Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Skilaboð sem rýmið sendir

Mismunandi leikskólastefnur eða nálganir leggja áherslu á mismunandi umhverfi. Það er hægt að skoða áherslur og sýn tilbarna með því að skoða umhverfi og skipulag leikskóla.

 

Rýmið sem við lifum í mótar okkur. Yi-Fu Tuan lítur á manngert rými sem "texta sem felur í skilaboð um hegðunarreglur og jafnvel um viðhorfum til heimsins"  og sem  "afmarkar og stækkar samfélagið" Því er haldið fram að manngerð svæði móti, hjálpi til við að bera kennsl á og afmarki þá möguleika og virkni sem rýmið bíður upp á. Þetta felur í sér  - að það felist skilaboð í því hvernig við höfum í kringum okkur, hvernig við hugsum rýmið.

 

Sænskir skólar sem vinna í anda Reggio Emilia

Nýlega var ég í heimsókn í tveimur leikskólum í Stokkhólmi, báðir vinna þeir í anda leikskólastarfs í Reggio Emilia. Þau skilaboða sem ég upplifði á þessum tveimur stöðum voru þó nokkuð ólík. Meðal þess er hvernig þessir skólar nýta rýmið. Hver sem er gat séð að skólarnir vinna samkvæmt svipuðum hugmyndum, um að börn verði að eiga sér sögu innan skólans, að þeim sé þar bæði sín eigin fortíð og nám ljóst.

 

Lýðræði og traust

Skólarnir báðir voru skólar möguleika, hópavinnu, lýðræðis og  trausts í garð barna. Þar er ljóst að sú hugmynd að verkefni barna á veggjum séu subbuskapur sem þurfi að afsóða reglulega, á ekki við. Þar er ekki gefin út þau skilaboð að myndir á vegg séu tímasóun starfsfólks eða ofáreiti fyrir hegðunartrufluð börn eins og til er í fjölda íslenskra leikskóla. Viðhorf sem er mér gjörsamlega óskiljanlegt. Ég held að þvert á móti að með slíkum skilaboðum sé verið að senda allt önnur skilaboð til barna. Annað atriði sem ég ætla ekki að gera að umfjöllun minni en er órjúfanlega tengd notkun á rými og skilaboðum sem send eru er dagskipulag og stundaskrár. Þar erum við föst í gamalli hugmyndafræði sem við höfum fæst þorað að brjóta okkur út úr. Hugmyndafræði sem byggir sennilega minnst á lýðræði og meira á hentugleika.

 

Ofvirk börn

Ég spurði í þeim leikskóla sem gekk nú reyndar of langt fyrir minn smekk í að setja upp skráningar, ég verð að viðurkenna að ég fell fyrir fagurfræði Ítalanna sem leggja mikla vinnu og pælingar í hvernig þeir nýta rýmið til að endurspegla sögu og nám barna af sjónarhóli fagurfræðinnar. Ég spurði, "hvernig er fyrir ofvirk börn með einbeitingarörðuleika að vera í þessu fulla rými". Jú sögðu þær, "það gengur mjög vel, því við flokkum allt upp sem við hengjum upp, þannig nær barnið skipulegi í það sem getur virst vera kaos fyrir þig. Við leiðum það að skráningum og ræðum þær, þetta verður meira að segja til þess að börnin leita þangað þegar þeim er órótt, þau ná að tengja sig við sína eigin sögu".

 

Hvað skilaboð?

Skilaboðin sem börnin í þessum skólum fá er að nám þeirra og verk skipta máli, að saga þeirra innan leikskólans skipti máli. Þó áhersla sé á þroska hvers einstaklings er ekki áhersla á að hver einstaklingur verði og eigi að taka öll verkefni með sér heim. Leikskólarnir leggja þvert á móti metnað í að tryggja spor barnanna, tryggja að saga þeirra í skólanum sé til staðar eftir ár og áratugi. Þetta er gert með því að nota uppeldisfræðilega skráningu.

 

Saga mín

Nýlega var ég í heimsókn í íslenskum leikskóla, á sama tíma var þar 15 ára unglingur í starfskynningu. Ástæða þess að hann valdi leikskólann var að hann hafði verið leikskólabarn þar. Það fyrsta sem hann gerði var að leita eftir einhverju kunnuglegu úr leikfangaeign skólans, hann leitaði að myndum, hann var að leita að fortíð sinni í þessum skóla. Þetta og fleiri svipuð dæmi urðu til þess að í þessum leikskóla er nú haldið í  minningar barna. Þau hafa komið sér upp skáp og möppum til þess. Þau vilja senda þeim börnum sem einn dag koma í leit að sögu sinni skilaboð - um að hún skipti máli.  

 

Hvaða skilaboð má lesa út úr annarskonar hugmyndafræði í leikskólum?

Leikskóli eins og t.d. Waldorf skólarnir (líka stundum nefndir Steiner skólar) leggja áherslu á náttúrulegt umhverfi, þar eiga ekki að vera nútímatæki og ekki bækur. Þar er áhersla á að nota leikföng sem unnin er úr náttúrulegum efnum, bómull, ull, silki, pappír og tré. Málað er með sérstökum litum og trélitir eru mikið notaðir. Vaxlitir eru úr bývaxi en það er líka notað sem leir. Lögð er áhersla á opin efnivið, mikla sköpun og nauðsyn leiksins. Starfsfólk vinnur að sínum verkefnum og börnin læra af. Hver dagur er helgaður eigin ritma og árið fylgir ritma árstíðanna. Matur er lífrænn og mikil áhersla lögð á hollustu. Sennilega er hægt að setja næstum hvaða Waldorf-leiksóla nokkuð beint inn í hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og staðardagskrá 21. Sú sýn sem birtist á barnið og veröldina  er rómantísk, þar sem ýmsum gildum hins hraða samfélags er hafnað. Því lífi sem flest börn í Waldorfskólum lifa utan skólasamfélagsins og á ég þá við leikföng, bækur, tölvur og sjónvarp er hafnað og það á ekki heima innan skólans.

 

Álitið er að barnið þarfnast umhyggju og þess að vera "vafið þétt í ull". Það er hinn fullorðni sem hefur vit og á að hafa vit til að velja rétt fyrir barnið í frumbernsku.

  

Í Waldorfskólum eiga engin horn að vera 90 gráður því þannig er náttúruna ekki. Húsnæðið á að endurspegla eins og kostur er sjálfa náttúruna. Ég finn vel að þessar rómatísku áherslur eiga að hluta til vel við mig. Þær kalla fram tilfinningar vellíða. En samt hef ég aldrei getað hugsað mér að verða algjörlega Waldorf. Sennilega er það tæknidellan sem ég er illa haldinn sem kemur í veg fyrir það.


Ævintýr í Maraþaraborg

Fram og til baka, fram og til baka,  og svo synda fiskar í hring, dettur þetta svona í hug þegar ég heyri af nýjustu ákvörðunum hjá borginni.

 


mbl.is Stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um lýðræðislegt hópastarf

Reggio fundur

 Fulltrúar Kóreu, Ástralíu, Hollands og Bretlands

 

 

 

 

 

reggiofundir
   

Fulltúar frá Reggio Emilia Institutet í Stokkhólmi

 

 

reggiofund

Fulltrúar Reggio Children frá Ítalíu

 

 

Fyrir rúmri viku var ég í Stokkhólmi á alþjóðlegum fundi tengdum Reggio Children á Ítalíu.  Við vorum þarna til að ræða framtíðaráform, möguleg samstarfsverkefni, það sem er á döfinni í Reggio, og margt, margt fleira. Á föstudagsmorgun fórum við í hópa. Búið var að taka saman í spurningarform ýmis álitamál sem við landsfulltrúarnir höfðum sent Reggio  Children fyrir fundinn. Þessum pælingum var í meginatriðum hægt að skipta í þrjá flokka. Þegar við fórum að ræða mögulega skiptingu á umræðuefnum í hópa kom babb í bátinn, allir vildu hafa heimild til að ræða alla flokka. Það tók 20 mínútna umræðu til að komast að niðurstöðu, þá tók við 15 mínútna umræða um hvernig ætti að skipta í hópa, þannig að hver heimsálfa hefði sína rödd í hópunum og væri þar sem hún vildi vera og til að ræða vinnufyrirkomulag við að skila af sér. Loksins eftir um 40 mínútur var hver hópur kominn í sitt vinnuherbergi. Þá tók við í mínum hóp 10 mínútna umræða um hvernig við ættum að haga hópastarfinu. Klukkutíma eftir að hópastarf átti að hefjast samkvæmt dagskrá fór það af stað. Þá fékk hver fyrir sig í hópnum 5 mínútur til að segja það sem hann vildi – koma sínum hugsunum á framfæri. Eftir það var samtekt og atriði sem stóðu upp rædd áfram og svona hélt þetta áfram kolla af kolli allan föstudaginn og fyrir hádegi á laugardag. Þá hittust allir hópar og gerðu grein fyrir sínu og heitar umræður sköpuðust í eina 3 tíma.

 

Hér á Íslandi sæi ég þetta ekki gerast – hér væri strax farið að tala um tímasóun, um að fara illa með tíma fólks, það yrði engin umræða um hversu lýðræðislegt þetta vinnuform er – en eins og allir vita tekur lýðræði tíma en það skilar líka eftirminnilegum samræðum og dýpri skilningi á viðfangsefninu. Enda var það sem gerðist þegar við loksins komumst af stað – fórum við bæði djúpt og langt.

 ps Ákvað að bæta inn inngangi að viðbrögðum Reggio Children til okkar sem sátu fundinn, við því sem kom út úr hópastarfinu -

From the bottom of our hearts many, many, many thanks to all of you.

We would like to tell you that ...
  • Your questions are also our questions.
  • Your visions are also our visions.
  • Your mission is also our mission.
  • Your challenges are also our challenges.
…Your uncertainties regarding your identities are uncertainties we also have  

Regarding our identities:The sharing of your thoughts helped us to generate the inventory, the map of ideas and hypothesis for our future work we shared with you at the end of the meeting. 

  • How many times during our years of collaborations we had periods of difficulties, problems, especially based on new experiences we wanted to build and carry on? 
  • How many times because of the increase of all our activities we have been in transition? 
  • How many times during these last years we had to welcome things that were changing, taking our risks, sometimes making mistakes because we wanted to give more strength to our relationships?  

 

We think that during our journey together, just because we wanted to collaborate, just because we had strong beliefs in what we were doing, just because we were committed, we have always respected our differences also giving strength to the aspect of reciprocity.  We would say that for us, this period is definitely characterized by the many elements we mentioned above.  We think we will overcome it in a positive way, if we all use our effort and positive energy as a resource…
  • if we continue to listen to each other…
  • if we continue to talk to each other…
  • if we increase the quality and quantity of our communication…
  • if we also learn how to collaborate maybe in other ways but still with all the passion that belongs to our relationships.  

Especially now, we really need each other.We really need to be close to each other.We really need to feel responsible for everything we do.

But we think that, above all, we need time during the process of this big evolution. We deserve time.We all have the right to ask for time in order to evolve, to generate and elaborate deep thinking and meaningful actions together.

Glæsilegt

Og eins og annarstaðar í menntakerfinu í dag eru það konur sem eru í meirihluta. Óska öllu þessu fólki til hamingju. Verkefnastjórnun er sífellt að verða algegnari og mikilvægari. Eftir að hafa tekið þátt í að skipuleggja nokkrar ráðstefnur í gegnum tíðina veit ég mikilvægi þess að sinna verkefnastjórnun vel. Fátt er leiðinlegra en hnökrar sem þurfa ekki að vera ef fólk hefði hugsað fyrir b og/eða c plani.  


mbl.is Fyrsta brautskráningu MPM náms við HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð sé lof nú má maður dást opinberlega

Ég hef í laumi dáðst af Thierry Henry, en það hefur verið algjörlega í laumi, nú get ég það opinberlega. Hér á þessu heimili halda nefnilega “allir” með Tottenham, og  fyrir þá sem ekki vita eru Arsenal þeirra svörnustu andstæðingar. Það þarf einhverja djúpsálarfræðilegar skýringar til að skilja af hverju þessi óvild stafar (kannski það sé vegna þarfarinnar til að hafa alltaf einhvern hinn til að vera saman á móti). Allt Arsenalískt er því bannfært og að dást að einhverju þar flokkast undir vanhelgun.

Nema nú er kappinn kominn í hitt liðið sem hefur verið vinsælt á heimilinu í mörg, mörg ár og ég meira segja verið svo fræg að komast á völlinn þeirra. Verst að það var enginn leikur, stolt barselónísk samstarfskona mín vildi  endilega að við kæmum þar við, fyrir nokkrum árum, vildi að við litum völlinn augum og svo fékk ég að vita allt um hinar sósíalísku hefðir liðsins. En það er önnur saga. Annað sem er vont er er að mínir menn eru líka KRingar og mér skilst að það sé ekki þjáningarlaust þessa daga. Er bara búin að vera í burtu og hef ekki þurft að hlusta á grátstafina.  


mbl.is Henry mættur til Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikskólinn - staður pólitískra breytinga

 Leikskóli sem er skipulagður þannig að hann styðji við lýðræði

Verkfæri og efniviður aðgengilegur börnum,

bíður upp á að litlir hópar vinni saman

samskipti og traust

Var að lesa nýútgefna skýrslu þar sem fjallað er um leikskólann sem hluta af hinu pólitíska umhverfi, og hvernig leikskólinn getur í raun verið hluti af því að ala börn upp til lýðræðis. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Bent er á að lýðræði sé besta vörnin gegn alhæfingum, hvort sem heldur er hjá yfirvöldum  sem annarstaðar.  Í skýrslunni sem er skrifuð af Peter Moss, prófessor við Institute of Education, University of London, er m.a. fjallað um hinar norrænu leikskólanámskrár og þá áherslu sem  þar er lögð á lýðræði. Íslenska Aðalnámskrá leikskóla er meðal þess sem Moss bendir á og vitnar til. Moss leggur til að leikskólar þróist og verði mögulegir staðir nýrrar þekkingar en geti jafnfram verið staðir þar sem gömul þekking er varðveitt. Að þeir séu í raun staðir breytinga.

  

Sem hluta af lýðræðislegum leikskóla sér Moss fyrir sér að þar vinni kjörnir fulltrúar foreldra og starfsfólk saman að málefnum leiksólans,  að þar ríki sá andi að rökræður og skoðanaskipti séu velkomin og æskileg. (Meira en hægt er að segja t.d. um leikskólann sem ég bloggaði um 1. maí þar sem samtöl um pólitík og stéttarfélagsmál voru óæskileg, á þann hátt að starfsfólk upplifði bann).

 

Ein undirstaða þess að leikskóli geti talið sig lýðræðislegan að mati Moss er að litið sé á barnið sem hæfan borgara, sem er sérfræðingur í eigin lífi, sem hefur skoðanir sem vert er að hlusta á, sem hefur rétt og er veitt hæfni til þess að taka þátt í sameiginlegri ákvarðanatöku. Hann bendir á 7 tilskipun SÞ, þar sem bent er á að barnið búi yfir mörgum mismunandi tungumálum sem það notar til að koma skoðunum sínum og tilfinningum á framfæri , löngu áður en það getur tjáð sig með því sem okkur er tamast þ.e. sjálfu móðurmálinu, en til að skilja barnið kalli það á þeir sem vinna með börn að læri að skilja öll þessi fjölbreyttu mál.   


Fyrir allra augum!

Sit í IOE, í London og hlusta á fyrirlestra um netið, blogg og fjarkennslu. Fannst viðeigandi að nota tækifærið og blogga. Hér er fallegt veður, gengur á með skúrum, þó svo ég finni minnst fyrir því lokuð inn í háskólanum. Er búin að flytja minn eigin fyrirlestur um "það sem falið er fyrir augum allra", titilinn endaði sem "Hidden in plain sight" og fjallar um stýrandi sannindi hinnar íslensku aðalnámskrár um leikskóla. Nú byrjar fyrirlesturinn sem ég er búin að bíða eftir. Skólasystir mín frá Filippseyjum er að byrja.


Að setja puttaplástur á svöðusár

En eina ferðina á að meðhöndla einkenni en skoða ekki orsakir. Setja sig í hlutverk þess sem valdið og vitið hefur. Fara með málefni frumbyggja eins og smábarna. Meira að segja hafa SÞ sett fram tilskipun um að meira samráð skuli haft við börn í veröldinni er stjórnvöld í Ástralíu virðast hafa við eigin frumbyggja. Mér er enn afar hugstæð mynd sem sýnd var s.l. vetur um munaðarleysingahæli og sundrun fjölskyldna á meðal frumbyggja í sjónvarpinu. Lærdómsrík og sterk mynd.

 

Auðvitað er hræðilegt að börn og heilu fjölskyldur skuli lifa við ofbeldi og að jafnvel margar kynslóðir hafi verið sviptar rétti sínum til æsku og mannsæmandi lífs. En eru þetta aðferðir sem eiga eftir að skila samfélaginu einhverjum mannbótum  - það efa ég. Sennilegra er að bannið leiði til enn meiri hörmunga.

 


mbl.is Áfengi og klám bannað á svæðum ástralskra frumbyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegar en ekki óvæntar fréttir

Þetta eru alvarlegar fréttir þó vissulega komi þær ekki á óvart. Þúsaldarmarkmiðin voru frá upphafi metnaðarfull og vissulega að einhverju leyti möguleg. En því miður hafa börn og menntun þeirra ekki verið forgangsmál í hinum stóra heimi. Það er líka alvarlegt að af þeim börnum sem þó ganga í skóla eru mun færri stúlkur en drengir. Af því hafa menn mikla áhyggjur, sérstaklega vegna þess að sýnt hefur verið fram á að menntun kvenna og stúlkna skilar meira til barna og þ.a.l. til samfélagins í heild en menntun drengja (sorry strákar). Þættir eins og mikilvægi móðurmjólkur fram yfir formúlu er eitt, stuðningur við menntun allra barna í fjölskyldum er annað sem er líklegrar til að ganga vel ef tilboð um menntun er sérstaklega beint að stúlkum.

Okkur ber skylda sem eins af ríkustu samfélögum heims að leggja okkar að mörkum til menntunar barna, til þess að tryggja lýðræði og þar með lífvænlegan heim fyrir okkur öll.

 

Hvet reyndar líka til að fólk lesi skýrslu utanríkisráðuneytisins um mannréttindamál


mbl.is Þúsaldarmarkmið um menntun fyrir öll börn næst ekki að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er álit siðanefndar og rökstuðningur ekki birtur?

Það er erfitt að mynda sér skoðun á dómnum nema að sjá hann, legg til að Mogginn birti hann eins og réttarfars dóma. Þá fyrst getum við farið að hafa skoðun.  Hélt ég fyndi hann á Press.is, þar fann ég hinsvegar athyglisverða dóm í málefnum franskra blaðamanna gegn franska ríkinu.  Hér má finna umfjöllun um þann dóm.

 

En þar segir m.a.

Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins segir m.a. að “inngrip í tjáningafrelsið geti verið hættuleg vegna þeirra “kælingaráhrifa” sem slík inngrip geti haft á það hvort fólk nýtir sér þetta frelsi.”

 

og þetta

The court went on to urge France "to take the greatest care in assessing the need to punish journalists for using information obtained through a breach of ... professional confidentiality when those journalists were contributing to a public debate of such importance and were thereby playing their role as 'watchdogs' of democracy."

 

Ps. Það má vera að ég sé á sprengjusvæði en mér finnast rök Þórhalls sannfærandi og það sem ég sé í hans greinargerð af dómum ekki eins sannfærandi.


mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband