Hver verður arfur búsáhaldabyltingarinnar?

Kaflinn sem ég las í gær í anarkíræðunum er eftir Emmu Goodman frá 1924 og fjallar um hvers vegna byltingin í Rússlandi misheppnaðist. Aðalniðurstaða Emmu var meginbreyting stjórnarfarsins hefði fólgist í að að skipta um toppa, einu alræðisvaldi hafi í raun verið skipt úr fyrir annað. Að áfram hefði verið hugmyndafræði um stjórn og rétt ríkisins til þess að móta og stýra hegðun þegnanna. Ríkið stjórnaði fólkinu sem fyrr og nýjar elítur búnar til. Til að byltingar geti gengið upp þarf að eiga sér stað bylting hugarfarsins, bylting grunngilda og hugmynda um mannréttindi til handa öllum. Það þurfi m.ö.o. að umbylta gildismati og vinnubrögðum. Einungis þá er bylting með öllum sínum fórnarkostnaði réttlætanleg að mati Emmu.

Nú má velta fyrir sér hver verður arfleið búsáhaldabyltingarinnar? Verður það skipti á ráðandi öflum, nýtt fólk að kjötkötlunum, en áfram kjötkatlar. Eða verður það eitthvað meira. Tekst okkur að endurskilgreina og endurskapa grunngildi samfélagsins. Verður til dæmis meira virði að vinna með fólki, sinna börnum og gamalmennum en peningum? Hvernig ætlum við að skilgreina lýðræði, rétt þeirra sem hafa meirihluta til að stjórna í skjóli þess. Eða skyldur þeirra sem í meirihluta eru til að hlusta og taka tillit til allra. Líka þeirra sem eru á jaðrinum? Felur vald fyrst og fremst í sér rétt eða er það skilgreint út frá skyldum. 

Mér finnst athyglisvert að greining Emmu Goodman er rituð rétt eftir byltinguna og hún er merkilega nákvæm. Hún er holl lesning.

 

Hér má lesa sjálfsævisögu Emmu Goodman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Staðreyndin er sú að engin bylting hefur tekist fullkomnlega. Það unnust margir sigra með þessari byltingu en við eigum ennþá langt í land því ekkert betra er í boði eins og er.

Offari, 4.2.2009 kl. 18:55

2 identicon

Búsáhaldabyltingin er ekki búin fyrr en auðurinn skilar sér í ríkiskassann aftur.

Kolbrún (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:20

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Offari, enda var þetta bara hugleiðing um hvað hægt er að læra af fyrri byltingum. Raunveruleg siðbót hlýtur að vera krafan, siðbót sem byggir á gildum virðingar og félagslegs jöfnuðar. Því miður Kolbrún ég held að þeir sem hafa stungið undan fjármunum okkar séu löngu farnir með þá eða búnir að tapa þeim í lánlausar áhættufjárfestingar. Er eins og að biðja alkann að leggja öll launin sem hann hefur drukkið út, inn í banka rétt eftir að hann kemur úr meðferð.  

Kristín Dýrfjörð, 4.2.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Kannski er ég að misskilja þig Kolbrún, en varla er það svo að þér finnist að það sé gjörsamlega rangt af Norðlendingum að vænta þess að þeirra hagur batni ef svo fer að olía verði unnin norðaustur af landinu. Ekki frekar en hagur okkar Sunnlendinga batni vegna þess hins sama. Svo er allt annað mál hvort fólk er yfirleitt sammála því að bora á þessu svæði.

Kristín Dýrfjörð, 5.2.2009 kl. 01:19

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að algjör skipti á fólki í stjórnunarstöðum, og siðbót verði að fylgjast að.  Núna er fólk með fingurinn á púlsinum og ekkert sem orkar tvímælis mun verða samþykkt eða viðurkennt.  Bara hrein og bein pólitík, og engir bitlingar verða leyfðir á næstunni.  Við eigum ennþá pottana og pönnurnar   Og við kunnum að hafa hátt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.2.2009 kl. 01:53

6 Smámynd: Björn Jónsson

Kristín.

Er hægt að vænta þess að mannskepnan breytist varðandi það að vilja drottna og ráða sem mestu? Ég held ekki.

Ójöfnuður á milli manna hefur alltaf verið og ég er hræddur um að það verði áfram.

Sumir segja að kapitalisti sé bestur aðrir kommúnisti og svo náttúrulega allt þar á milli.

Ég hef séð hér á netinu lof um stjórnarhætti á Kúpu frí læknishjálp og skólaganga. Það er gott svo langt sem það nær. Þeir sem ferðast hafa þangað og talað við almúgan eru ekki hrifnir, eins og ein þjónustustúlka á hóteli sagði þegar hún var spurð hvort hún gæti ekki heimsótt Ísland svaraði mún ,, Hvernig í ósköpunum ætti ég að geta það, við búum í stæðsta fangelsi í heimi "

Ekki er það betra í U.S.A. Þó það fari vonandi batnandi með nýjum foseta ( kvenær fáum við nýjan?? )

Björn Jónsson, 5.2.2009 kl. 02:15

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Emma Goodman was a Good Woman.   Arflegð Búsáhaldabyltingarinnar -ef hún er þá liðin undir lok- verður lengi í minnum höfð.

Hverju hún skilar er svo önnur saga.   Vissulega einhverju...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband