Örlagaríkir dagar í Höfða

Dagurinn sem breytti sögunni, þegar Gorbatsjov og Regan hittust í Höfða 11 október 1986, í dag varð annar afdrifaríkur dagur í Höfða, dagurinn sem sjálfstæðismenn mættu prúðbúnir og ætluðu að setja Birni Inga stólinn fyrir dyrnar. En Björn Ingi mætti ekki. Í sjálfu sér koma það ekki á óvart.

Ég rifjaði upp tvö síðust blogg mín um þessi mál og ógeðslega var ég sannspá. Fyrra bloggið var þegar það barst út að sjálfstæðismenn ætli að funda einir í ráðhúsinu um málefni REI þá skrifa ég:

"Með því að taka einhliða ákvarðanir og "gleyma" að ræða við minnihlutann, finnst að verið sé að slá með priki á putta framsóknar. Með því að sjálfstæðismenn ákveða einhliða að fjarlægja fulltrúa þeirra í stjórn OR. Það er kannski allt í lagi flestra okkar vegna, en ég velti fyrir mér hvort ákvörðunin falli ekki undir meirihlutasamstarfssamning flokkana? Er sjálfstæðiflokkurinn ekki að neyta aflsmunar hér?"

Eftir fundinn blogga ég að sjálfstæðimenn hafi fallið á lýðræðisprófinu:

"Það er ekki hægt að ásaka einn um ólýðræðisleg vinnubrögð en samtímis ætla svo að fara að beita þeim sjálfur. Ekki mjög sannfærandi og bendir til að eitthvað annað en ást á lýðræði hafi vakið gremju sjálfstæðimanna. Mér finnst það jafnóeðlilegt að borgarstjórnarfundur sjálfstæðisflokksins geti tekið svona ákvörðun og að það hafi ekki verið eðlilega boðað til síðasta fundar stjórnar og eiganda REI. Með því að loka sig inn á fundi og ætla svo að kynna niðurstöðu á blaðamannafundi er ekki bara verið að stíga á lýðræðið það er verið að trampa á því."

Ég tel alveg augljóst að með þessum gjörningi hafi sjálfstæðiflokkurinn skriplað á þunnum ísnum og í raun misst tökin á atburðarrásinni. Þetta hafi í raun verið þeirra ögurstund.

Annars skruppum við Lilló niður að Iðnó í dag þegar fundurinn var, þar var fjöldi manns. Rétt þegar ég var að leggja af stað (en það tekur mig 3 mínútur), komu sonurinn og tengdadóttirin með litla manninn, tveggja vikna, gangandi í vagni. Svo þau fóru bara með. Litli maðurinn getur sett í CV-ið sitt að hann hafi verið viðstaddur sögulegan blaðamannafund, daginn sem sjálfstæðisflokkurinn glutraði niður borginni vegna ólýðræðislegra tilburða sinna. 


mbl.is Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

skrýtið

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 12.10.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

já er það ekki, svona verða sumar dagsetningar minnisstæðari en aðrar, örugglega fullt að samsæriskenningum um það í framtíðinni. heheh.

Kristín Dýrfjörð, 12.10.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband