Lögguvakt hjá Bretunum

Átti leið framhjá sendiráði Breta áðan og sá að þar er búið að efla alla gæslu, einn löggubíll staðsettur fyrir utan og alla vega einn í viðbót sem hringsólaði hægt um hverfið. Kannski nauðsynlegar ráðstafanir gagnvart þjóð sem hefur allt að því lýst okkur sem uppeldisstöð terrorista og beitt lögum í samræmi við þá vissu. En þetta minnti mig á atganginn hér niður á Laufásvegi fyrir sjö árum. Þá var varla hægt að fara út án þess að þverfóta fyrir löggum. Þann 11. september 2001 var ég á Akureyri og ákvað að hoppa upp í næstu vél heim eftir árásirnar á tvíburaturnana. Við vorum með bandaríska ættingja hjá okkur og fyrstu fréttir eins og flestir muna mjög óljósar. Alla vega þá tek ég leigubíl á Reykjarvíkurflugvelli og bað hann að aka í Miðstrætið. Hann neitaði, sagðist ekki hætta lífi sínu nálægt Bandaríkjamönnum á þessari stundu. Setti mig út upp í Bergstaðastræti. Held hins vegar að það sé rétt mat að setja aukavakt á Bretana. Margir þeim mjög reiðir. Alveg eins og þeir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég man vel eftir 9/11 þá voru foreldrar mínir staddir í Baltimore hjá frænku minni og áttu þau bókað far heim þann 10/11  ekkert varð úr þeirri ferð og ekki man ég það núna hversu marga daga við þurftum að bíða eftir þeim. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband