Ver ekki framsókn, en er að velta einu fyrir mér...

Ég er seinust kvenna til að verja framsóknarmenn, og bloggði hér í vor um hvort tengsl  Árni MAgg og GeysirGreen.  Reyndar þá um áhyggjur af einkavæðingaráformum varðandi Landsvirkjun.

En ég er samt að velta einu fyrir mér, ef það er rétt að Björn Ingi hafi haft að sem aðalmarkmið að gæta að hagsmunum fjarmálamanna innan framsóknar, (sem við erum flest sammála um að hafi skammtað sér vel í gegn um árin), eins og mogginn og "ungu, saklausu, óreyndu" borgarfulltrúarnir gefa í skin, (svo ég noti líka orð moggans), hefði þá ekki verið hans hagur að selja sem fyrst, tryggja þessum vinum sínum allan eignarhlutann í nýja fyrirtækinu sem fyrst á sem lægstu verði? Áður en allir þessi samningar og sérákvæði komu í ljós?

Ég sá Sindra í markaðinum á stöð 2 og hann sagði þar, það vera gömul og ný sannindi á markaði að kaupa þegar er ódýrt en selja dýrt. Hefði það því ekki komið þessum fjármálamönnum innan framsóknar best að fá að kaupa strax?

 


mbl.is Áhrifamenn í Framsókn hluthafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef verið að velta því sama fyrir mér og sýnist samsæriskenning þeirra bláu ekki alveg ganga upp hér.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Neibb, svo sagði Lilló mé áðan að Bingi hafi víst bent á þetta. En sama, mér finnst vera frekar fyndið að horfa upp á hvítþvottatilraunir moggans með vansih og öllu tilberhör á unga, saklausa, óreynda, liðinu sínu. 

Kristín Dýrfjörð, 13.10.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Ég hef nú aldei verið neitt sérstaklega hrifinn af Framsóknarmönnum en mér fannst Björn Ingi gera sjálfur ágætlega grein fyrir þess áðan í Silfrinu.  Hann benti á eins og þú,  að hann hefði þá átt að ganga að tillögum Sjálfstæðismanna og selja strax ef hann hefði ætlað að tryggja hagsmuni auðmanna innan  flokksins.

Valgerður Halldórsdóttir, 14.10.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

1. maí bloggaði ég um Landsvirkjun og þeirra útrásar fyrirtæki og fjallaði þá um Geysir green og hlutverk Árna Magnússon fyrrverandi ráðherra framsóknar. Ég held að alþjóð hafi alveg orðið vör við þegar Árni fór úr ríkisstjórn til að vinna að þessum málum hjá Glitni (var opna í mogganum um það). Þess vegna á ekki að koma nokkrum á óvart að hann hafi fyrst (eða þeir beðið hann) leitað fjárfestingamöguleika hjá sínum mönnum, það veit öll þjóðin að þeir eru ríkir og líka hvernig þeir urðu ríkir. Þess vegna er það einfeldningsháttur hjá "fyrrverandi" borgarstjóra að hafa ekki gert sér grein fyrir að einhverjir framsóknarmenn ættu í Geysir Green. Ég er ekki stjórnmálamanneskja en mér finnst þetta blasa við, hefði haldið að gamlir refir ættu að hafa séð þetta enn betur. "Þau eru súr, berin" sagði refurinn.

Kristín Dýrfjörð, 14.10.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband