Leikskólinn - stađur pólitískra breytinga

 Leikskóli sem er skipulagđur ţannig ađ hann styđji viđ lýđrćđi

Verkfćri og efniviđur ađgengilegur börnum,

bíđur upp á ađ litlir hópar vinni saman

samskipti og traust

Var ađ lesa nýútgefna skýrslu ţar sem fjallađ er um leikskólann sem hluta af hinu pólitíska umhverfi, og hvernig leikskólinn getur í raun veriđ hluti af ţví ađ ala börn upp til lýđrćđis. Ekki bara í orđi heldur líka á borđi. Bent er á ađ lýđrćđi sé besta vörnin gegn alhćfingum, hvort sem heldur er hjá yfirvöldum  sem annarstađar.  Í skýrslunni sem er skrifuđ af Peter Moss, prófessor viđ Institute of Education, University of London, er m.a. fjallađ um hinar norrćnu leikskólanámskrár og ţá áherslu sem  ţar er lögđ á lýđrćđi. Íslenska Ađalnámskrá leikskóla er međal ţess sem Moss bendir á og vitnar til. Moss leggur til ađ leikskólar ţróist og verđi mögulegir stađir nýrrar ţekkingar en geti jafnfram veriđ stađir ţar sem gömul ţekking er varđveitt. Ađ ţeir séu í raun stađir breytinga.

  

Sem hluta af lýđrćđislegum leikskóla sér Moss fyrir sér ađ ţar vinni kjörnir fulltrúar foreldra og starfsfólk saman ađ málefnum leiksólans,  ađ ţar ríki sá andi ađ rökrćđur og skođanaskipti séu velkomin og ćskileg. (Meira en hćgt er ađ segja t.d. um leikskólann sem ég bloggađi um 1. maí ţar sem samtöl um pólitík og stéttarfélagsmál voru óćskileg, á ţann hátt ađ starfsfólk upplifđi bann).

 

Ein undirstađa ţess ađ leikskóli geti taliđ sig lýđrćđislegan ađ mati Moss er ađ litiđ sé á barniđ sem hćfan borgara, sem er sérfrćđingur í eigin lífi, sem hefur skođanir sem vert er ađ hlusta á, sem hefur rétt og er veitt hćfni til ţess ađ taka ţátt í sameiginlegri ákvarđanatöku. Hann bendir á 7 tilskipun SŢ, ţar sem bent er á ađ barniđ búi yfir mörgum mismunandi tungumálum sem ţađ notar til ađ koma skođunum sínum og tilfinningum á framfćri , löngu áđur en ţađ getur tjáđ sig međ ţví sem okkur er tamast ţ.e. sjálfu móđurmálinu, en til ađ skilja barniđ kalli ţađ á ţeir sem vinna međ börn ađ lćri ađ skilja öll ţessi fjölbreyttu mál.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband