti sem vilja ekki horfast í augu við eigin ábyrgð.
Mér finnst reyndar allt í lagi að minna á að árið 2002 var Ísland í ágætismálum, líka 1992. Áður en bankarnir voru gefnir og pressuðu öllu upp í samfélaginu, urðu valdir að þeirri þenslu sem við höfum upplifað á síðustu árum. Árið 1992 og 2002 átti Ísland orðspor og stolt. Hvað eigum við í dag?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.10.2008 | 01:31
Sturla vildi ekki heim með ömmu
Ég sótti Sturlu í leikskólann í dag. Hann var ekkert voða spenntur að sjá mig. Vildi frekar vera á gólfinu í leik og skríða upp í fangið á Elísabetu leikskólakennaranum sínum og Svövu. Þær voru nú frekar miður sín, að litla barnabarnið tæki leikskólakennarana fram yfir ömmu sína. Amman kippti sér hins vegar ekkert upp við þetta. Vissi sem var að pilturinn var nývaknaður og vildi fá að leika meira í hóp með öðrum börnum. Svo má ekki gleyma að amma er nú búin að líta á hann nokkrum sinnum í leikskólanum og hefur bara farið án þess að taka hann með. Það er í lagi að sína að manni er ekki sama.
Það var ekki annað í boði fyrir mig en bara taka piltinn og þegar upp var staðið mótmælti hann svo sem ekkert rosalega. Það er ekki amalegt að eiga ekki bara ömmur heldur líka langömmur og ég ákvað að skreppa í heimsókn til langömmu í Skeifu. Þar var líka frændi hans Ólíver sem nennti að leika við hann og druslast með hann. Ólíver er alveg með það á hreinu að amma hans er langamma Sturlu. Það var alveg ljóst þegar mamma spurði Ólíver hvort hann áttaði sig á þessu tengslum, svaraði hann, "heyrðirðu ekki, að ég sagði, viltu fara til langömmu".
Hvert sinn sem Ólíver fór eitthvað, hélt Sturla í humátt á eftir. Augljóst að þessi stóri frændi var spennandi leikfélagi. Það verður að segjast að það er alveg ótrúlegt hvað börn hafa snemma áhuga á bílum. Hjá langömmu er karfa með alla vega dóti og hvað dregur Sturla upp, bíl. Og hann var ekinn með hljóðum.
Sturla er mikil aðdáandi útiveru og gerði nokkrar tilraunir til að komast út í garð. Ég leyfði honum að skreppa aðeins út á sokkabuxunum enda veðrið milt og þetta bara augnablik. Þegar við svo fórum heim, klæddi ég hann í útigallann og minn maður stillti sér strax upp við útidyrnar. Vildi ná smá að hlaupa í garðinum hjá afa Bigga og Lóló ömmu áður en haldið var heim. Heima náði hann rétt að knúsa mömmu sína áður en hún rauk á fimleikaæfingu. Enda mikið um að vera hjá henni, á leiðinni á Evrópumót í fimleikum.
Barnasjúkdómur
Annars sögðu þær mér í leikskólanum að upp sé komin handa- og munnveiki (hand foot and mouth disease) sem er algengur en hvimleiður barnasjúkdómur. ég sagði foreldrunum frá því, svo er bara að krossa puttana og sjá hvað gerist. barnasjúkdómar koma þegar þeir koma, ekkert hægt að ráða því.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)