Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
15.10.2007 | 16:09
Hjartanlega til hamingju
það er mikið verk sem framundan er, að treysta starfsgrundvöll bæði grunn- og leikskólans. Með samhentu átaki allra sem eru í hinum nýja meirihluta verður maður að trúa að það takist. Ég óska Oddnýju gæfu og góðs gengis í nýjum og mikilvægum störfum.
Oddný Sturludóttir formaður menntamála í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2007 | 17:52
Tækniömmur og afar
Ég viðurkenni að ég er svolítið veik fyrir nýrri tækni. Stundum er not fyrir þessa tækni stundum ekki. En áðan uppgvötaði ég ný not fyrir skypið. Sonurinn er með myndavél á sínu skypi og Lilló líka og þeir voru að tala saman. En hjá syninum var lítil tveggja ára dama í heimsókn. Lilló spilaði fyrir hana nokkur barnalög í gegn um tölvuna og söng með. Ég sé í anda þegar litli ömmu/afadrengurinn verður aðeins eldri að við lesum kvöldsöguna og spilum vögguvísur í gegn um skypið. Þannig getum við verið hvar sem er í heiminum og alltaf í sambandi.
Reyndar höfum við hafst svona samband við fjölskylduna í Seattle í mörg ár. Sonja sýnir okkur skólaverkefni, dýrin sín og vinir hennar mæta stundum og tala við okkur, þær eiga til að ræða lengi við Lilló um síðasta fótboltaleik. Spencer er ekki eins mikið fyrir svona gagnvirkt samband í tölvunni en lætur sig hafa að segja nafnið mitt ef ég þráspyr hann. This is- segi ég, this is segir hann og svo kemur, this is KRIstin.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 22:32
Ver ekki framsókn, en er að velta einu fyrir mér...
Ég er seinust kvenna til að verja framsóknarmenn, og bloggði hér í vor um hvort tengsl Árni MAgg og GeysirGreen. Reyndar þá um áhyggjur af einkavæðingaráformum varðandi Landsvirkjun.
En ég er samt að velta einu fyrir mér, ef það er rétt að Björn Ingi hafi haft að sem aðalmarkmið að gæta að hagsmunum fjarmálamanna innan framsóknar, (sem við erum flest sammála um að hafi skammtað sér vel í gegn um árin), eins og mogginn og "ungu, saklausu, óreyndu" borgarfulltrúarnir gefa í skin, (svo ég noti líka orð moggans), hefði þá ekki verið hans hagur að selja sem fyrst, tryggja þessum vinum sínum allan eignarhlutann í nýja fyrirtækinu sem fyrst á sem lægstu verði? Áður en allir þessi samningar og sérákvæði komu í ljós?
Ég sá Sindra í markaðinum á stöð 2 og hann sagði þar, það vera gömul og ný sannindi á markaði að kaupa þegar er ódýrt en selja dýrt. Hefði það því ekki komið þessum fjármálamönnum innan framsóknar best að fá að kaupa strax?
Áhrifamenn í Framsókn hluthafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2007 | 21:14
Já, við ætlum að láta þetta ganga, já, við sjáum svo mikla möguleika
Nú er mikilvægt að vanda sig, nú er mikilvægt að kunna að vera stór, kunna það að í pólitík er engin trygging til fyrir að öll málefni eins flokks fái framgang, en nauðsynlegt að kunna að semja, forgangsraða og að gefa eftir. Ég held reyndar að það sé margt sem sameinar og á það verður að líta.
Þetta er eins og þegar við vinnum með fordóma með leikskólabörnum, við reynum að fá þau til að sjá hvað þau eiga sameiginlegt og skoða það. Mér finnst líka ágæt reglan sem gildir í einum leikskóla sem ég þekki til. Þar ákváðu þau að byrja svör við öllum spurningum (bæði á meðal barna og starfsfólk) með því að segja: Já. Hversu erfitt sem það kann að reynast. Barnið spyr: "Má ég fljúga upp í himininn með höndunum?" svarið yrði, "Já, þegar búið er að finna upp hvernig það er hægt." Eða ... (fínt að fá tillögur) Þar á bæ sögðu þær mér að þetta hefði breytt starfsandanum. Kannski þarf hinn nýi meirihluti að tileinka sér slíka afstöðu. Gefur þeim færi á að hugsa og bíður upp á endalausa möguleika.
PS. Leikskólinn ætlar að bjóða upp á námskeið í þessu á starfsdögunum (SARE) okkar í janúar.
Svandís: Valhöll getulaus í erfiðum málum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2007 | 21:19
Örlagaríkir dagar í Höfða
Dagurinn sem breytti sögunni, þegar Gorbatsjov og Regan hittust í Höfða 11 október 1986, í dag varð annar afdrifaríkur dagur í Höfða, dagurinn sem sjálfstæðismenn mættu prúðbúnir og ætluðu að setja Birni Inga stólinn fyrir dyrnar. En Björn Ingi mætti ekki. Í sjálfu sér koma það ekki á óvart.
Ég rifjaði upp tvö síðust blogg mín um þessi mál og ógeðslega var ég sannspá. Fyrra bloggið var þegar það barst út að sjálfstæðismenn ætli að funda einir í ráðhúsinu um málefni REI þá skrifa ég:
"Með því að taka einhliða ákvarðanir og "gleyma" að ræða við minnihlutann, finnst að verið sé að slá með priki á putta framsóknar. Með því að sjálfstæðismenn ákveða einhliða að fjarlægja fulltrúa þeirra í stjórn OR. Það er kannski allt í lagi flestra okkar vegna, en ég velti fyrir mér hvort ákvörðunin falli ekki undir meirihlutasamstarfssamning flokkana? Er sjálfstæðiflokkurinn ekki að neyta aflsmunar hér?"
Eftir fundinn blogga ég að sjálfstæðimenn hafi fallið á lýðræðisprófinu:
"Það er ekki hægt að ásaka einn um ólýðræðisleg vinnubrögð en samtímis ætla svo að fara að beita þeim sjálfur. Ekki mjög sannfærandi og bendir til að eitthvað annað en ást á lýðræði hafi vakið gremju sjálfstæðimanna. Mér finnst það jafnóeðlilegt að borgarstjórnarfundur sjálfstæðisflokksins geti tekið svona ákvörðun og að það hafi ekki verið eðlilega boðað til síðasta fundar stjórnar og eiganda REI. Með því að loka sig inn á fundi og ætla svo að kynna niðurstöðu á blaðamannafundi er ekki bara verið að stíga á lýðræðið það er verið að trampa á því."
Ég tel alveg augljóst að með þessum gjörningi hafi sjálfstæðiflokkurinn skriplað á þunnum ísnum og í raun misst tökin á atburðarrásinni. Þetta hafi í raun verið þeirra ögurstund.
Annars skruppum við Lilló niður að Iðnó í dag þegar fundurinn var, þar var fjöldi manns. Rétt þegar ég var að leggja af stað (en það tekur mig 3 mínútur), komu sonurinn og tengdadóttirin með litla manninn, tveggja vikna, gangandi í vagni. Svo þau fóru bara með. Litli maðurinn getur sett í CV-ið sitt að hann hafi verið viðstaddur sögulegan blaðamannafund, daginn sem sjálfstæðisflokkurinn glutraði niður borginni vegna ólýðræðislegra tilburða sinna.
Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 15:29
Sjálfstæðimenn þurfa örugglega áfallahjálp
Þeir hljóta að þurfa áfallahjálp sjálfstæðimenn í Reykjavík, búnir að glutra borginni frá sér með neyðarlegum hætti. Eftir standa félagshyggjuöflin með pálmann í höndunum. Ég hef trú á mínu fólki og veit að það getur komið sér saman um góðan málefnasamning. Við höfum reynsluna frá R listasamstarfinu. Við vitum að við getum unnið saman. Ég óska mínu fólki gæfu og gengis.
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2007 | 14:16
Frelsi með ábyrgð
Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2007 | 01:47
"Trúarskólabúðir"?
Víða í hinum vestræna heimi hefur fólk miklar áhyggjur af trúarskólum múslima. Að börn séu send frá Evrópu til Pakistan til að sækja skóla þar sem trúarleg innræting fer fram. Þar sem þau eru mótuð til að verða hermenn Alla. Í kvöld var sýnd í sjónvarpinu myndin Jesúsbúðirnar. Þar sem öllum tólum markaðssetningar, þar sem þekkingu auglýsingariðnaðarins, sálfræðinnar og leikshússins var beitt til að innræta börnum trú á Jesús. En þeim var líka komið í skilning um að ef þau ekki játuðu hina einu sönnu trú, næði djöfulinn tökum á þeim. Þeim var sýnt með leikrænum tilþrifum hvernig syndin læðist að þeim og vex og vex þar til hún tekur stjórn. En ekki bara það, heldur voru þau látin biðja fyrir Bush og kónum hans, látin arga gegn fóstureyðingum.
Í viðtali sagðist leiðtogi svona skóla skilja mikilvægi þess að innræta börnum þetta fyrir 9 ára, þá væru meiri von um "árangur". Hún sagði líka kristna trú vera hin einu réttu trúarbrögð og að lýðræði væri óvinur þeirra, væri verkfæri djöfulsins. Börnin í búðunum hennar ræddu um sig sem hermenn guðs og sögðust vera að undirbúa sig undir stríð, stríð sem þau kviðu ekki, heldur hlökkuðu til, og jafnvel þó maður dæi fyrir málstaðinn væri það ekkert mál, því það væri fyrir guð. Kannski endaði maður jafnvel sem píslavottur.
Mér varð óglatt að horfa á þessa mynd, mér varð óglatt yfir hvernig farið var með börn í nafni trúarsannfæringar. Mér varð óglatt hvernig fólkið sem varð svona tíðrætt um djöfulinn og leiðir hans, nýtti sér markaðshyggjuna, nýtti sér þá þekkingu sem það var að fordæma. Vegna þess að hjá þeim var það svo, að tilgangurinn helgar meðalið. Bandarísk trúarsamtök velta risafjárhæðum, þau eru heilt hagkerfi út af fyrir sig. Með skólabúðum eins og þessum er verið að tryggja viðgang þessa hagkerfis fyrst og fremst.
Mér varð óglatt
10.10.2007 | 11:33
Málþing þjóðarinnar
Morgunblaðið segist vera vettvangur lýðræðislegrar umræðu, segist vera málþing þjóðarinnar kannski með nokkrum sanni, sérstaklega ef litið er til aðsendra greina og ekki síst ef litið er til moggabloggsins, þar sem mikil og lífleg umræða á sér stað um hin ýmsu mál. Til að tryggja umræðu um ólíkustu mál fer mogginn þá leið að tengja bloggið við fréttir á mbl.is. Þær athugasemdir sem þar koma fram eru auðvitað misvel ígrundaðar. En er það ekki eðli lýðræðisins að leyfa umræðuna, treysta á lesandann til að vinsa úr og skoða upplýsingar? ´Byggist ekki upplýst umræða á því?
Lýðræðisleg umræða fer fram þessa daga um málefni REI og OR, hún á sér stað á vinnustöðum, inn á heimilum og síðast en ekki síst á bloggum landsmanna.
Blaðamaðurinn og borgarfulltrúinn Stefán Jón - setti umfjöllun sína um málefni OR ekki bara inn á heimasíðuna sína, hann setti hana líka inn á bloggið þar sem hægt er að taka þátt í umræðu.
Stefán Jón: Uppreisn í OR fyrst og fremst uppreisn gegn borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2007 | 00:58
Landsins stærsti leikskóli - eða alla vega næstum því
Skrapp þangað í heimsókn í dag þegar ég var búin að kenna í Hafnarfirði. Hann er líka í Hafnarfirði og heitir Stekkjarás,í Áslandshverfinu. Verð að viðurkenna að ég verð eilítið áttavillt þegar ég er að reyna að komast inn í hverfið. En það tókst.
Leikskólinn er 8 deilda og vinnur í anda Reggio Emilia. Skoðaði aðallega yngstu deildina sem var að opna og svo skapandi efnisveituna (Remidu) sem þau eru að koma sér upp. Michelle stýrir starfinu þar. Hún hefur verið óþreytandi við að eltast við ýmis fyrirtæki og stofnanir í bænum til að afla efniviðar. Mér sýnist henni bara ganga vel með það. Á meðan á heimsókn minni stóð komu nokkrir barnahópar með hópstjórunum sínum inn til að velja sér efnivið til að vinna með. Ótrúlegustu hlutir urðu þar að dýrmæti, annar hópur var með Michelle að taka í sundur gamla tölvu, allir hlutar hennar voru svo flokkaðir í þar tilgerð box og gengið frá þeim fyrir næsta hóp til að nota. Ein deild hafði orðið sér út um fullt af kössum inn í efnisveitunni, leikskólakennarinn var að hugsa um að leggja til við börnin að bygga úr þeim hús. En þau fundu fljótt miklu áhugaverðari not fyrir þá. Nefnilega kassabílagerð.
Á yngstu deildinni er verið að vinna í að gera umhverfið hlýlegt, ein í hópnum átti fallega bleikar og upplitaðar gangsæjar gardínur sem hún ætlaði að setja inn í efnisveituna, þær á litlu deildinni voru fljótar að grípa þær og ætluðu að nýta til að skipta herbergi. Inn í einu herberginu á deildinni eru þær búnar að setja hvítar gagnsæjar gardínur utan um hillu og þær sögðu mér að börnin elskuðu að leika þar. Í morgun var lítil drengur sem átti svolítið erfitt, var að byrja og stutt í táradalinn, þegar hann uppgötvaði "tjaldið" hurfu öll tár og frábær leikur varð til.
Við pældum líka aðeins í eðli óróa, þeir eru mér nefnilega pínu hugstæðir þessa daga, fór og keypti einn handa litlum ömmustrák. Var heillengi að velja. Fann nefnilega fljótt út að flestir eru hannaðir fyrir fullorðna til að horfa á, ekki fyrir börn. Með því á ég við að við horfum á þá á hlið og finnst þeir voða sætir, en hugsum kannski ekki eins um sjónarhorn barnsins. Sem er yfirleitt beint upp og undir þá.
Frá Stekkjarási voru fjórir leikskólakennara á námskeiði í Reggio Emilia Institutinu í Stokkhólmi, komu endurnærðar og fullar af hugmyndum til baka. Þær eru búnar að lofa mér skýrslu til að birta á heimasíðu SARE um leið og við komum henni upp.
Menntun og skóli | Breytt 5.12.2007 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)